Sýndarveruleiki NEI manna afhjúpaður.

 

Íslendingar hafa þrjá mánuði til að greiða Bretum og Hollendingum innistæðutryggingar vegna Icesave. Þetta er niðurstaða Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) sem send var Íslendingum í dag. 

Eftirlitsstofnunin (ESA) hefur nú kveðið upp úr með að Íslandi beri að greiða Bretum og Holllendingum Icesaveskuldina. Við fáum þriggja mánaða frest til að ganga frá því máli... annars verður höfðað mál gegn landinu og sagan segir okkur að yfir 90% mála sem fara fyrir dómstólinn falla á sama veg og eftirlitsstofnun hefur úrskurðað.

NEI menn geta kannski upplýst okkur JÁ menn hvar þeir ætla að taka þessar upphæðir á einu bretti og greiða innan þessara þriggja mánaða. Þeir stóðu fyrir því að samningurinn sem gaf okkur 7 ára frest var felldur og hinn bitri raunveruleiki er að við erum samningslaus og eigum að borga fyrir haustið.


mbl.is Þriggja mánaða Icesave-frestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Jón, að sjálfsögðu fer málið fyrir dómstóla eins og við Nei fólk vildum, ESA er ekki endanlegur dómstóll.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.6.2011 kl. 11:03

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ekki dómur heldur álit. ESA er ekki dómstóll heldur eftirlitsstofnun.

Álit stofnunarinnar er að greiða skuli u.þ.b. helminginn af því sem er til í þrotabúi Landsbankans. Skilanefndin mun væntanlega fara létt með það.

En ef niðurstaða EFTA-dómstólsins yrði að ríkinu beri að ábyrgjast þá greiðslu væri það merkilegt, því þá brýtur EES-samningurinn líklega í bága við stjórnarskrá.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2011 kl. 11:06

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þetta er álit frá álitsgjafa en ekki dómur dómstóls

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 10.6.2011 kl. 11:08

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eins og ég segi...það er nánast óþekkt að EFTA dómstólinn snúi málum frá ESA. .... ég get líka unnið í lottó..en ég ætla ekki að byggja framtíðarplön mín á því.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.6.2011 kl. 11:14

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skilanefndir eru að ljúka störfum samkvæmt Árna Páli vini þínum.  Ekkert úr vegi að fara að greiða þetta.  Álit þessarar eftirlitsstofnunnar er enginn stóridómur, enda hafa þeir ekkert umboð til þess. Esa ákveður ekki hvort farið verður í dómsmál heldur kröfuhafar.Það er svo vert að minnast á að enn hefur engin formleg krafa verið birt, þótt menn hafi verið svo gírugir aðsamþykkja ábirgð á henni óbirtri.

Það er stórmerkilegt að þú skulir ekki enn skilja grunndvallaratriði þess að hafna ríkisábyrgðinni. Hún var spurning um fordæmmisgildi til framtíðar. Þú hefðir væntanlega viljað festa þá hefð að láta skattborgara bera ábyrgð á glæpastarfsemi einkafyrirtækja eða hvað?

Þrælslundin er greinilega ekki þrotin á þessum bænum.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.6.2011 kl. 11:19

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sættu þig við það að hafa haft rangt fyrir þér í nánast öllu, sem þú hefur sett frá þér fram að þessu og því fyrr mun þér líða betur og öðrum í kringum þig. Það hlýtur að vera svakalegt að umgangast svona þverhaus og hrokagikk. Nema að þú sért alveg einn og einangraður. Kæmi mér ekki á óvart.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.6.2011 kl. 11:21

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eins og ég segi... ef EFTA-dómstóllinn staðfestir þetta álit þá er það heldur ekki skuldbindandi því þar með væri EES-aðild Íslands líklega ógild hvort sem er.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2011 kl. 11:25

8 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sæll Jón - þjóðaratkvæðagreiðslan sýndi að við samþykkjum ekki að þetta sé skuld almennings á Íslandi, heldur að þetta séu skuldir fárra einstaklinga og þjóðin á ekki að borga fyrir þá.........

Eignasafn þeirra stendur á bak við þessa skuld og skilanefnd kemur til með að taka á þessu máli.........

Að sjálfsögðu skella já-sinnar þessu upp í fyrirsagnastíl til að gera enn eina tilraunina til að koma því inn hjá þjóðinni að við hefðum átt að sýna undirlæjuhátt og borga bara...........

- það var vitað mál að ESA myndi hóta okkur, ef þeir stefna okkur (og ég segi ef, því ég er ekki viss um að þeir þori það) þá verður málið rekið fyrir íslenskum dómstólum og þegar við vinnum það mál, er nokkuð víst að það hriktir verulega í undirstöðu fjármála í henni evrópu og ég er ekki viss um að þeir vilji taka þann slag...........

Eyþór Örn Óskarsson, 10.6.2011 kl. 11:27

9 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þetta mál fer aldrei til dómstóla. ESB mun aldrei leyfa íslenskum dómstólum að kveða upp úrskurð um þessa ríkisábyrgð. Þess vegna þurfum við ekki að hafa áhyggjur.

En er ekki betra að bíða eftir kröfugerðinni áður en menn fara á taugum yfir 90 % reglu EFTA dómsstólsins?

Eggert Guðmundsson, 10.6.2011 kl. 11:29

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég hef ekki haft rangt fyrir mér enn sem komið er í sambandi við þetta mál..og hef ekki trú að það verði nokkurntíman. Hrokinn er allur þeim megin að NEI menn vilja afneita þeirri staðreynd að við erum þátttakendur í EFTA og undirgengumst reglur varðandi það og EES.

Hrokinn er svo yfirgengilegur að menn halda enn að Ísland sé undanþegið reglum og lögmálum eins og var reyndar fyrir hrun....við ætlum sem sagt ekki að læra nokkurn skapaðan hlut...sýnist mér á öfgafullum commentum sumra hérna.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.6.2011 kl. 11:33

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Öllum ,,rökum" í svarbréfi Nei-manna hafnað algjörlega, alfarið og í öllum liðum.  Hafnað.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2011 kl. 11:41

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. Og upplegg ESA er í meginlínu og ramma í samhljómi við er ég hafði lagt upp eftir að hafa kynnt mér laga og regluverk þessu viðvíkjandi.  Meginlínu og ramma.

þeir hafna td. núna alfarið að það sé nóg að eingir bankans borgi einhvertíman eins og var eitt aðalatriði í svarbréfi Ne-manna.

þeir benda á þá ofureinföldu staðreynd, að dírektíf 94/19 er einmitt til þess - að einstaklingar er eiga innstæður þurfi ekki að leggja traust sitt á gjaldþrotauppgjör bankastofnanna.

