Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri.

 

http://www.akureyri.is/media/vefmyndir/akureyri/Std-lokag.pdf

Í lok kjörtímabilsins skilaði umhverfisnefnd Akureyrar af sér endurskoðaðri útgáfu Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri.

Í upphafi aldarinnar stóð þetta staðardagskrárstarf með miklum blóma í mörgum sveitarfélögum en seinni ár hefur farið eins oft gerist á Íslandi, áhuginn dalar, fjárframlög eru skorin niður og síðan fá verkefnin hægt andlát í hverju sveitarfélaginu af öðru. Svo hefur farið og þetta starf sem var svo sýnilegt og kröftugt hefur látið mjög á sjá og það eru ekki mörg sveitarfélög sem eru að vinna samkvæmt þessar áætlun og áformum.

Hér á Akureyri hefur þó verið reynt að uppfæra og hafa ætíð til taks verkefni og leiðarljós sem unnið er að. Því miður er þetta starf í mikilli kyrrþei og áhugi bæjarfulltrúa, margra hverja, er afar takmarkaður. Því miður hefur síðan þátttaka hins almenna borgara fjarað út og verkefnið orðið skrifstofuverkefni á bæjarskrifstofnum. Því þarf að breyta ef takast á að lífga þetta starf við á ný og það þarf líka að koma til skilningur ráðuneyta og hins opinbera auk þess sem ríkisvaldið þarf að hafa til reiðu fjármagn sem notað væri til yfirumsjónar og stjórnunar þessa verkefnis.

Hvort núverandi meirihluti hefur skilning og áhuga á þessu verkefni og þeirri sýn að efla það þarf að koma í ljós. En meira þarf til, það verður að kveikja áhuga ráðuneytis umhverfismála á þessu verkefni og mikilvægi þess að starfað sé með markvissum hætti í sveitarfélögunum að umhverfismálum. Nokkur nýleg ljót dæmi ættu sannarlega að vekja okkur til lífins og brýna okkur til átaka og framsýni.

Hér eru nokkur verkefni sem fráfarandi umhverfisnefnd gekk frá fyrir ári síðan og gaman væri að skoða framgang þeirra hjá núverandi meirihluta. Fróðlegt væri að merkja við hvað það er sem L-listinn hefur unnið samkvæmt samþykktum bæjarstjórnar.

Fráfarandi umhverfisnefnd samþykkti svohljóðandi bókun á fundi 29. apríl 2010:

Umhverfisnefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki endurskoðaða verkáætlun fyrir Staðardagskrá 21 fyrir

Akureyri. Grunnur er sú Staðardagskrá sem samþykkt var fyrir Akureyri árið 2006 og sérstök dagskrá sem unnin hafði verið í Hrísey. Nefndin leggur til að á næsta kjörtímabili verði unnin ný Staðardagskrá meðþátttöku sem flestra bæjarbúa og víðtæku samráði innan bæjarkerfisins. Vinnan taki einnig til Grímseyjar,þar sem ekki liggur fyrir sérstök Staðardagskrá.

1. júní 2010 Upplýsingar um svifryk

1. ágúst 2010 List- og verkgreinar

1. október 2010 Reglur um íbúakosningar

1. september 2010 Óshólmar, verndarsvæði II

1. nóvember 2010 Vöruskiptadagur og nytjamarkaður

1. nóvember 2010 Flokkun heimilissorps

1. nóvember 2010 Dagur umhverfisins í skólum

1. janúar 2011 Fjölbreytni í frístund/vistun

1. febrúar 2011 Reglur um íbúaþing

1. mars 2011 Glerárdalur, gróðurkort

1. apríl 2011 Umhverfisskilmálar í útboðum

1. apríl 2011 Siðgæðisvottaðar vörur

1. janúar 2012 Stuðningur við örsnauð samfélög

1. maí 2012 Grænfáninn

1. október 2011 Engir bílar í lausagangi

1. október 2011 Evrópska samgönguvikan

1. október 2011 Flóttafólk

1. október 2011 Rafrænar kosningar

1. ágúst 2011 Endurheimt Hundatjarnar

1. ágúst 2011 Óshólmar, verndarsvæði I

1. september 2011 Glerárdalur, urðunarstaður og efnistökusvæði

1. september 2011 Áburðarnotkun

1. desember 2011 Sjálfbær þróun, gátlisti

1. janúar 2012 Landvarsla

1. júní 2012 Upplýsingabanki um náttúrufar

1. ágúst 2012 Lífrænt ræktuð matvæli I

1. september 2012 Krossanesborgir, fólkvangur

1. október 2012 Skógarkerfill og aðrar óæskilegar plöntutegundir

1. október 2012 Græn ferðamennska

1. desember 2012 Framhaldsskólar og félagasamtök

1. desember 2012 Verndun lífríkis og jarðmyndana innan byggðar

Árlega: Lífrænt ræktuð matvæli II

Árlega: Nytjajurtir og kartöflugarðar

Hrísey:

1. júlí 2010 Matjurtargarðar

1. ágúst 2010 Flokkunarstöðvar

1. ágúst 2010 Flokkun sorps

1. janúar 2011 Áætlun um fráveitumál

1. janúar 2011 Hámarkshraði ökutækja

1. mars 2011 Lífræn ræktun

1. júní 2011 Upplýsingaskilti (höfnin)

1. desember 2011 Sjálfbær ferðaþjónusta

1. ágúst 2012 Upplýsingamiðstöð

1. ágúst 2012 Upplýsingaskilti (gönguleiðir)

1. september 2012 Úrgangur frá fyrirtækjum.

1. október 2012 Göngustígar

1. október 2012 Skógarkerfill og aðrar óæskilegar plöntutegundir

Árlega: Hreinsun (almenn)

Árlega: Hreinsun (strandsvæði)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband