11.7.2011 | 20:31
Undraverður árangur Íslands.
Undravert væri hversu góður árangur hefði náðst, en ljóst væri að íslenska þjóðin hefði lagt mikið á sig til að ná þeim árangri. Fordæmi Íslands væri mikilsvert til að sýna hvernig ná mætti árangri með markvissum aðgerðum. ( Visir.is )
Angela Merkel sagði þetta orðrétt um árangur íslenskra stjórnvalda í endurreisninni. Ég fékk lánaðan texta frá visir.is til að setja inn með þessari frétt því blaðamenn mbl.is hafa á óskiljanlegan hátt gleymt að setja inn beina tilvitnun í aðalatriði fréttarinnar.
Eins og hér kemur fram sjá allir að árangur okkar er stórkostlegur nema flokkshollir stjórnarandstæðingar og svo rammt kveður að þessu að blaðamenn á flokkmiðlum þeirra sleppa því að segja frá því. En svona er þetta bara....sársauki stjórnarandstöðunnar og fylgismanna hennar er orðin vægast sagt mikill og ég eiginlega hálf vorkenni þeim í eymd sinni.
Jóhanna fundaði með Merkel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi reyndar nokkuð undraverði árángur á Íslandi hefði aldrei náðst hefði Ísland verið fastur aðili að ESB og hand- og fótajárnað með EVRU aðild.
Slíkt hefði aðeins leitt til algjörs neyðarástand og uppreisnarástands eins og ernú í Grikklandi og stefnir í hjá mörgum ríkjum ESB/EVRU samrunans !
Hin dauða hönd ESB/EVRU dauðans fer nú um þessi lönd leiftursnöggt!
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 21:13
Þú ert mikill sérfræðingur Gunnlaugur. Þessi árangur náðist m.a. vegna þess að Ísland er aðili að EES, hann er að hluta til byggður á frystingu krónunnar sem dregur úr skaðanum vegna ónýtrar krónu í bili....en mun ekki halda til margra ára, þannig að lykillinn að áframhaldandi árangri eða að tryggja landinu öruggan gjaldmiðil... Evru eða eitthvað annað sem stendur fastari fótum.
Ef þú ætlar enn að vitna í Grikkaland þá veistu náttúrlega af hverju þeirra vandi er...heimatilbúinn og landið hefði farið lóðbeint á hausinn ef það væri ekki í ESB.
Þér tekst með nokkuð afgerandi hætti að snúa öllu á haus sem þú nefnir í þessum þremur línum.
Jón Ingi Cæsarsson, 11.7.2011 kl. 21:29
sú staðreynd að Merkel var að hrósa íslendingum fyrir niðurskurð var beint að ítalíu... ekki íslandi. Þannig að ég mundi fara verlega með að hrósa ríkisstjórninnni.
Hún stendur sig hörmulega.
Sleggjan og Hvellurinn, 11.7.2011 kl. 21:41
Þessi árangur náðist m.a. vegna þess að Ísland er aðili að EES
Þú hlýtur að vera að grínast. Án EES hefðu íslensku bankarnir ALDREI getað þanið sig út í yfir 12x þjóðarframleiðslu. Þegar mest lét var 25% af áhættu Luxemborgarútibús evrópska seðlabankans vegna svikamyllu íslensku bankanna. Ákvarðanir um þessi viðskipti voru teknar innan evrusvæðisins en ekki á Íslandi.
Það var öðru fremur EES/ESB/EMU/ECB sem voru nauðsynlegar forsendur fyrir því sem síðar átti eftir að verða stærsta fyrirtækjagjaldþrot sögunnar.
öruggan gjaldmiðil... Evru
Pwahahahaha!
Jón Ingi, vinsamlegast útskýrðu hvaða eðlismunur þú telur að sé á evru og krónu í núverand mynd, sem gerir evruna svona miklu "öruggari" að þínu mati.