Svo hinta þeir sterklega að því að hugsanlega beri Ísland ábyrgð á öllum innstæðum án lágmarks.  vegna mismununar.  En benda á að aðeins sé fjallað um lámarkið í þessu tilfelli.   Úff.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2011 kl. 12:15

13 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er ekki séns í helvíti að EFTA dómstólinn taki undir með "röksendum" íslendinga, enda eru þær í raun engar í þessu máli.

Málflutningur andstæðinga Icesave samninganna eru bara út í loftið og við því var varað. Þetta er hinsvegar það sem íslendingar vildu og það þýðir lítið að væla yfir því núna.

Jón Frímann Jónsson, 10.6.2011 kl. 12:19

14 identicon

Fann þetta á síðunni http://www.davidmcwilliams.ie/2011/06/08/too-much-regulation-will-stifle-our-banking-sector

uchrisn skrifar þetta þann 9. júní kl 10:29 sem athugasemd við umræðu um skuldir írskra banka og hvernig þeim er velt yfir á almenning.

"Icelandicboy, Kaskakistanboy and Irish boy were in the school yard together. USboy comes up and says,

‘if you don’t steal the lunch money from your younger brother and give it to me I’ll hit you.’

So Icelandicboy says no I’m not doing that, its wrong. USboy says ‘i’m going to hit you’, Icelandicboy says no 3 times. USboy says ok I wasn’t really going to hit you we’re friends after all and turns to Kaskakistan boy.

Kaskakistan boy says ‘Of course I’m not stealing from my brother, we just saw what happened with Icelandicboy.

USboy then asks Irish boy to do the same. Irish boy says ‘please don’t hit me’ goes over and hits his brother takes his lunchmoney and gives it to US boy."

Svipaðar sögur ganga manna á milli í Grikklandi og á Spáni. Það ætti öllum að vera orðið ljóst að flestir Íslendingar geta verið mjög stoltir af því að hafa hafnað Icesave.

Hinrik Jósafat Atlason (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 12:21

15 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Eggert, Þetta hefur ekkert með ESB að gera. Enda fer þetta ekki til ECJ, heldur fer þetta mál til EFTA dómstólsins sem er úrskurðarvald í málefnum EFTA og EES.

Þessa staðreynd hunsuðu andstæðingar Icesave, og því er þetta niðurstaðan sem íslendingar sitja uppi með.

Jón Frímann Jónsson, 10.6.2011 kl. 12:21

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hinrik, skuldir írskra banka - koma icesaveskuldinni ekkert við.

Maður hefur tekið eftir á skrifum fólk erlendis - veit nánast ekkert um hvað icesavemálið er.  það heldur að að snúsist um ,,skuldir banka" svipað og Írar tóku ábygrg á 2008.

þegar fólk áttar sig á, að málið snýst um venjulega innstæðueigendur snarbreitist viðhorf þess.   Sérstaklega þegar því er sagt að allt var tryggt uppí topp á Íslandi.

Og ennfremur eru ekkert allir sem fatta eða þekkja til að samkv. evrópu laga og regluverki ber ríkjum að tryggja ákveðið lágmark innstæðna.

þannig að skrif einhverra á erlendum síðum er ósköp lítið relevant fyrir umrætt mál.  Því miður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2011 kl. 12:36

17 Smámynd: Jón Óskarsson

Jón Ingi:  Ekki missi ég svefn yfir þessu áliti.  Þið jámenn hafið aldrei svarað því hvernig þið ætluðu að láta þjóðina borga skuldina.  Hvaða skatta átti að leggja á til að ná því og hvaða skattaendurgreiðslur, bætur og styrki átti að leggja af til framtíðar til að standa undir þessu.  Bara á þessu eina ári hefði þurft að hætta við allar barnabætur, vaxtabætur og fæðingarorlof til þess eins að standa undir greiðslum til næstu áramóta.  Gott væri að fá þína útreikninga sem já-manns á því hvernig þið ætluðu að borga.  Hingað til hefur enginn já-maður svarað því.    

Það er algjör grundvallarmunur á því hver skuldar þetta.  Við nei-menn höfnuðum því að það væri ríkisábyrgð á þessarri skuld og því að þörf væri á því að þjóðin tæki á sig skuldina.   Hitt er algjörlega óumdeilt að þetta er skuld sem þrotabú gamla Landsbankans ber að greiða og nú þegar búið að úrskurða að allar Icesave innstæður hvort sem þær hétu heildsölulán eða öðrum nöfnum eru forgangskröfur í búið.  Ríkisstjórnir Hollands og Bretlands sem og nokkur sveitarfélög og sjóðir þurfa að bíða eftir því að fá þetta greitt úr þrotabúinu eins og gengur og gerist með uppgjör þrotabúa.  Gert er ráð fyrir því nú þegar að greiðslur hefjist á þessu ári og að öllum líkindum vel áður en næstu 90 dagar eru liðnir.  Við það sem þá er hægt að greiða með lausafé þrotabúsins er drjúgur hluti skuldarinnar.

En Jón Ingi, þessi skuld er hvorki á minni kennitölu né þinni.  Það er málið og þetta álit breyti því ekki.  Enda því í ósköpunum er fólk hrætt við dómsmál ?  Látum á þetta reyna fyrir dómi, þurfi til þess að koma.  Við sem þjóð höfum þar engu að kvíða.

Jón Óskarsson, 10.6.2011 kl. 12:50

18 identicon

Það er alveg stórmerkilegt þegar maður les sumar athugasemdir hér (t.d. nr. 6) hvað fólk þarf að vera dónalegt.  Ef það er einhver nauðsyn að sýna dónaskap, þá á ekki að kveikja á tölvu.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 12:52

19 identicon

En víkjum aðeins að alvarlegri málum ... Breta og Hollendingar fá upp í kröfurnar frá þrotabúinu.  Það lá alltaf ljóst fyrir.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 12:54

20 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er merkileg ykkar tilefnislausa Þórðargleði.  Þar að mina ykkur á enn einu sinni að þetta er einmitt sú niðurstaða sem Nei kallaði eftir. Það er að fá úr þessu skorið fyrir dómstólum.  Eruð þið of vitlausir til að ná þessu?  Hélduð þið að einhver teldi að við þyrftum ekki að borga þetta?  Hverskonar hálfvitar eruð þið? 

Jón Steinar Ragnarsson, 10.6.2011 kl. 13:04

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Breta og Hollendingar fá upp í kröfurnar frá þrotabúinu.  Það lá alltaf ljóst fyrir"

Dugar ekki.  Samt sem áður stendur brot á dírektífi 94/19 sem, eins og ESA bendir skarplega á,  er einmitt í lög leitt til þess að aðilar að máli þurfi eigi a reiða sig á gjaldþrotaskipti fjármálastofnunnar:

..The Authority submits that such an adjustment to domestic bankruptcy law cannot be deemed to amount to compliance with Directive 94/19. The very purpose of Directive 94/19 is to avoid depositors having to rely on bankruptcy proceedings and the associated hazards and delays, in order to receive the minimum amount of EUR 20.000. 

Simply facilitating the claims of depositors in bankruptcy proceedings does not constitute a satisfactory fulfilment of the obligation of result imposed by the Directive."  (Úr rökstuddu áliti ESA)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2011 kl. 13:21

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

„Eftirlitsstofnun EFTA hefur bara ekkert sagt um málið enn sem komið er sem mark er á takandi nema það heyrðust einhverjar einkaskoðanir manna hér í umræðunni sem þeir hlupu reyndar frá þegar þeim var bent á að það væri óeðlilegt"   (Ólafur Ragnar Grímsson, svokallaður ,,forseti",  í apríl 2011)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2011 kl. 13:34

23 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Svo því sé haldið til haga, þá var innistæðueigendum greitt út breska og hollenska tryggingasjóðunum. Málið snýst einungis um hvort Ríkið beri ábyrgð eða ekki. Þess vegna er þetta mál sem snertir ESB, þar sem íslendingar innleiddu lög frá þeim í gegnum EES samninginn.

Þeir sem lögðu út peningana var breski-og hollenski tryggingasjóðurinn og þessir sjóðir eiga kröfur á íslenska innistæðutryggingasjóðinn.  

Ég hef ekki séð neina kröfugerð frá þessum sjóðum til hins íslenska. 

Það verður ekkert mál úr þessu fyrr en krafan kemur fram.

Eggert Guðmundsson, 10.6.2011 kl. 14:13

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sést bara á ummælum nei-sinna hérna hve fráleitt er að setja svona efni í þjóðaratkvæði.  Bullið er svo yfirgengilegt. 

Eg er nefnilega helst á að talsvert sé til í eftirfarandi skarplegu ummælum og sér í lagi því er eg feitletra:

,,Það er ekki séns í helvíti að EFTA dómstólinn taki undir með "röksendum" íslendinga, enda eru þær í raun engar í þessu máli."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2011 kl. 14:20

25 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Ómar,

Ég sé nú ekki í raun að dómsmál fyrir EFTA hefði breyst neitt ef Icesave samningurinn hefði verið samþykktur.  Þetta hefði samt verið að stórum hluta háð gjaldþrotaniðurstöðu.  Málið var að tryggingasjóðurinn borgaði ekki strax út þessar fjárhæðir, einfaldlega vegna þess að hann gat það ekki.  Til þess að framfylgja ítrustu skilyrðum hefði Ísland orðið að verða gjaldþrota á haustdögum 2008.  Bretar og Hollendingar í flumbrugangi greiddu þessar fjárhæðir út, upp á sitt einsdæmi, og þar með var þetta mál komið í endaleysu. 

Ok, segjum sem svo að þetta mál fari fyrir EFTA dómstólinn.  Segjum svo að hann dæmi ríkinu í óhag.  Segjum svo að ríkið þurfi að leggja fram tryggingu gegn greiðslum á einhverri upphæð.  Hver er munurinn á því og Icesave samningnum?  Persónulega vildi ég miklu frekar fá úr þessu máli skorið fyrir dómstólum heldur en með því eindæma rugli sem var í þessum samningum og öllu því pólitíska ofstæki sem því fylgdi. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 10.6.2011 kl. 15:22

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Halló.  Nei-snillingarnir ætla nú ekkert að fara eftir því sem einhver dómsstóll segir.  Þeir ætla að fara eftir því sem Nonni hérna í sjoppunni niðrí bæ segir.

það er ógerningur að segja hvert dómsferli leiðir. Hugsanlea allt uppí topp og rúmlega það.   Ógerningur að segja fyrir um.    En hitt er ljóst að fíflagangur þjóðrembinga og almennra ofstækismanna hefur kostað land og þjóð hundruði millkjarða og er það sjálfstæður skaði sem þeir ofbelduðu á land og þjóð og handrukka nú gesti og gangandi fyrir fíflagang sinn.  Svo kemur þessi icesaveskuld þeirra sjalla þar ofaná.

Xavier Lewis skrifar undir rökstudda álitið.  Yfirmaður lagasviðs hjá ESA.  Margra áatuga reynslu í evrópulögum.  Úff.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2011 kl. 15:52

27 Smámynd: Jón Óskarsson

@ Ómar - lestu það sem ég skrifaði hér að framan.  Kannski getur þú svarað spurningunni sem enginn Já maður hefur ennþá svarað hvorki fyrir né eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Jón Óskarsson, 10.6.2011 kl. 16:19

28 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekki mata tröllið Arnór. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2011 kl. 16:21

29 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Ómar - lestu það sem ég skrifaði hér að framan.  Kannski getur þú svarað spurningunni"

Einfalt.  Svarið er:  Hálfbjánabull.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2011 kl. 16:35

30 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Óskarsson: Jú það er víst Já-maður búinn að svara þessu, sjálfur foringi þeirra Steingrímur J. Sigfússon, þó hann hafi reyndar aðeins gert það óbeint þegar hann viðurkenndi skömmu eftir þjóðaratkvæðagreiðslu að í raun veru voru ekki til peningar fyrir þessu. Samningurinn sem var gerður var aldrei annað en gúmmítékki.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2011 kl. 16:35

31 identicon

og fólk fer í fangelsi þó svo að það telji sig saklaust og túlki lögin öðruvísi en eftirlitsstofnanir og dómsstólar.  Því er miður ekki satt?

Jonsi (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 17:08

32 Smámynd: Jón Óskarsson

@Ómar Bjarki:  Ef þú varst að meina mig, þá mátt þú alveg kalla mig "hálfbjána" (reyndar ekki heyrt þetta orð fyrr, en það er önnur saga).   En þetta er náttúrulega bara svar út í hött og lýsir málefnafátækt ykkar já-manna í þessu.  Peningarnir vaxa ekki bara á trjánum og ef þú samþykkir að greiða eitthvað þá þarftu að hafa einhverjar raunhæfar áætlanir um hvernig þú hyggst greiða.  Annað er bara innstæðulaus tékki eins og Guðmundur Ásgeirsson nefnir svo réttilega hér að framan.  Það lá alveg ljóst fyrir að ekki væru til peningar fyrir þessu og enginn hefur hingað til treyst sér til að segja hvernig átti að afla þeirra.  Ekki var gert ráð fyrir þessum útgreiðslum né fjármögnun þeirra í fjárlögum. 

Jón Óskarsson, 10.6.2011 kl. 17:47

33 Smámynd: Elle_

Pistillinn er samfylkingarkjaftæði og ekki svaraverður.

Elle_, 10.6.2011 kl. 18:40

34 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ok, segjum sem svo að þetta mál fari fyrir EFTA dómstólinn. Segjum svo að hann dæmi ríkinu í óhag. Segjum svo að ríkið þurfi að leggja fram tryggingu gegn greiðslum á einhverri upphæð.

