Umræðan er hreint galin.

Innanríkisráðuneytið segir, að verið sé að undirbúa að selflytja fólk, bíla og varning yfir Múlakvísl þar sem brúin fór í hlaupi aðfaranótt laugardags. Innanríkisráðuneytið hefur falið Vegagerðinni að ganga frá samningum um slíka flutninga.

Ég hef heyrt ýmsar frábærar hugmyndir í morgun. Toppskornir gámar, rör sem hægt væri að keyra í gegnum...og m.m.fl.

Mér dettur ýmislegt í hug t.d. mætti útbúa svifbraut þar sem sterkir vírar væru lagðir yfir ána og fjórum krókum væri síðan húkkað í hvern bíl og hann rynni yfir eins og drekka vatn.

Líka mætti malbika Fjallabaksleið nyðri og setja þar upp eldsneytisstöðvar...þetta þyrfti ekki ekki að taka nema tvo til þrjá daga.

Nei...nei.... auðvitað er ég bara að bulla...eins og margir aðrir þessa dagana.

Ísland er land náttúrhamfara. Það er staðreynd og við verðum að skilja það. Auðvitað brúar enginn jökulfljót með einhverjum hókus pókusaðferðum. Hver ætlar að bera ábyrgð á að mannvirki sem hróflaði væri upp hryndi í flauminn .... með tilheyrandi hörmungum.?

Ég treysti Vegagerðinni til að leysa þessi mál á þeim hraða sem þarf til að öllu öryggi sé fullnægt.

ég treysti þeim t.d. heldur betur en Árna Johnsen sem er einn þeirra þingmanna sem mæta og rugla tóma vitleysu í fjölmiðlum.

Hvert er umræðan að fara á Íslandi ??...

Það er ekki einusinni skemmtilegt að hlusta á alla sjálfskipuðu verkfræðingana leysa þessi mál í fjölmiðlum daglega.


mbl.is Ætla að selflytja fólk yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Ingi. Það var nú þetta hyggjuvit og úrræða-útsjónarsemi hjá almenningi sem byggði upp háskólana fyrir verkfræðingana, og velferðarkerfið í landinu, ekki gleyma því.

Verkfræðingar ríkistjórnarinnar gátu einu sinni skilið á ábyrgan hátt, hversu óábyrg Landeyjarhafnar-framkvæmdin var. Það var ekki hlustað á hyggjuvit né dómgreind almennings, sem vöruðu við þessu feigðarflani, sem komið hefur á daginn, að var rétt viðvörun. Það er ekki góð auglýsing fyrir þá ríkisstjórnar-verkfræðinga sem lögðu blessun sína yfir þær framkvæmdir á sínum tíma. 

Og ef ég man rétt, þá vildi Árni Johnsen fara aðrar leiðir í samgöngubótum til Eyja á sínum tíma. En kannski misminnir mig í þeim efnum, og þá biðst ég afsökunar á þeirri fullyrðingu. 

Það er dýrt fyrir gjaldþrota þjóðarbú að hafa gjaldeyristekju-stofn/vegasamband ferðaþjónustunnar lokaða í langan tíma yfir há-annatíma, með rofnu vegasambandi.

Gjaldeyrisskortur er stærsti vandi Íslands. Þess vegna er AGS með sína spilltu svartabrasks-fingur í öllum málum á Íslandi!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.7.2011 kl. 14:19

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Afsakið villuna. 

Verkfræðingar ríkisstjórnarinnar gátu ekki einu sinni skilið...    

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.7.2011 kl. 14:24

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Árni johnsen vildi gera göng til eyja :)

Óskar Þorkelsson, 11.7.2011 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818227

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband