11.7.2011 | 22:14
Undirstrikar delluna sem við höfum þurft að hlusta á.
Starfsmenn Vegagerðarinnar mættu á svæðið seinni partinn í dag með búnað og efni til þess að hefja smíði nýrrar brúar, sem byrjað verður á nú í kvöld. Þá voru starfsmenn Suðurverks í óðaönn að moka sandi og möl upp að þjóðveginum þar sem flóðið gróf frá og undan honum.
Vegagerðin komin á fullt við að gera bráðabirgðabrú, örfáum klukkustundum eftir að brúin fór. Fyrstu staurarnir reknir niður í kvöld. Allt efni komið á staðinn.
Þetta undirstrikar delluna og kjaftæðið sem hefur dunið á okkur þessa tvo sólarhringa.
Fagmenn að vinna að verkefni af fagmennsku og kunnaáttu.
Delluumræðan bauð upp á ýmsar lausnir sem við munu hafa mikið skemmtanagildi þegar rykið hefur sest og þeir alæstustu hafa tekið lyfin sín og róast.
Sjálfstæðis og Framsóknarþingmenn reyndu að koma flokkspólitísku höggi á stjórnarflokkana með ómálefnalegum hætti og líklega hefur Árni Johnsen átt toppinn í þeirri umræðu. Urðu sjálfum sér fyrst og fremst til skammar.
Sumir meira að segja lögðu svo lágt að halda því fram að það hefði ekki tekið nema nokkra daga að koma á vegasambandi 1996 þegar mannvirkin á Skeiðarársandi hurfu í stórhlaupi.
Það var eins og flest í þessari umræðu var tómt kjaftæði...og kom fram í kvöld að það tók þrjár vikur að koma á vegasambandi eftir þær hamfarir...
Vonandi verður okkur nú hlíft við frekari umræðu sjálfskipaðra brúarsérfræðinga í fjölmiðlum.
Fólksflutningar yfir Múlakvísl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jón Ingi. Ekki gleyma að það þurfti gagnrýni, til að koma þessu í gang!
2-3 vikur var það sem var lagt upp með í pólitísku ríkisfjölmiðlunum! En við skulum gleðjast yfir að gagnrýnin varð til gagns!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.7.2011 kl. 22:47
"Vegagerðin komin á fullt við að gera bráðabirgðabrú, örfáum klukkustundum eftir að brúin fór. Fyrstu staurarnir reknir niður í kvöld. Allt efni komið á staðinn. "
Meinarðu ekki örfáum sólarhringum, Jón.
Svo er nú brúin ekki komin þó byrjað sé á henni en vonandi gengur þetta allt fljótt og vel fyrir sig.
En það er í öllu falli gott að þú ert búinn að taka lyfin þín.
Landfari, 11.7.2011 kl. 23:23
Landfari, það er víst Actavis sem pakkar lyfjaskammtana fyrir Samfylkinguna.
Einar Guðjónsson, 12.7.2011 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.