EFTA dómstóllinn hefur ekkert réttarfarslegtvald hér á landi, það eru íslenski dómstólar sem sjá um það samkvæmt íslenskum lögum, EFTA dómstólinn má dæma sig bláan í framan en það skiptir okkur engu máli, þeir geta ekki dæmt okkur til að greiða eitt eða neitt, það sem þeir koma til með að dæma um er hvort við gerðust brotleg á EES samningnum og í versta falli þá missum við hann, sem er að mínu mati enginn stór missir, það er alveg undir okkur sjálfum komið hvernig þetta skal fara.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 10.6.2011 kl. 19:53

35 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Peningarnir vaxa ekki bara á trjánum og ef þú samþykkir að greiða eitthvað þá þarftu að hafa einhverjar raunhæfar áætlanir um hvernig þú hyggst greiða."

Duh þessvegna var samið um málið.  Halló.  Og reyndar var það þannig að ef gengið hefði verið frá málinu sem þokkalega siðaðri þjóð sæmir - þá hefði sennilega ekkert eða nánast ekkert þurft að borga.  Dísös.

,,Annað er bara innstæðulaus tékki eins og Guðmundur Ásgeirsson nefnir svo réttilega"

Já já.  Guðmundur er hægri öfgamaður og þjóðrembingur eins og þú.  Allt og sumt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2011 kl. 20:00

36 Smámynd: Jón Óskarsson

Hálfbjánabull, hægri öfgamaður, þjóðrembingur.   Þú sparar ekki stóru orðin Ómar Bjarki.  Áttu eitthvað fleira fallegt í pokahorninu ? :)

Rökin þín "hálfbjánabull", "Duh", "Halló" og "Dísös" eru náttúrulega allt rök í málinu væntanlega ?  Eða hvað ?

Skv. samningi sem nefndur var Icesave III almennu tali, átti íslenska ríkið að greiða 46.310 milljónir til ársloka 2011, þar af innstæðusjóður 20 milljarða en eftir stóðu 26,3 milljarðar.   Síðan eru ótaldar greiðslur næstu ára, en látum þær liggja milli hluta að sinni.

Þú hefur ekki svarað því hvernig þú sást það fyrir þér að þennan þrælasamning ætti að greiða.  Engu hefði breytt hvað út úr þrotabúinu hefði komið, þessar greiðslur hefðu fallið á ríkið og þar með krafan ekki lengur forgangskrafa í þrotabúið.  Og þó svo hefði verið (sem væri andstætt öllum gildandi lögum og reglum um uppgjör þrotabúa) þá hefði íslenska ríkið ekki fengið þessa fjármuni til baka fyrr en í fyrsta lagi árið 2018 (ekki 2016), þegar lokagreiðsla nýja Landsbankans til þrotabúsins á láninu gjaldfellur.

Og nú spyr ég þig Ómar Bjarki:  Hvaða skatta og hversu mikið hefðir þú viljað sjá til að mæta þessum útgjöldum í ár, eða hvaða ríkisútgjöld lækkuð og þá hvað mikið ?

Jón Óskarsson, 10.6.2011 kl. 20:40

37 Smámynd: Jón Óskarsson

@Halldór:  Sammála þessu mati þínu.  Enda er það með öllu óskiljanlegt að menn séu eitthvað hræddir við að málið fari fyrir dómstóla.  Fyrir dómstólum fá menn tækifæri til að koma að réttum rökum í málinu og verja sinn málstað. 

Jón Óskarsson, 10.6.2011 kl. 20:43

38 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nonni minn, það  ekkert vit í því sem þú ert að babbla.    Þetta er bara babbl.  þú getur tekið hvaða atriði sem er í skaðakostnaði  sem hlaust af rústalagningu ykkar sjalla á landinu og babbað svona um það.  þetta er bara hálfbjánabull og eigi heil brú í þessu þjóðrembu.vaðri.

Icesave skuld ykkar sjalla var aðeins einn partur af skaðanum af ykkar völdum og bar að meðhöndla þannig.  Og reyndar alls ekki stórt atriði í heildardæminu og án fíflagangs ykkar hefði landið líklega ekkert þurft að borga. ´

Núna er allt bara opið og alveg óljóst hver sjallaskuldin verður er upp verður staðið.

Þar að auki hafiði með fíflagangi ykkar ofbeldað hundruða milljarða skaðakostnaði á land og þjóð og gangið nú um og handrukkið gesti og gangandi vegna ykkar fíflagangs.

Svona er þetta nú bara.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2011 kl. 21:56

39 Smámynd: Jón Óskarsson

@ Ómar Bjarki.  Nú leitaði ég í öllum skrifum hér að ofan og ég sé engan Nonna þar, en aftur á móti 4 sem heita Jón og menn með það nafn oft kallaðir Nonni.   Ég get alla vega ekki tekið þessi síðustu skrif til mín um einhverja "sjalla" því aldrei hef ég verið Sjálfstæðismaður, eða í það minnsta ekki ennþá, þó enginn viti sína ævina fyrr en öll er.  

En ef þú átti við mig Ómar þá þætti mér gaman að vita hvaða "babbl" þú ert að tala um.   Er það hárnákvæmur útreikningur á Icesave vöxtum, útreikningur á því hvað hefði þurft að skera niður á móti þeim, eða eitthvað annað.  

Hefur þú Ómar Bjarki reiknað út þessar fjárhæðir ?  Mínir útreikningar byggjast á opinberum tölum ábyrgra einstaklinga bæði þeirra sem sögðu já og nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni, sjálfri Icesave nefndinni, og fleiri aðilum.

Tal þitt um "hálfbjánabull", "þjóðrembuþvaður" ber vott um skrif manns sem ekki getur fært rök fyrir sínu máli.

Ég ætla ekki að verja einhverja "sjalla" en mér finnst frekar óljóst hvaða "fíflagangur" olli hundruð milljarða skaðakostnaði á landi og þjóð og hvaða "sjallar" ganga um og handrukka gesti og gangandi ?  Gaman væri að fá þetta orðað skýrar á almennilegri íslensku, hvað þú átt við.

Jón Óskarsson, 10.6.2011 kl. 22:22

40 identicon

Jón spyr Ómar: Hvernig átti íslenska ríkið að greiða 26.3 milljarða af uppsöfnuðum vöxtum.

Ómar svarar: Nonni minn, það er ekkert vit í því sem þú ert að babbla. Þetta er bara babbl.

Ég held Ómar að þú ættir bara sjálfur að fara hætta þessu babbli, 60% af þjóðinni var og er þér ósammála, sættu þig bara við það!

Alveg merkilegt að sjá þessa já menn koma og reyna rúnka sínu egó eftir þetta álit sem allir bjuggust við með "I told you so" færslum.

