5.6.2011 | 11:17
Reiknikúnstir LÍÚ að verða fáránlegar. Engar veiðar á Íslandi.
Útvegsmannafélag Vestfjarða segir, að úttekt þess á áhrifum kvótafrumvarpa ríkisstjórnarinnar sýni, að aflaheimildir á Vestfjörðum muni skerðast um 3700 þorskígildistonn þegar lögin verða komin að fullu til framkvæmda.
Samkvæmt útvegsmannafélögum hér og þar virðist sem aflaheimildir skerðist í öllum landshlutun..og það meira að segja þó komi til aukningar kvóta.
Samtals sýnist mér að útvegsmenn í Vestmannaeyjum, fyrir austan og á Vestfjörður hafi komist að þeirri niðurstöðu að aflaheimildir á þeim slóðum hafi skerst um hátt í 50.000 tonn.
Með þessu áframhaldi verða útvegsmenn búnir að reikna það út að engar þorskveiðar verði stundaðar á Íslandi eftir nokkur ár... og geri aðrir betur í reiknikúnstum við að tryggja eigin hag.
Veit ekki alveg .... en þessi umræða sem á ekki að vera fyndin sé komin í þann farveg...slíkar eru fullyrðingarnar.
Segja aflaheimildir á Vestfjörðum skerðast um 3700 lestir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 818828
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er komið úr þeim fasa að vera fyndið hjá þeim í það að vera hlægilegt..........
Jóhann Elíasson, 5.6.2011 kl. 11:39
Jón Ingi, er ekki komin tími á að þú farir að kynna þér málin, þarna er verið að taka kvótan af þeim sem hafa nýtt hann og gefa einhverjum eftir geðþóttaákvörðunum. Það er ein þjóð sem hefur gert þetta og það var zimbabe en þar tóku þeir landið af þeim bóndum sem fyrir voru og gáfu vinum og samfloksmönnum. Fyrir vikið varð ríkasta þjóð Afríku sú fátækasta í álfunni. Ísland á ótrúnlega mikið sameiginlegt með Zimbabe, eiginlega svona fyrir/eftir, það er nefnilega ekkert víst að þeir sem fái kvótan kunni að veiða fiskinn eða hreinlega nenni því, þar fyrir utan ef Ísland gengur í ESB þá verður þessu ekki úthlutað til Íslendinga heldur til Breta og spánverja sem veiða fiskinn með fullvinnslutogurum og við sjáum ekki krónu af þessu, hvorki almenningur sem vinnu eða Ríkið sem skattgreiðslu. Ísland er með ríkari þjóðum í þessum heimi, ekki af því að við fæddumst með það sem þjóð heldur vegna þess að við börðumst fyrir þessu og höfum allatíð unnið hörðum höndum og verið dugleg og iðinn með þennan iðnað. Hér er Jóhanna að leika eftir gjörðum Róberts Mugabe, veistu þau hafa bæði sagt að þau fari ekki fet, ekki satt? ég á ekki von á því að þú sért nægur maður að svara þessu Jón Ingi
Brynjar Þór Guðmundsson, 5.6.2011 kl. 17:24
Brynjar, hvaðan kom þessi kvóti til útgerðanna sem þér er svo annt um? Ég veit að hann kom ekki úr tölvum og ég veit að hann kom ekki frá Ragnari Árnasyni hagspekingi. Það er verið að reyna að leiðrétta skekkjuna sem varð þegar pólitíkusar eins og Halldór Ásgrímsson tóku aflaheimildir sjávarbyggðanna og réttu þær vinum sínum og vandamönnum.
Árni Gunnarsson, 5.6.2011 kl. 20:19
Síðast þegar ég athugaði var hann tekinn af veiðireynslu skipa sem höfðu stundað veiðar á viðkomandi tegund 3 ár aftur í tímann, þannig að hann var ekki "gefinn" vinum og vandamönnum heldur byggt á því hver hafði veitt hvað og hversu mikið. Menn vissu að það myndi reynast best þega minka þyrfti veiðarnar svo fiskurinn "hyrfi" ekki. Við vitum allir að fiskurinn hverfur ekkert, hann fer eitthvað, er einhvestaðer og/eða er veiddur/drepinn og étinn af einhverju/m
Brynjar Þór Guðmundsson, 6.6.2011 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.