Athugaðu að ég er að spyrja um eðlismun en hvorki nafngiftina, fjölda notenda, myndskreytingarnar á peningaseðlunum eða litinn á blekinu. Alveg eins og ef ég spyr hver sé munurinn á brunahreyfli og rafmagnsmótor, þá er ég ekki að spyrja hvort til séu fleiri bensínbílar eða rafbílar, eða hvort þeir fyrrnefndu séu fánlegir í fleiri litum eða með betra úrvali aukahluta. Heldur hvað er það sem gerir eitt fyrirbærið í grunnatriðum frábrugðið hinu. Ég geri ráð fyrir að þú þekkir í grunnatriðum muninn á rafmótor og bensínvél en þekkirðu í grunnatriðum muninn á evru og krónu? Eða ertu bara að blása heitri gufu?
Guðmundur Ásgeirsson, 11.7.2011 kl. 22:33
Gunnlaugur.
Þú talar um að það var ekkert upplausnarástand á Íslandi....
http://www.youtube.com/watch?v=UABxqNIuyYc&feature=related
Bara svona til að minna þig á þetta. Og við erum með krónu.
Sleggjan og Hvellurinn, 11.7.2011 kl. 23:12
Hrunið er ekki EES að kenna. Annars væri Noregur hrunið líka. Þeir eru í EES engöngu einsog við Íslendingar.
En munurinn á milli krónu og evru er að evran er nothæfur gjaldmiðill erlendis en ekki krónan.
Það tekur enginn við þessum pappírspésa nema hérna á Íslandi. Sannkallaður Disney gjaldmiðill.
Sleggjan og Hvellurinn, 11.7.2011 kl. 23:17
http://www.youtube.com/watch?v=2z1u7j8-7G0
http://www.youtube.com/watch?v=VtQPlx-_Vts
http://www.youtube.com/watch?v=AQNfEnIhZsM
Hvernig er það Bjarni og co(sleggjan og hvellurinn), er staðan þá í leiks lok 3-1 fyrir Fullveldissinnum í youtube riot videos? Ég held að ég geti nemt fleiri ESB borgir að mótmæla Evru en þú getur nemt Íslenskar borgir að mótmæla Krónu. Hugsaðu þér, þessar þjóðir hafa ennþá Evru, aumingja þær.
Bankarnir léku á ESB/ESS kerfið og fyrir vikuið sitja þjóðir heims, úps ég meina ESB og EES í súpunni. Þó ekki Noregur þar sem þeir sitja á digrum olíusjóðum. Annars Bjarni&co, þá hafa kínverjar verið að kaupa upp evrur og skuldir ESB og orðið stæsti spákaupmaður á markaðnum í dag, hvað verður um evruna ef kommarnir í Peking dettur í hug heims yfirráð eða dauði? "death to the Euro(-pian)"-(The three johns 1986) Og sennilega er ekki verið að tala um menn heldur verðlausan skeinipappír
Brynjar Þór Guðmundsson, 11.7.2011 kl. 23:40
Sleggjan: Hrunið er ekki EES að kenna.
Hárrétt, það væri allt of mikil einföldun að halda því fram. Ég er hinsvegar að benda á að þetta var stór hluti af grundvellinum fyrir útrás bankanna. Eins og sum önnur verkfæri var það misnotað. En sá "árangur" sem um er að ræða í fréttinni er alls ekki EES að þakka sérstaklega. Langstærsti einstaki þátturinn sem hafði áhrif á hvernig unnið var úr hruninu voru neyðarlögin, og ég vil meina að sá næst stærsti hafi verið þrýstingur frá almenningi (búsáhaldabylting, kröfur um þjóðaratkvæði, o.fl.). Hvorugt má rekja til EES heldur eiga sér innlendar rætur og í mörgum tilvikum hefur málflutningur snúist upp í efasemdir um hvort þetta eða hitt samræmist EES. Það er því bæði hægt að finna dæmi þar sem EES hefur komið að gagni og líka þar sem það flækist fyrir.