Hrói (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 22:29

41 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hættiði þess hálfbjánababbli öfgamenn.  þið hafið ekkert fram að færa þessu viðvíkjandi enda hvorki vit eða geta til að fræðast um eðli og efni máls til staðar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2011 kl. 22:43

42 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

En það sem þetta sýnir samt er, hve arfa vitlaust það var af svokölluðum ,,forseta" að  fífla þessu í eitthvað ,,þjóðaratkvæði".

Ögamenn og þjóðrembingar hafa eigi hunds né kattarvit um hvað málið snýst og réttlæta þjóðrembing  sinn með hálfbjánababbli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2011 kl. 22:56

43 Smámynd: Jón Óskarsson

Ó þér mikli fræðimaður og íslenskumaður fræddu oss fáfróðu svokölluðu öfgamenn :)  Veit oss innsýn í málstað yðar, þér vel máli farni gáfumaður :)

Jón Óskarsson, 10.6.2011 kl. 23:09

44 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Óvinnandi verk.  það veit eg af reynslu.

Vandamálið er þetta við þjóðrembinga:  þeir vilja bara alls ekki uppfylla þessar skuldbindingar vegna þess að þeir vilja það ekki.  það er bara prinsippatriði hjá þeim og þá eingöngu vegna þjóðrembings og öfga allrahanda. Nú, við þessu eru engin ráð.  þá er þetta bara þannig.

þegar svo er ástatt -  nú þá nær það auðvitað ekkert lengra.  Þá vilja þeir ekkert haga sér á siðmenntaðan hátt vegna þjóðrembingsfaktorsins.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2011 kl. 23:48

45 Smámynd: Jón Óskarsson

Nú munt þú væntanlega ekki fylla flokk þann sem kallaður er "þjóðrembingar" svo segðu mér hvað vilt þú gera og hvernig ætlar þú að fjármagna eitthvað sem hvorki ég né þú eigum, né þurfum að greiða.

Á Ísland að gerast nýlenda breta eða kannski sameiginleg nýlenda breta og hollendinga ?

Eigum við að leggja niður allt sem heitir velferðarkerfi og einbeita okkur eingöngu að því að borga Icesave skuldina og forða þannig þrotabúi Landsbankans undan þeirri kvöð ?

Krafan er í þrotabú Landsbankans og á engann annan aðila.  Þrotabúið mun "væntanlega og vonandi" (um það getum við hvorugur sagt, fyrr en upp er staðið), greiða alla skuldina.

Hvaða lausnir er þú með á þessu máli ?

Þú hlýtur að hafa aðrar lausnir en að kalla þá sem ekki eru þér sammála, þjóðrembinga, hálfbjána (skrítið orð), hægri öfgamenn og sjalla.

Líður þér kannski illa með að vera Íslendingur og vilja þinni þjóð vel ?  Mér líður vel sem Íslendingi og mig langar að mér og mínum börnum og barnabörnum líði vel í þessu landi, en verði ekki þrælar erlendra ríkja. 

Ég er nokkuð sannfærður um að það voru hvorki ég né þú sem áttum persónulega sök á því hvernig fór 2008 og hver aðdragandi að því var.  Það voru ekki ég og þú sem áttum þessa snilldarhugmynd að Icesave.  Það voru heldur ekki ég og þú sem stjórnuðum fjármálaeftirlitum Íslands, Bretlands og Hollands, sem öll brugðust.   Og það eru ekki ég og þú sem eigum að greiða Icesave-skuldirnar, nóg erum við búnir að taka á okkur samt.

Jón Óskarsson, 11.6.2011 kl. 00:08

46 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er þetta sem eg er að tala um.

Er ekkert á umræðugrundvelli sem þjóðrembingar eru að babbla í þúsunda skipti.

það er bara þannig að þeir vilja ekki uppfylla skudbindingu landsins og þá afþvíbara.

Svo er sjálfur svokallaður ,,forseti" að setja svona mál í þjóðaratkvæði.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.6.2011 kl. 00:24

47 Smámynd: Jón Óskarsson

Hjá mér er ekkert "afþvíbara" en þú virðist ekki skilja það.   Ég hef ekki alltaf verið hrifinn af forseta okkar en þarna gerði hann hið eina rétta og reyndar tvisvar sinnum bæði 2010 og 2011.   Þú hefur sjálfsagt verið á móti því í bæði skiptin eða hvað ?

Þú svarar engum spurningum frá mér ennþá og þær eru orðnar margar hérna samanlagt núna í kvöld.  Er það vegna þess að þú hefur engin svör við þeim ?

Þetta er ekki skuld íslensku þjóðarinnar, heldur einkahlutafélags í einkaeigu.   Svo vel vill til að þrotabú þess á eignir sem munu duga (vonandi) fyrir allri kröfu á þrotabúið vegna Icesave.  Þetta virðist þú ekki vilja skilja eða hvað ?

Hefði IcesaveIII samningurinn orðið að lögum hefði stórum hluta af kröfugerðinni á Landsbankann verið velt af þrotabúinu og yfir á þjóðina.  Hvernig sástu fyrir þér að fjármagna það ?

Þetta mál snýst ekki og ætti ekki að snúast um einhvern þjóðrembing, heldur hvað er rétt og rangt og hvernig sá sem greiðir getur greitt skuldina.

Það væri afskaplega gaman ef þú gætir fært þig af þessum stalli þar sem þú formælir öllum í kringum þig og færi að ræða málin á málefnalegum grunni.  Ég hef þá trú að þú hafir alla þá skynsemi til að bera til að geta gert það.  Skil hins vegar ekki hvers vegna þú kýst að nýta ekki þína skynsemi, til þess annars vegar að tjá þig á réttu máli og út frá rökum og staðreyndum.

Jón Óskarsson, 11.6.2011 kl. 00:39

48 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Allt atriði sem búið er að fara yfr amk. 1000X og niðurstaðan alltaf sú sem áður var lýst eftir hverja einustu þá umræðu.

Varðandi laga og reglugerðarhliðina vil eg nú bara benda mönnum á að andskotast til að lesa fokking rökstutt álit ESA og kynna sér mál 1% til tilbreitingar.  það væri ágætt.  Skiptir engu máli hvað einhverjum ,,finnst" að ætti að vera.

Varðandi það að ísland hafi ekki getað borgað þá er það eins og hvert annað babbl og uþb. 1000X er búið að fara yfir allt slíkt.  Jafnoft hefur komið fram að Ísland getur vel borgað og reyndar farið bara létt með það því eignir dekka þetta mestanpart og kannski alveg og jafnvel þjóðrembingar segja það nú í einu orðinu á milli þess sem þeir í hinu segjast ekki geta borga.  Ekki heil brú í þessu hjá þeim frekar en öðru. 

Liggur allt fyrir og ekkert meir um það að segja.

