18.7.2011 | 09:57
Verkalýðsleiðtogi styður atlögu að heimilinum ?
"Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, segist undrast yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ, þar sem hann hvatti neytendur til að sniðganga íslenskt lambakjöt og þar með innlenda vöru og íslenskt vinnuafl. Segir hann yfirlýsingu Gylfa lykta af pólitík."
Hækkanir aðurðaverða munu leggjast á heimilin af miklum þunga og hafa áhrif á verðbólgu og vísitölur. Líklega mun verð til neytenda ekki hækka um 25%...eða það vonar maður, en samt sem áður mun þetta telja til hækkunar. Það er barnaskapur að halda að svo fari ekki.
Það er merkilegt að fylgjast með umræðunni. Ég hef ekki betur séð en verkalýðsleiðtogar stígi á stokk og mótmæli hækkunum, sérstaklega þegar nýbúið er að gera kjarasamninga og miklar hækkanir rýra samstundis þá kjarasamninga sem gerðir eru með tilheyrandi kaupmáttarrýrnun.
Nú kveður skyndilega við þann tón að verkalýðsleiðtogi virðist ekki hafa þá skoðun heldur styður það með oddi og egg að verð á landbúnaðarvörum hækki og það verulega mikið og langt framyfir það sem hann hefur samið um fyrir nokkrum vikum. Blekið er varla þornað.
Ég skil hreinlega ekki umræðu um landbúnaðarmál og helst sýnist manni að poppulisminn sé við völd og hver keppist um við að ganga í augu sem flestra. Ef er pólitík í orðum Gylfa þá er það ekki síður í orðum verkalýðsleiðtoga Íslands.
Lyktar af pólitík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kannski Aðalsteinn skilji það sem Gylfi skilur ekki, að kjör bænda eru hluti af kjörum almennings - ekki er hægt að ætlast til að allir aðrir njóti hækkana en bændur sitji eftir - hvað þá þegar þeir hafa þurft að taka á sig stóraukinn kostnað. Það er öllum sanngjörnum mönnum ljóst að yfirlýsingar Gylfa eru ábyrgðarlaust blaður.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.7.2011 kl. 10:57
Gylfi vill að fólk skipti yfir í aðrar kjötvörur sýnist mér þannig að salan fer ekki heldur færist.
Jón Ingi Cæsarsson, 18.7.2011 kl. 11:03
420 kr. í 525 kr. veldur ekki 25% hækkun. Annars, hvar var Gylfi þegar Helfararstjórnin hækkaði skattana?
Brynjar Þór Guðmundsson, 18.7.2011 kl. 11:21
Það er skortur á innanlandsmarkaði af því útflutingur er svo mikill. Mig minnir að eitthvað hafi verið minnst á fæðuöryggi og eitthvað þessháttar.
Kjötvinnsla hefur sótt um leyfi til innflutnings...það verður fróðlegt að sjá hvernig það verður afgreitt.
Jón Ingi Cæsarsson, 18.7.2011 kl. 12:23
Brynjar...þetta er hækkun á grunnverði.. síðan á eftir að hækka hjá afurðastöðvm og í álagningu verslana..og svo hækkar vaskurinn...en það nær ekki 25% vonandi nema menn fari að smyrja eins og háttur er hér á landi.
Jón Ingi Cæsarsson, 18.7.2011 kl. 12:25
Þessi umrædda hækkun er í takt við annað hér, td póstburðargjöld hér innanlands hafa ekki hækkað minna en þetta á umræddutímabili, dagblöð o.m.fl. Ætli sé ekki hægt að fá lyf við þessu hatri krata á bændum ?
Ágúst J. (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 13:10
Jón ein grundvallarspurning
Hvort telur þú að betra sé að hækka vöru um 50% á þremur árum eða um 25% eftir 3 ár?
Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 14:11
Það hefur komið fram að verðlag á íslenskum kjötafurðum hefur rokið upp um ca. þriðjung á 4 árum, þar sem laun flestra íslendinga hafa held ég ekki fengið slíka leiðréttingu. Ég efast um að við séum sjálfum okkur nóg að hafa ekki lengur efni á því að kaupa lambalærið öðru hvoru.
Fyrst ég er svona fátækur, þá af hverju má ég ekki borða ódýrara lambakjöt annarsstaðar frá,, því það virðist vera nóg af ríku liði hérna á landinu til að sjá fyrir þessu verðlagi sláturhúsanna.