evran er nothæfur gjaldmiðill erlendis en ekki krónan
Ekki ef þú ferð til Bandaríkjanna, þar notarðu dollara en ekki evrur. Hvers vegna skiptir það máli hvort einhverjir aðrir nota þennan eða hinn gjaldmiðil? Tilgangurinn með ríkisgjaldmiðli er að þjóna þörfum þegna viðkomandi ríkis til að eiga viðskipt sín á milli eftir þeim leikreglum sem þar gilda. Ekki nota Evrópubúar dollara til að kaupa í matinn og ekki nota Bandaríkjamenn yen eða rúblur þegar þeir kaupa sér bíl eða hús, svo dæmi séu tekin. Það væri gaman að sjá einhver haldbær rök fyrir því afhverju notkun íslenskrar krónu erlendis er eitthvað lykilatriði í sambandi við efnahagslega velferð hér innanlands.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.7.2011 kl. 23:58
þú getur farið til USA og skipt evrur í dollar.
eða farið með dollar til evrópu og skipt í evrur.
Þú getur ekki farið með krónur til USA eða ESB og skipt þeim í annan gjaldmiðil. Vegna þess að það vill enginn snerta þennan gjaldmiðil.
Sleggjan og Hvellurinn, 12.7.2011 kl. 12:18
svo er ákveðin munur á evru og krónu að krónan er í höftum og er með tvöfalt gengi.
Eitt gengi á aflandskrónum erlendis og eitt gengi fyrir disneyland.
Sleggjan og Hvellurinn, 12.7.2011 kl. 12:23
Ef bíll* sem kostar í dag eina milljón, kostar tvær milljónir eftir sex mánuði, meðan laun hækka nákvæmlega ekki neitt á sama tíma eða í mesta lagi um fáein prósent, hefur það ekki áhrif á efnahagslega velferð?
*Sömu spurningu má spyrja um hvaða innfluttar vörur sem er og ef horft er á innlenda framleiðslu er hún að stórum hluta háð innflutningi s.s. á eldsneyti, byggingarefni, vélum, tækjum o.s.frv.
Theódór Norðkvist, 12.7.2011 kl. 15:47
Sleggjan: Þú getur ekki farið með krónur til USA eða ESB og skipt þeim í annan gjaldmiðil.
Þá er lausnin einföld, þú ferð í banka á Íslandi og kaupir dollara ef þú ert á leið til USA eða evrur ef þú ert á leið til Evrópu. Þetta hef ég gert í öll þau skipti sem ég hef þurft á því að halda og sé ekki hvað er vandamálið. Hvers vegna væri það eitthvað betra að taka með sér krónur til útlanda og skipta þeim þar, en að gera það hérna?
Vegna þess að það vill enginn snerta þennan gjaldmiðil.
Burtséð frá þessari órökstuddu fullyrðingu, þá er vissulega rétt að erlendar fjármálastofnanir eru lítið sem ekkert að bjóða upp á viðskipti í krónum um þessar mundir. Líklega vegna þess að:
krónan er í höftum og er með tvöfalt gengi
En það er pólitísk ákvörðun um þær leikreglur sem gilda um viðskipti með krónur. Þetta hefur hinsvegar ekkert með eðli gjaldmiðilsins að gera og eru því engin rök fyrir því að einhver eðlismunur sé á krónu og evru. Evrópskir stjórnmálamenn gætu alveg eins ákveðið að setja gjaldeyrishöft á evruna ef þeim dytti það í hug, og að því leyti er evran akkúrat ekkert öðruvísi en krónan. Ég er ekki að halda því fram að þetta sé líklegt, aðeins að benda á að það er ekki bundið við hvað gjaldmiðillin heitir.
Eitt gengi á aflandskrónum erlendis og eitt gengi fyrir disneyland.
