16.7.2011 | 11:50
Kann hún að skammast sín ?
Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að samtökin fagni opnun brúarinnar yfir Múlakvísl og hversu hratt og vel verkið hafi gengið.
Hér talar sú sem hvað stóryrtust var eftir hlaupið í Múlakvísl. Málaði andskotann á vegginn og talaði niður þá sem verkið skyldu vinna og hvernig.
Væri ekki ráð að þessi ágæta kona bæðist afsökunar á stóru orðunum... þegar hún augljóslega er farin að sjá að þau voru ýkjur og hræðsluáróður...
Erna...næst skulum við anda með nefinu og tala af yfirvegun.
Stórtjóni var afstýrt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei hún kann það ekki nafni það er orðið löngu ljóst tel ég
Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.7.2011 kl. 11:57
"Nauðsynlegt sé að flýta verkinu, annars stefni ferðaþjónustan hreinlega í gjaldþrot"
Þetta bullaði hún út úr sér hún Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Og svo áttu milljarðar að tapast! þetta er svo mikill hræðsluáróður að hálfa væri nóg!
Friðrik Friðriksson, 16.7.2011 kl. 12:02
Það hættu engir við að ferðast um Ísland...sumir breyttu áætlun. Stóru milljarðayfirlýsingarnar voru rakin þvæla og segja það sem segja þarf.
Jón Ingi Cæsarsson, 16.7.2011 kl. 12:06
Sæll Jón Ingi.
aldrei þessu vant þá erum við nú hjartanlega sammála.
Vonandi verður þú líka sammála mér í einhverjum málum fljótlega.
En ég sagði nú hér við einn svartsýnis- og úrtölubloggarann sem taldi að með þessu liði og þessum steinsofandi rámönnum, þá yrði þess brú ekki tilbúinn fyrr en flugbílar yrðu orðnir almenningseign þannig að þegar brúinn yrði loks tilbúinn þá yrði enginn þörf fyrir hana.
Nei hér eiga ráðamenn, og Vegagerðin sérstaklega og allir verktakar og starfsmenn sem að verkinu komu miklar þakkir skildar.
Vegagerðin hefur margsýnt það að vera dæmi um mjög vel rekið og öflugt Ríkisfyrirtæki, skipuðu topp starfsfólki.
Gunnlaugur I., 16.7.2011 kl. 12:36
Ég varð nú bara ánægjulega hissa á því að heyra hvað ferðaþjónustan hefur gríðarlegar tekjur. Ég vona svo sannarlega að þetta skili sér í ríkiskassann ;)
Sóley Björk Stefánsdóttir, 16.7.2011 kl. 12:37
Það hefur verið mjög sérstakt að lesa ummæli ýmissa manna um að engin skaði hafi veri vegna lokunar á hringveginum og ferðaþjónustan hafi farið fram með frekju og dónaskap með kröfunni um að verkinu yrði hraðað eins og kostur væri. Menn hafa gengið svo langt að fullyrða að ferðamenn fari bara eitthvað á Íslandi ef hringvegurinn er lokaður og allir séu sáttir við það. Þetta er svo mikil vanþekking á eðli þjónustunnar og kröfum, réttindum og væntingum ferðamanna að það er varla svaravert.
Eitt verð ég þó að taka fram, ferðamenn eru ekki pakki sem hægt er að henda á milli eins og einhverjum þóknast, ferðamenn eru mjög vel skipulagðir, búnir að byggja upp væntingar um það sem þeir vilja sjá og upplifa og skipuleggja sína ferð til samræmis við það. Ef þeir ná ekki að upplifa það sem þeirra væntingar stóðu til þá verður gríðarleg óánægja og hugsunin um að betra hefði verið að halda sig heima. Það verður umsögnin um Íslandsferðina. Það er orðspor sem við viljum ekki að festist við Íslandsferðir.
Þórir (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 14:08
Þetta eru nú aldeilis furðuleg skrif hérna hjá greinarhöfundi og í athugasemdum.
Var það ekki "pakkið" í ferðaþjónustunni sem sem sagði að það hlyti að vera hægt að redda brábrigðabrú á viku og að brýnt væri að koma einhverri tengingu strax á, með ferjuflutnigum ef ekki annað.
Það var vegagerðin sem var að tala um allt að tvær til þrjár vikur áður en samband kæmist á milli. Það þótti fyrrnenfnda "pkkinu" ótækt og benti á aðrar leiðir sem gengu eftir.
Hverju á hún að biðjast afsökunar á?
Landfari, 19.7.2011 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.