Hinsvegar er það umhugsunarverða, að fólk er að segja ,,dómstólaleið" og sona - að ef við gefum okkur að málið fari í dóm og ísland dæmt ábyrgt o.s.frv. - að breitir það einhverju?  Nei!  Þjóðrembingar munu ekkert vilja haga sér sem siðmenntuð þjóð.  Og þá vegna þess afþvíbara.   

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.6.2011 kl. 01:06

49 Smámynd: Jón Óskarsson

Þú ruglar fram og til baka þarna því miður Ómar og svarar engu efnislega, þó þetta sé nú það skásta sem frá þér hefur komið í kvöld :)

Það er grundvallarmunur á því hvort Ríkissjóður Íslands eða Þrotabú Landsbankans borgar.  Þetta eru 2 óskyldir aðilar.  Hvaða eignir ertu að tala um ?

Ef þú talar um þrotabúið þá standa eignir fyrir því.

En ef Ríkissjóður borgar - hvaða eignir þá ?  Ætlar þú að selja Landsvirkjun kannski upp í þetta ?

Þrotabúið mun svona hérumbil fara létt með þetta, eins og þú orðar þarna en það sama gildir ekki um Ríkissjóð.

Það sem ég hef verið að spyrja þig snýst um það hvernig Ríkissjóður og þar með ég og þú eigum að borga þetta - áttu engin svör við því ?

Það er hreinn útúrsnúningur að segja eins og einhver unglingur það það sé þúsund sinnum búið að fara yfir það, vegna þess að enginn hefur ennþá lýst því hvernig á að vera hægt að fjármagna þetta af hálfu ríkissjóðs.

Jón Óskarsson, 11.6.2011 kl. 01:20

50 identicon

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/06/10/engin_rikisabyrgd_a_icesave/

Hrói (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 01:33

51 Smámynd: Jón Óskarsson

Nákvæmlega. Meira að segja núverandi viðskiptaráðherra staðfestir að það sé ekki ríkisábyrgð á Icesave.

Jón Óskarsson, 11.6.2011 kl. 02:11

52 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hahahaha Guðmundur er hægri öfgamaður. Baldur Hermannsson hlýtur þá að vera róttækur femínisti.

Komandi úr þessari átt get ég aðeins tekið þessum ummælum fagnandi. En ef þið bara vissuð hversu fjarlæg þessi kenning er frá veruleika kjörklefans... Þeir sem lögðu grunnin að NEI-hreyfingu IceSave-III voru fæstir hreinir hægrimenn, þó að grasrótin af hægrivængnum hafi vissulega bæst við á síðari stigum.

Það er ágætt að ESA skuli ítreka þá skoðun sína að okkur beri að standa skil á 650 milljörðum. Skilanefnd Landsbankans mun fara létt með það. En þá er bara spurningin hvað við eigum að gera við hina 650 milljarðana sem við virðumst þá ekki eiga að borga. Skaðabætur fyrir beitingu hryðjuverkalaga kannski?

Loks má ég til með að leiðrétta eina stærstu lygina um IceSave-III, sem virðist kræla á sér enn og aftur, vonandi hér fyrir misskilning. En það er að jafnvel þó við hefðum kosið JÁ hefði hugsanlega ekkert þurft að borga. Hið sanna er auðvitað að skv. samningnum hefðum við þurft að borga tugi milljarða aukalega í vexti sem myndu aldrei fást endurheimtir því vaxtakröfur fara aftast í kröfuröð við gjaldþrotaskipti.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2011 kl. 02:32

53 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Óskarsson: Það hefur reyndar lengst af verið afstaða stjórnvalda að ekki sé lagaskylda fyrir ríkisábyrgð. Þess vegna vakti furðu að þau skyldu samt vilja það.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2011 kl. 02:33

54 Smámynd: Jón Óskarsson

Akkúrat eins og ég er búinn að vera að halda fram Guðmundur.  Já-menn horfa fram hjá því að greiðslur sem ríkið hefði tekið á sig, fást ekki endurgreiddar því þær eru ekki forgangskröfur í þrotabú.  Þetta er staðreynd sem allir ættu að vita.

Það færi þó aldrei svo að í framhaldi af ESA álitinu myndi hugsanlegur dómur í kjölfarið úrskurða að þrotabúinu beri bara skylda til að greiða 20.887 evrur og þar með m.v. gengisviðmiðun skilanefndar í mesta lagi 674 milljarða af 1.320 (frekar en 1.340) milljarða heildarskuld Icesave reikninga. 

Þrotabúið á nú þegar fyrir þessu í handbæru fé, svo 3 mánaða fresturinn er ekki höfuðverkur.  Þrotabúið þarf bara að borga þessar 20.887 evrur pr. reikning og málið er dautt - allavega í bili :)

Jón Óskarsson, 11.6.2011 kl. 03:52

55 Smámynd: Jón Valur Jensson

Landbankinn var ekki ríkistryggður, Tryggingasjóðurinn (TIF) ekki heldur.

Innistæðutrygginga-dírectív Esb. staðfestir það, sem og okkar lög frá 1999.

Þjóðin ber því enga ábyrgð á þessum einkarekna einkabanka.

En gerum snöggvast ráð fyrir paníkspádómi Icesave-sinnanna (allir mæltu þeir Jón Ingi Cæsarsson, Ómar Bjarki og Jón Frímann með Icesave-I, Icesave-II og Icesave-III) -- hver væri afleiðingin af óhagstæðum dómi?

Málið tæki svona 4 ár. Væru skaðabótavextir dæmdir á okkur, væru þeir einungis 3 eða 3,3%, óverðtryggðir, og á þessum tíma væri komin ca. 30% verðbólga. Þetta væri allt í íslenzkum krónum, ekki erlendum gjaldeyri, ólíkt svikasamningunum. Ef þetta væri erfitt fyrir okkur, ættum við m.a.s. möguleika á að neita að borga, meðan það væri okkur erfitt -- það getum við í krafti fullveldis okkar. Þar að auki er mest af þessu höfuðstólsfé í þrotabú Landsbankans.

Áróður jámenna hefur gengið út á að hræðast dómsmál. Við höfum ekkert að hræðast og yrðum aldrei að borga neitt aukreitis (í viðbót við þrotabúsgreiðslurnar) nema þá einungis í ísl. krónum.

Við erum alveg menn til að berjast í dómssölum okkar (ég er auðvitað ekki að tala um ÓBK, JFJ og JIC) og hlíta svo þeim dómi, sem upp er kveðinn. Það er heiðarlegra manna háttur.En ég hef fulla trú á sigri okkar í slíku dómsmáli.

Þar að auki hafa Bretar ekki hag af að heyja slíkt mál gegn okkur. Þeim er hitt hentara að beita hótunum. Dómsmál myndi innsigla ríkisábyrgð, sem brezk stjórnvöld yrðu þá líka skuldbundin til í eigin landi.