Vissulega er ekki gott að hafa gjaldeyrishöft eða tvöfalt gengi. Hinsvegar stendur til að afnema það fyrirkomulag. Ekkert kemur í veg fyrir að það sé gert þó við séum með krónuna, enda er það einmitt það sem áætlun Seðlabankans gengur útfrá. Gjaldeyrishöftin eru, eins og áður sagði pólitísk ákvörðun sem var afleiðing af því að 90% bankakerfisins fór á hausinn en ekki vegna þess hvað gjaldmiðillin heitir. Gjaldmiðlar taka ekki pólitískar ákvarðanir, heldur eru það stjórnmálamenn sem gera það. Gjaldeyrishöft hafa því nákvæmlega ekkert að gera með það hvort eðlismunur sé á evru og krónu.
Theódór: kostar í dag eina milljón, kostar tvær milljónir eftir sex mánuði, meðan laun hækka nákvæmlega ekki neitt
Þetta er það sem kallast verðbólga sem er ekkert annað en pólitísk ákvörðun og ætti að afnema, allt tal um hvort sé mikil eða lítil verðbólga er aðeins til glepja ykkur þegar það sem myndi best þjóna hagsmunum þorra almennings væri einfaldlega að hafa enga verðbólgu heldur stöðugt verðlag. Á evrusvæðinu er líka verðbólga, þó hún sé vissulega ekki eins mikil og stundum hefur verið á Íslandi. Reyndar er verðbólga í flestum ef ekki öllum ríkjum sem hafa samskonar fyirkomulag á útgáfu gjaldmiðils og er víðast hvar á vesturlöndum. Allt tal um að verðbólga sé mismikil hér og þar er bara til að plata ykkur til að halda að verðbólga sé óhjákvæmileg.
Staðreyndin er þessi: Krónur, Frankar, Evrur, Dollarar, Yen og hvað það nú heitir allt saman og sama frá hvaða landi það kemur, eru allt saman pappírsgjaldmiðlar sem eru gefnir út af miðstýrðum brotaforða-seðlabanka, og hafa nákvæmlega ekkert verðgildi nema það sem útgefandinn ákveður og framfylgir þannig að ef þú ferð ekki eftir þeim lögum og reglum sem ríkisvaldið setur hefur það heimild til að beita þig valdi og varpa þér í fangelsi. Á vesturlöndum kemur þetta yfirleitt fram þannig að almenningi er gert skylt að greiða skatta með ríkisgjaldmiðlinum, sem skapar eftirspurn eftir honum í skiptum fyrir raunverðmæti (vöru og þjónustu), og þannig öðlast hann verðgildi, sem bein afleiðing af boðvaldi ríkisins. Þetta er grundvallareðli allra þeirra gjaldmiðla sem hér um ræðir og ótal annara sem eru í umferð.
Spurning mín var einföld: "vinsamlegast útskýrðu hvaða eðlismunur þú telur að sé á evru og krónu í núverand mynd, sem gerir evruna svona miklu "öruggari" að þínu mati"? Hér hafa mætir menn sett fram það sem þeir virðast halda að svari þessari spurningu þó það geri það í raun alls ekki. Ég hef margoft og ítrekað reynt að fá svör um það frá aðdáendum evrunnar hvort nokkur eðlismunur sé á evrunni og krónunni og ef svo er hver hann sé þá? Af þeim sem hafa á annað borð treyst sér til að reyna hefur engum tekist að svara öðruvísi en að koma upp um algjöra vanþekkingu sína í því hvað gjaldmiðill er í raun og veru og hvernig hann er gefinn út.