Ég gæti keypt það frá Nýja Sjálandi í staðinn ef við værum ekki með gífurlegar lokanir á erlend matvæli. Hvað í *** á ég að borða maður...? Pasta, brauð og ódýra gelatín / vatnsfyllta skinnku það sem eftir er?
Jonsi (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 14:46
Þorsteinn...Spurðu Aðalstein verkalýðsforingja...það er hann sem er að gagnrýna þetta en ekki ég.
Laun hækkuðu um 11% hjá lægst launuðustu... minna hjá öðrum.. horfum á þá tölu en ekki 25%.
Kjötvörur hafa hækkað gríðarlega síðustu mánuði en ekki laun fyrr en nú... sbr.fréttir af netmiðlum í dag.
Jón Ingi Cæsarsson, 18.7.2011 kl. 15:17
Eg spurði vegna þess að lambakjöt hefur ekki hækkað til bænda s.l 3 ár meðan margar vörur aðrar þar á meðal íslenskar hafa hækkað um og yfir 50% án þess að heyrst hafi eitt orð frá Gylfa Arnbjörnssyni geturðu bent mér t.d á það eftir honum haft hvar henn hefur gagnrýnt tapið hjá lífeyrissjóðunum sem skerðir lífeyrir félagsmanna svo nemur stórum tölum eða viljað að stjórnendur þeirra bæru ábyrgð það er mun meiri tekjumissir enn þessi hækkun hvar var hann þá að verja félagsmenn sína?
Hvar er gagnræyni hans á rafmangnsverðhækkanir , og hækkanir hjá mörgum opinberum aðilum.
Það er allt í lagi og gott mál að gagnrýna og verja sína umbjóðendur enn menn verða að gæta hófs og hætta upphrópunum og gera það með eðlilegum og sanngjörnum hætti bara ekki suma heldur alla.
Svo hljótum við sem greiðum sildugreyðslu til verkalíðsfélagana að athuga hvort ekki sé rétt að segja Gylfa upp hann er jú í vinnu hjá okkur .
Það eru aðeins tveir forsvarsmenn verkalíðsfélaga á landinu sem bera höfuð og herðar yfir aðra og hugsa raunverulega um sitt fólk , enn þeim hefur markvist verið haldið frá meiri áhrifastöðum innan hreyfingarinar af valdaklíkunni sem þykist eiga hana.
Það er böl hennar hversu póltæisk hún er
Þorsteinn Sigfússon (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 17:20
"Verð á lambakjöti til neytenda mun hækka mikið í haust og leiða má líkur að því að sú hækkun verði ekki undir 20% og jafnvel meiri."
"Það sem hér hangir á spýtunni er að sauðfjárbændur selja nú 40% af framleiðslu sinni á erlenda markaði. Verðið fyrir lambakjötið er mjög hátt ytra og fer hækkandi. Því má búast við aukningu á þessum útflutningi. Þar að auki eru lambakjötsbirgðir innanlands í lágmarki. Afurðastöðvarnar munu því neyðast til að borga það verð sem sauðfjárbændur setja upp eða þá sleppa því að kaupa kjötið."
Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna sendir sauðfjárbændum tóninn í frétt á vísir.is. Hann segir: „Krafa mín er einföld. Talið við afurðarstöðvarnar, verið ekki að svína á íslenskum neytendum, sem þó hafa sýnt sauðfjárbændum mikinn skilning."
http://www.visir.is/frettaskyring--verd-a-lambakjoti-haekkar-mikid-i-haust/article/2011110719340
Úr fréttaskýringu á visir.is sem ég legg til að menn lesi sér til upplýsningar.
Jón Ingi Cæsarsson, 18.7.2011 kl. 17:50
Hvert er þá svokallað matvælaöryggi sem vísað er til á hátíðastundum þegar verið er að verja innlenda framleiðslu með ofurtollum ?
Uppskeran er sú að helmingur framleiðslunnar, tæplega, er flutt úr landi.
Sé ekkert matvælaöryggi í því og því er helsta röksemd ofurtollanna farin og nauðsyn orðin á innflutningi vegna skorts á kjöti innanlands.
Jón Ingi Cæsarsson, 18.7.2011 kl. 17:54
Frábær púnktur.
Hví meiga bændur keppast í eðalkjötframleiðslu fyrir erlendan markað, en ég littli maðurinn má ekki kaupa kjöt af keppinautum þeirra erlendis???
jonsi (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 21:24
Jón Ingi, "Það sem hér hangir á spýtunni er að sauðfjárbændur selja nú 40% af framleiðslu sinni á erlenda markaði.", ef .þú hefur ekki tekið eftir því þá selja bændur féð sitt í sláturhús og hafa því næst ekkert með það að gera.