Eitt enn: Það er orðið æ augljósara, að Neyðarlögin, sem Geir mun vera höfuðsmiður að, voru snilldarleg aðgerð til bjargar Íslandi – og voru um leið göfugmannleg aðferð til að gefa Bretum allt það mesta, sem þem varð gefið með nokkrum rétti, jafnvel langt umfram það, sem þeir hefðu fengið út úr þrotabúi Landsbankans, hefðu Neyðarlögin ekki verið sett. Það viðurkenna brezk fjármálayfirvöld nú þegar. Í skýrslu sem skilanefnd Landsbankans á Guernsey (Joint Administrators of Landsbanki Guernsey Limited) sendi brezka þinginu og birt er HÉR!* (dagsetning þó óljós), kemur fram á blaðsíðum 27- 36, að vegna Neyðarlaganna fái brezk stjórnvöld, sem þóttust hafa tekið við kröfurétti Icesave-innistæðueigenda, 90% af þeim Icesave-kröfum sínum frá þrotabúi gamla Landsbankans, en að án Neyðarlaganna hefðu þau ekki fengið nema 35%!

Hvenær ætlar Ómar Bjarki að hætta að níða Geir vegna Neyðarlaganna?

Jón Valur Jensson, 11.6.2011 kl. 04:43

56 Smámynd: Jón Valur Jensson

... höfuðstólsfé í þrotabúi Lb ...

Jón Valur Jensson, 11.6.2011 kl. 04:46

57 Smámynd: Jón Óskarsson

Svo er alveg ótrúlegt að þurfa alltaf að skipta mönnum upp í fylkingar eftir hugsanlegum stjórnmálaskoðunum eftir því hvaða skoðun menn hafa á málefnum.

Icesave er þannig mál að kemur allri þjóðinni við.   Fólk skiptist því í mismunandi fylkingar í því máli út frá mörgum mismunandi forsendum, sem og því hversu vel menn setja sig inní málið.  Því miður var hluti þeirra sem tilheyrði já-hópnum þeim megin bara vegna þess að þar með væri málið úr sögunni, sem er náttúrulega afskaplega langt frá öllum sannleika.

Jón Óskarsson, 11.6.2011 kl. 04:51

58 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Jón Óskarsson,

eftir því sem ég best veit átti að greiða Icesave skuldina með skattlagningu af þeim aukna hagvexti sem hér yrði og með peningum sem spöruðust með lægri vaxtakostnaði ríkisins.  Með því að eyða óvissu um skuldastöðu ríkisins þá var gert ráð fyrir því að hagvöxtur yrði meiri og vextir myndu lækka.

Til að brúa bilið frá greiðslu vegna Icesave og þangað til tekjurnar kæmu í kassann þá geri ég ráð fyrir að það væri brúað með láni eða gjaldeyrisforða, kannski að hluta til með þeim gjaldeyri sem settur var í gjaldeyrisútboð Seðlabankans nýlega.

Frá því samningurinn var felldur þá hefur ávöxtunarkrafa á óverðtryggðumskuldabréfaflokki RIKB 31 farið úr 7,09% í 7,78%.  Á verðtryggðum skuldabréfaflokki RIKS 21 þá hefur ávöxtunarkrafan farið úr 2,74% í 3,04%.  Samkvæmt þessu þá eykst vaxtakostnaður ríkisins á næstunni.

Skuldir ríkisins eru háar og því skiptir allt máli í þessu samhengi.

Lúðvík Júlíusson, 11.6.2011 kl. 09:35

59 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lúðvík, ágiskanir um hvernig hafi hugsanlega átt að fjármagna þetta eru aukaatriði núna. Nokkrum dögum eftir að samningurinn var felldur neyddist Steingrímur til að viðurkenna að það voru í rauninni aldrei til peningar fyrir þessu. Þar með hefðum við lent í vanskilum strax á fyrsta degi hefði samningurinn verið staðfestur.

Veruleikinn er sá að NEI-hreyfingin kom í veg fyrir útgáfu stærsta gúmmítékka Íslandssögunnar og sparaði hverjum skattgreiðanda að jafnaði yfir 100.000 kr.

NEI-hreyfingunni virðist líka hafa tekist að sameina sem einn mann, eitt sundurlyndasta þing sem setið hefur, um framhald málsins.

Þessi árangur á sér líklega fáar hliðstæður í sögu íslenskra stjórnmála.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2011 kl. 14:33

60 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Guðmundur, ég er að svara Jóni Óskarssyni.  Það átti að greiða þetta eins og ég lýsi.

Auðvitað vinna menn út frá þeim veruleika sem er í dag.  Það kallast að haga seglum eftir vindi, sumir myndu kalla það tækifærismennsku.

Árangurinn af Nei-inu kemur ekki í ljós fyrr en málinu er lokið.  Eins og ég bendi á hér að ofan þá er ríkið farið að borga hærri vexti.  Má ég setja það á lista yfir einstæðan árangur Nei-sinna í þessu máli?

Lúðvík Júlíusson, 11.6.2011 kl. 14:39

61 identicon

Allur þessi auka hagvöxtur sem þú ert að tala um Lúðvík, átti að koma með óbreyttu lánshæfimati, ef Já yrði kosið, svo ríkið gæti endurfjármagnað skuldasúpuna sína með meiri lántökum. Nei var samt valið og samt hélst lánshæfimatið óbreytt. Erfitt er þá að sjá hvernig þessi gífurlegi auka hagvöxtur ætti að koma ef við hefðum kosið Já.

Þannig það er hvorki hægt að kenna nei eða já mönnum um núverandi hagvöxt, en þú getur skellt skuldinni á núverandi ríkisstjórn.

Jón fer þá með rétt mál að segja að þetta hefði verið borgað með að skera enn frekar niður.

Hrói (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 16:01

62 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hrói, það er margt fleira sem spilar í fjárfestingar er óbreytt lánshæfismat.

Eins og ég bendi á þá eru vaxtakjör íslenska ríkisins að versna hér innanlands.  Það þarf að skera niður til að geta borgað þessa vexti.

Í staðinn fyrir að borga Icesave þá er verið að borga hærri vexti.

Valið var aldrei hvort við ættum að borga heldur hvernig.

Lúðvík Júlíusson, 11.6.2011 kl. 16:16

63 Smámynd: Jón Óskarsson

Lúðvík:  Hvaða hagvexti ?  Ennþá er ekki orðinn hagvöxtur hér síðan fyrir hrun, en hér þarf að verða 4-5% hagvöxtur hið minnsta mörg komandi ár til þess einfaldlega að ríkið komist ekki í greiðsluþrot (þá er Icesave ekki meðtalið). 

Hér átti að verða 2% hagvöxtur 2010 en í þess stað varð samdráttur upp á 3,5% (í raun 5,5% samdráttur/neikvæður hagvöxtur) og nú er orðið nokkuð langt liðið á árið 2011 og lýkur á því að 2% hagvöxtur, sem forsætisráðherra talar um, náist eru hverfandi, en 2% er þar að auki allt of lítið.  