Allt tal um að taka upp á evru á Íslandi á sér eingöngu pólitískar rætur og að reyna að sykurhúða það með haldlausum fullyrðingum um að einhver eðlismunur sé á þessum gjaldmiðlum er aðeins til að selja ykkur blekkinguna greyin mín. Þegar það er skoðað ofan í kjölinn þá jafngildir það að vilja taka upp evru í raun og veru viðurkenningu á því að þeir sem gefa út krónuna séu ekki verkefninu vaxnir. En ef horft er til Evrópu sést glögglega á atburðum líðandi stundar að sama vandamál er á ferðinni þar. Vandamálið mun því ekki leysast með því að skipta vanhæfum útgefendum gjaldmiðils út fyrir aðra vanhæfa úgefendur, heldur getur eingöngu náðst með því að fela útgáfu gjaldmiðilsins einhverjum sem hefur hugrekki og þor til að taka upp eitthvað annað fyrirkomulag en þetta glæpsamlega ónýta brotaborðakerfi.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.7.2011 kl. 18:27
P.S. Svo það fari ekki á milli mála þá þýðir "annað fyrirkomulag en brotaborðakerfi" eftirfarandi: 1) Ekki evra 2) Ekki dollar 3) Ekki króna í núverandi mynd og 4) enginn af ótalmörgum öðrum brotatorðagjaldmiðlum heimsins. Heldur eitthvað nýtt sem lýtur allt öðrum lögmálum. Ef ég reyni að nota myndlíkingu þá er ég sko alls ekki að tala um að skipta út Toyotu fyrir Nissan (krónu/evru), heldur miklu róttækara eins og að skipta úr bensínbíl yfir á rafmagnsbíl. Við þurfum á því að halda.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.7.2011 kl. 18:35
Guðmundur.
Það virðist vera margt bara pólítiskt ákvörðun... kannski eiga pólítikusarnir bara að banna kreppu. það væri lausn :)
"Þetta er það sem kallast verðbólga sem er ekkert annað en pólitísk ákvörðun og ætti að afnema" já ahverju segjiru ekki Mugabe frá þessu. Í zimbabwe er 100000% verðbólga. Ætti bara að taka ákvörðun og afnema þetta.
Sú staðreynd að það er engin EÐLISmunur á krónu og evru þá eru það engin rök fyrir að halda krónunni. Ég hef (og flestir) góðan skiling um hvernig gjaldmiðill virkar.
Lítill gjaldmiðill er viðkæmur fyrir skortsölu og árás frá vogunarsjóðum og fjárglæframönnum (höfum nýlega reynslu af því) Evran er stöðugari vegna þess að fleiri nota hana og það er því erfiðara að gera árás á evruna..
Sleggjan og Hvellurinn, 12.7.2011 kl. 19:44
Það virðist vera margt bara pólítiskt ákvörðun... kannski eiga pólítikusarnir bara að banna kreppu. það væri lausn :)
Flest af þessu er nefninlega einmitt bara pólitísk ákvörðun! Sú ákvörðun að yfir höfuð gefa út gjaldmiðil er pólitísk. Sú ákvörðun að gefa út of mikið af peningum of hratt og skapa þannig verðbólgu, er líka pólitísk. Enn fremur er það pólitísk ákvörðun að leyfa einkaaðilum að fara með þetta vald, eins og nú er gert að langmestu leyti. Og hvort sem menn er meðvitaðir um afleiðingar pólitískra ákvarðana eða ekki þegar þær eru teknar, þá eru það samt sem áður pólitískar ákvarðanir.
Miðað við asnaskapinn sem ríður þökum á stjórnarheimilinu kæmi mér ekki á óvart ef reynt yrði að banna kreppuna. Það var meðal annars reynt að hluta til með þeim forsendum sem lagðar voru fyrir nýgerðum kjarasamningum og fólu meðal annars í sér skilyrði um Íslandsmet í lágri verðbólgu og að gengi krónu verði eins og það var fyrir hrun. Að sjálfsögðu var óraunhæft að búast við því að þetta myndi verða að veruleika með núverandi stjórnendur, enda eru forsendurnar þegar brostnar.
ahverju segjiru ekki Mugabe frá þessu. Í zimbabwe er 100000% verðbólga. Ætti bara að taka ákvörðun og afnema þetta.