Annað, fæðuöryggið snýr að möguleikunum til að GETA bjargað sér ef ekki er hægt að fá mat annarsstaðar frá, td vegna styrjalda, hafís, hungursneiða, víðtæks uppskerubrests svo nokkur dæmi séu tekin. Að taka allan mat erlendis frá er að hafa öll eggin í sömu körfunni, hvað gerist svo ef einhver óprúttin kemst í hana?
Það fyrsta sem ég setti er tengt áronum 1939- 1945. Fyrri heimstirjöldin átti að binda enda á allar styrjaldir og erlendis tala menn ekki um fyrri og síðari heldur tölusetja menn(1. og 2.) fólk úti á von á því að þetta endurtaki sig, annað er af hafís og það hefur komið fyrir áður og mun koma fyrir aftur, næsta er af heimshungursneiðinni sem gekk yfir árið 2006 og Íslendingar urðu aldrei varir við neitt,af hverju heldurðu að það hafi verið? Það mun vera bændunum okkar að kenna að koma í veg fyrir að Íslendingar skyldu hafa hrunið niður. Það sem hefur áður skeð mun koma aftur fyrir
Brynjar Þór Guðmundsson, 19.7.2011 kl. 09:54
Það er einkennilegt að af öllum þeim hækkunum sem dunið hafa á okkur undanfarið, skuli lambkjötið vera það eina sem Gylfi gerir athugasemd við.
Ég hlýt þvi að velta því fyrir mér hvort ástæðan sé önnur en upp er gefin.
Hækkanir ríkisins um áramótin á bensínsköttum komu miklu verr við mína buddu en þessi lamakjötshækkun nú. Lambakjötið vegur núll komma eitthvað prósent í vísitölunni.
Landfari, 19.7.2011 kl. 11:02
Sauðfjárbændur fá svona 430 kr á kílóið af bestu útgáfu DIA af dilkakjöti. Það er dýrasta undirtegund af dýrasta flokki. Nautabændur fá ca 500 kr, og þurfa að keppa við frosið og nýsjálenskt eða írskt, sem meir að segja hefur fengist í Hvolsvelli.
Sjálfur kaupi ég lambakjöt, og hef ekkert við verðið að athuga. En...ég get líka keypt nautakjöt, og svo verksmiðjukjöt af svínum og kjúllum ef ég vil. Það er ekki neinn möguleiki að framleiða lambakjöt á því verði, og ég kalla Jón Inga góðan ef hann getur útskýrt það nánar.
Það er minnsti hluti þess verðs sem neytendur borga, og svo er yfirleitt með landbúnaðarvörur yfirleitt. Verðmyndunin á sér að mestu stað eftir að varan fer frá bónda, en NB, - þar eru einnig mjög mörg störf.
Það er reyndar skrautleg verðmyndun á mörgum kjötvörum, og til gamans hvet ég alla til að finna út verðið á nautatungu (álegg) og skjóta því hér inn, - ég skal þá gefa verðið til framleiðanda. Áskorun, Jón Ingi.
Þeir sem hæst skrækja þegar bóndi fær hækkun vita yfirleitt ekkert um verðmyndunina, né það að þeir sem á eftir bónda kom taka kúfinn af hækkuninni.
Sú verðlagning a sér stað eftir að varan fer frá sláturleyfishafa.
Eðlilegt verð á vænu lambi hjá SS er ca 15.000 kr, sem er ekkert okur. Það er ekkert okurverð á lambakjöti frá framleiðenda hálfu, enda vita það flestir sem eitthvað hafa milli eyrnanna, að fjárbændur eru mikil láglaunastétt. Langt undir meðaltali ASÍ.
Ég þekki þá marga, og veit þess dæmi að menn henda kvittunum úr bókhaldi, svo að þeir lendi ekki í veseni með skattinn, - lágmarkslaunin (sem nefnast reiknað endurgjald og eru ca 1.200 000 á ári) komast ekki fyrir, og þá fá menn skattstjóra fyrir pennavin, þar sem menn eru að lifa á því sem á ekki að vera hægt.
Svona er þetta bara. Og Gylfi Arinbjörnsson skilur þetta ekki. Það væri kannski hægt að leyfa honum að taka mánaðar vöku við sauðburð, og fá 100.000 kr fyrir, hann yrði líklega svolítið syfjaður á eftir, en það breytir engu, hann er kominn í 100 % bull nú þegar.
Jón Logi (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.