Hvaða vaxtasparnaður átti að standa undir 26,3 milljörðum, þegar vaxtakostnaðurinn er heldur að þyngjast en hitt vegna hallareksturs ríkisjóðs og aukinna skuldabyrði annarrar en vegna Icesave.

Geta má þess að já-menn sögðu að lánshæfismat ríkissjóðs færi beinustu leið til helvítis ef nei-ið myndi sigra.  Slíkar hrakspár hafa ekki ræst og lánshæfismatið nú betra en síðan all nokkru fyrir hrun.  Skuldabyrði ríkissjóðs er líka mun lægri heldur en ef Icesave skuldbinding hefði verið tekin yfir og að auki tekin lán fyrir vöxtunum.   Lánshæfismatið hefði einmitt versnað til mun hefði já-ið sigrað.

Þú svarar þessu einmitt eins og ég gerði ráð fyrir.  Það átti semsagt að taka lán fyrir láninu (vöxtunum).  Það hefur aldrei þótt vænlegt til rekstrar hvort sem við tölum um atvinnurekstur eða rekstur heimilis að taka lán til að borga af lánum og vöxtum.  Slíkt eykur heldur betur vaxtakostnaðinn, það segir sig sjálft.  

Fróðlegt væri að reikna út hvað 26,3 milljarðar í vaxtakostnað fram til loka árs 2011 hefði kostað í auka vaxtakostnað og að auki hvar og hvernig slíkt lán hefði fengist.   Á sama tíma átti Landsvirkjun í ákveðnum vandræðum með að fjármagna arðsama fjárfestingu eins og Búðarhálsvirkjun sem er svipuð stærðargráða í fjárhæðum.  Hvað sáu menn fyrir sér að vera lengi að greiða af nýju láni og hver hefði orðið heildargreiðslubyrðin þegar upp væri staðið ?

Þetta er ekki flókið.  Það var ekki til innstæða fyrir þessu greiðsluloforði sem 44 þingmenn voru tilbúnir að samþykkja.   Það er grundvallarmunur á því að taka á sig framtíðarskuldbindingu og gera ákveðnar tekjuáætlanir um hvernig hægt verið að standa undir slíku eða ætla að greiða vexti strax, án þess að eiga fyrir þeim.   Í fjárlögum fyrir árið 2011 var ekki gert ráð fyrir neinni tekjuöflun, eða sérstökum niðurskurði ríkisútgjalda til að mæta þessum 26,3 milljörðum í vöxtum árið 2011.  Guðmundur svarar þessu ágætlega hér að framan og hefur gert einnig á öðrum bloggum.

Það er út af fyrir sig rétt hjá þér að árangurinn af Nei-inu kemur ekki endanlega í ljós fyrr en þessu máli er lokið og greiðslum hefur að fullu verið lokið 2018 (ekki 2016, vegna afborgana af láni Landsbankans til þrotabúsins).   Hins vegar hefði skelfing þess að segja já strax komið í ljós og ríkissjóður væri nú þegar kominn í vanskil með þessar greiðslur, niðurskurðarhnífurinn alblóðugur og leitað logandi ljósi að nýjum skattlagningarmöguleikum.

Jón Óskarsson, 11.6.2011 kl. 16:23

64 Smámynd: Jón Valur Jensson

Glögg orð hjá þér, Guðmundur:

"NEI-hreyfingunni virðist líka hafa tekist að sameina sem einn mann eitt sundurlyndasta þing, sem setið hefur, um framhald málsins. Þessi árangur á sér líklega fáar hliðstæður í sögu íslenskra stjórnmála."

Jón Valur Jensson, 11.6.2011 kl. 16:43

65 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Jón minn, ég er ekki að segja að ég ætli að skaffa hagvöxtinn.  Ég er að segja þér hvernig átti að greiða þessa upphæð.  Hörðustu Já og Nei sinnar lofuðu upp í ermina á sér og ég gæti aldrei talist til harðasta kjarna þessara hópa.

Að vera að berjast fyrir því að borga Icesave nú er eins og að berjast fyrir því að Harpan verði rifin.  Bæði Harpan og Neið eru staðreynd og út frá því er unnið, eðlilega.  Annað væri frekar absúrd.

Lúðvík Júlíusson, 11.6.2011 kl. 17:54

66 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég myndi reyndar alveg vilja láta rífa Hörpuna, hún skyggir á hina fögru fjallasýn sem einkennir Reykjavík umfram aðrar höfuðborgir þar sem nóg er af glerhýsum. En vegna þess hvað hún kallast vel á við Seðlabankann hinumegin við götuna þá er ég til í að gefa henni séns. Saman mynda þessar tvær byggingar nauðsynlegan minnisvarða um sokkinn kostnað, sem verður ókomnum kynslóðum vonandi víti til varnaðar.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.6.2011 kl. 01:44

67 Smámynd: Egill

"Ég hef ekki haft rangt fyrir mér enn sem komið er í sambandi við þetta mál..og hef ekki trú að það verði nokkurntíman. Hrokinn er..."

 þetta fannst mér fyndið, byrja á að segjast aldrei hafa haft rangt fyrir sér og sjá fyrir að svo muni aldrei verða og svo tala um hroka hjá öðrum, heheheh, svona á blogg að vera

Egill, 13.6.2011 kl. 11:09

68 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Jahérna hér, ESA sendi frá sér ályktun sem hefur ekkert að gera með neinn dóm og jáarar eru að missa sig af kæti, það gerðist ekkert, það endaði ekkert, hvorki vann nokkur né tapaði í einu eða neinu, það er hvorki hægt að greiða eða greiða ekki fyr en hæstiréttur hefur klárað sitt verk og er þá bara nokk sama hvað Jónarnir Ingi og Frímann eða Ómar Bjarki gerast orðljótir.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.6.2011 kl. 21:42

69 identicon

Ég verð að leiðrétta athugasemd Eggerts númer 23, sem annars er góð athugasemd.

 

Kröfur FSCS, DNB og ríkissjóðs Bretlands, auk nokkurra auðugra Hollendinga sem áttu yfir EUR 100.000 eru á þrotabú Landsbankans en ekki á TIF. Þetta er mikilvægt að hafa í huga og frekari útskýringar eru hér:

 

http://www.kjosum.is/greinar/3-greinar/102-viltu-kaupa-onytar-krofur-i-trotabu-landsbankans

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 15:12

70 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Högni...ESA sendir ekki frá sér ályktanir heldur úrskurði.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.6.2011 kl. 20:17

71 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir ætla að leggja málið fyrir EFTA-dómstólinn. Þetta er enginn endanlegur úrskurður. Og þú ættir að hætta að leggjast á sveif með fjendum okkar,

Jón Valur Jensson, 15.6.2011 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 818070

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband