10.6.2011 | 15:45
Ósmekklegar ófrágengnar gámastöðvar.
Gámastöðvar sem L-listinn lét koma fyrir víðvegar um bæinn eru bæði illa staðsettar sumar hverjar, gámarnir sem notaðir eru skærgrænir beyglaðir og lýti á umhverfinu og síðan er umgengni og umhirða utan þess lágmarks sem verður að krefjast af þeim sé sjá um verkefnið.
Ekki hefur verið gengið í að deiliskipuleggja þessar stöðvar og þær á vafasömu bráðabirgðaleyfi sem ekki virðist eiga að ganga frá.
Síðasta aðgerð að fara í að smíða umhverfis gámana er tilraun til að hylja þessa hörmung sem þó gengur heldur illa. Að það skuli vera gert á kostnað skattgreiðenda á Akureyri, utan útboðs auk þess sem Akureyrarbær greiddi fyrir eftirlit og umhirðu síðast vetur og hræddur er ég um að það verði áfram. Þessi smíðavinna ætti að reka enn frekar á eftir því að bæjaryfirvöld láti ganga frá deiliskipulagi með formlegum hætti og leyfi bæjarbúum að segja sína skoðun á þessu handverki og framkvæmdum.
Ég trúi því reyndar að þessar gámastöðvar séu ekki komnar til að vera og þessari framkvæmd verði breytt um leið og stjórnmálaöfl með metnað komast til valda. Ég ætla ekki einu sinni að gera ráð fyrir að L-listinn sýni nokkuð í þá áttina.
En að lokum. Þessar stöðvar eru lýti á Akureyri, þeim er víða illa fyrirkomið, t.d. á skólalóð Síðuskóla og til stendur að færa innbæjarstöðina að Laxdalshúsi auk þess sem stöðin í Giljahverfi er víðsfjarri flestum íbúum þess hverfis. Að Akureyringum sé síðan ætlað að bera úrganginn frá heimili sínu langar leiðir er svo önnur saga og áður rædd og endurspeglar það virðingar og metnaðarleysi sem einkennir stjórnarfar núverandi meirihluta á Akureyri.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818824
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Jón Ingi,
ég hef filst með þessum skrifum þínum um gámastöðvar á Akureyri og get ekki sleft því að skrifa smá um þessi mál, en staðan er sú að svona hefur ástandið verið og verra hér í Hrísey í annsi mörg ár og það jafnvel í stjórnartíð samfilkingar og sjálfstæðis.
Gámastöðvar hafa verið færðar til eftir hentuleika og það er ég viss um að það eru engin leifi fyrir þeim, hvorki í tíð núverandi meirihluta né þeirra sem voru við stjórnvöllin á undanförnum kjörtímabilum.
Hér má sjá myndir að dæmigerði gámastöð í Hríey eftir sunnan gust
http://gisli.123.is/blog/record/516290/Gísli Einars. (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.