Það er nákvæmlega það sem þeir eru búnir að gera! Í Zimbabwe er verið að undirbúa upptöku nýs gjaldmiðils sem verður verðtryggður með gulli og demöntum, sem landið er ríkt af, og sá gjaldmiðill gæti hæglega orðið einn sá traustasti í heimi þar sem mörghundruð ára empírisk sönnunargögn er að finna í mannkynssögunni fyrir því að til lengri tíma er gull það sem best heldur verðgildi sínu. Ég myndi frekar vilja fá launin mín greidd í gulli og demöntum en verðlausum pappírsdollurum eða euro-disney. Hér á Íslandi gæti slík baktrygging verið í kílówattstundum og þorskígildum, sem eru okkar verðmætustu framleiðsluvörur, svo dæmi sé tekið, og reyndar á SÍ tvö tonn af gulli líka sem miðað við höfðatölu er talsvert yfir heimsmeðaltali. Í Zimbabwe, alveg eins og allsstaðar þar sem notað hefur verið brotaforðakerfi, þá er það pólitísk ákvörðun að gefa út allt of mikið af peningum. Þú afnemur ekki ranga ákvarðanatöku öðruvísi en að breyta því hvernig þú tekur ákvarðanir.
Þú getur aldrei útrýmt kreppum með peningastefnu einni saman, því ef við erum ekki eins dugleg að framleiða verðmæti og áður þá er það sjálfum okkur að kenna en ekki gjaldmiðlinum. En sá eða þeir sem hafa völdin til þess geta hinsvegar hæglega ákveðið að afnema kerfisbundið fyrirkomulag sem þeir sjálfir eða forgöngumenn þeirra komu á í fortíðinni og leiðir óhjákvæmilega og sjálfkrafa til verðbólgu, algjörlega að óþörfu og almenningi til vansa.
Ef þú efast um að verðbólga sé afleiðing pólitískra ákvarðana, þá vil ég hvetja þig til að kynna þér samkomulag forsætisráðherra og Seðlabankans frá 2005 um verðbólgumarkmið (tengill hér), þar sem kveðið er á um að stefnt skuli að 1-4% verðbólgu. Veltu því svo lengi og vandlega fyrir þér hvers vegna stefnt er að því að hafa verðbólgu yfir höfuð, eða hvers vegna er ekki stefnt að því að hafa hana 0%, eða jafnvel neikvæða sem kæmi sér vel fyrir verðtryggða lántakendur? Veltu því svo fyrir þér hvaða hagsmunum það þjónar að hafa yfirhöfuð verðbólgu. Vísbending: það þjónar ekki hagsmunum almennings, og ekki endilega hagsmunum stjórnvalda, heldur fyrst og fremst þeirra sem eru næst uppsprettu peninga í kerfinu. Ef þú náðir því ekki hverjir það eru þá kemur það fram hér ofar í textanum og þú þarft að bara að lesa hann yfir aftur, með athygli í þetta sinn.
Sú staðreynd að það er engin EÐLISmunur á krónu og evru þá eru það engin rök fyrir að halda krónunni.
Að sama skapi eru það heldur engin rök fyrir því að taka upp evruna. Við höfum nú þegar samskonar gjaldmiðil, og ef við ætlum að breyta því þá gerum við það einmitt alls ekki með því að taka upp evru.
Ég hef (og flestir) góðan skiling um hvernig gjaldmiðill virkar.
Með fullri virðingu, og án þess að ég sé að gagnrýna viðmælandann á nokkurn hátt persónulega, þá er í besta falli misskilningur að "flestir" hafi góðan skilning á því hvernig gjaldmiðill virkar. Hvergi er fólki neitt kennt um það í grunnskóla, menntaskóla, né háskóla og jafnvel ekki í hagfræðinámi. Útskrifaðir hagfræðingar hafa margir hverjir engan skilning á því hvað gjaldmiðlar eru í raun og veru, heldur láta bara eins og þeir séu einhver lítt skilgreind fyrirbæri sem hafi fallið af himnum ofan. Auk þess er það því miður svo að margir sem telja sig vita hvað gjaldmiðlar eru og hvernig þeir virka, hafa í raun og veru ekki hundsvit á því. Samt segjast allir vita það, nákvæmlega eins og allir segjast vera góðir ökumenn, þó einfalt reikningsdæmi sýni að helmingur þeirra hljóta að vera verri ökumenn en hinn helmingurinn.
Lítill gjaldmiðill er viðkæmur fyrir skortsölu og árás frá vogunarsjóðum og fjárglæframönnum (höfum nýlega reynslu af því)
Bretland hefur líka sömu reynslu, þó nokkuð lengra sé síðan. Ertu að gefa í skyn að breska pundið sé "lítill gjaldmiðill" og ómerkilegur? Það er enginn ónæmur fyrir árás ef þungi árásarinnar er nógu mikill, og ég hef aldrei heyrt um að menn taki ákvarðanir um árásir byggðar á því hvernig litaðir pappírsmiðar eru í umferð hjá fórnarlömbunum. Ef menn ætla að ræna þig þá reyna þeir það, ef kúbein er hentugt verkfæri þá nota þeir það, ef gjaldmiðill er hentugt verkfæri þá nota þeir það. En það þýðir ekki að gjaldmiðillinn sé orsökin, frekar en kúbeinið. Hinsvegar eru fyrirbæri eins og "skortsala" og "árásir vogunarsjóða" einfaldlega afleiðingar þess að vera með kerfi sem leyfir slíka starfsemi og gerir hana beinlínis arðbæra. Með öðruvísi kerfi, þar sem slík starfsemi væri ekki arðbær, þá væri hún um leið tilgangslaus og þar af leiðandi ekki fyrir hendi. Hvort við höfum kerfi sem leyfir eða bannar rányrkju, er að sjálfsögðu pólitísk ákvörðun eins og allt sem hér um ræðir.
Evran er stöðugari vegna þess að fleiri nota hana og það er því erfiðara að gera árás á evruna..
Samt er verið að gera "árásir" á evruna núna. Alveg á fullu ef þú skyldir ekki hafa tekið eftir því. Á sama tíma er enginn að gera árás á krónuna! Hvað veldur?
Og ef þú ætlar að svara með því að segja: "gjaldeyrishöft". Þá ertu einfaldlega búinn að átta þig á því hvernig hægt er að verjast slíkum árásum. Til hamingju! ;)
Auðvitað eru höft slæm ef þau eru of ströng eða vitlaust útfærð, en skynsamlega útfærð eru þau ekki endilega vond frekar en aðrar reglur, og stundum eru þau beinlínis nauðsynleg. Af sömu ástæðu og við myndum ekki vilja leyfa innflutning á milljón skurðgröfum til Íslands (99% þeirra yrðu til ógagns) þá ætti að sama skapi ekki að leyfa óhóflega fjármagnsflutninga mikið umfram það sem skynsamlegar þarfir þjóðfélagsins krefjast. Þrátt fyrir að hafa ítrekað kallað eftir því hefur aldrei neinn getað útskýrt fyrir mér afhverju gerviverðmæti eiga endilega að geta ferðast meira greiðlega yfir Atlantshafið en raunverðmætin sem til stendur að versla fyrir þau. Við höfum umferðarreglur fyrir bifreiðar, skip, flugvélar, og enginn hefur getað útskýrt hversvegna ættu ekki að vera neinar umferðarreglur fyrir peninga?
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2011 kl. 19:14
þetta eru athyglsiverðir punktar hjá þér guðmundur
ég þakka fyrir þetta. ætla að skoða þetta.
Sleggjan og Hvellurinn, 13.7.2011 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.