Ríkissjóður á að gefa eftir af sínum hlut.

 

Síðustu áramót var algengt verð á bensíni hjá stóru olíufélögunum tæplega 208 krónur. Vörugjald og kolefnisgjald var síðan hækkað á nýársdag en framhaldið þarf vart að rekja.

Hækkanir á eldsneyti leiða til þess að olíu og bensínsala dregst sama með tilheyrandi afleiðingum. Landinn ferðast minna, við kaupum minna, við hættum að rúnta á sunnudögum og fá okkur ís og tilheyrandi.

Niðurstaða ofsköttunar í þessum geira skilar ekki tekjum í ríkissjóð enda má sjá tölur allt að 20% samdrátt á fjölförnum leiðum eins og Suðurlands og Vesturlandsvegi. Samdráttur á Holtavörðuheiði er 16%.

Það væri skynsamlegt í ljósi aðstæðna að ríkissjóður gæfi eftir af sínum hlut, ég er sannfærður um að tekjur hans í heildina mundi ekki dragast saman, þær mundu skila sér í aukinni umferð svo ekki sé nú talað um aukningu í þjónustu og verslun.

Ég skora á ríkisstjórnina og alþingsmenn að sameinast í þessari aðgerð og lækka bensín og olíuverð vel niður fyrir 200 kallinn.

Það er ofmat og þröngsýni að halda að ofsköttun sé leið til aukinna tekna...þannig gerast kaupin einfaldlega ekki á eyrinni.


mbl.is Bensínið dýpkar kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Þannig að það sem þú ert að seigja er að Samfylkingin sé ekki starfi sínu vaxin? Það vita það allir að VG er bara áhorfandi í þessari Ríkisstjórn enda eru allar ákvarðanir teknar af Samfylkingu.

Brynjar Þór Guðmundsson, 4.6.2011 kl. 11:44

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég veit ekki til að nokkur flokkur á Alþingi hafi lagt þetta til með formlegum hætti....... ég lýsi eftir því... óháð flokkslínum

Jón Ingi Cæsarsson, 4.6.2011 kl. 11:48

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

en vegatollana.. ertu hlynntur þeim ?

Óskar Þorkelsson, 4.6.2011 kl. 12:40

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Vegtolla ??? ég er hlyntur framkvæmdum sem byggja á hóflegu notkunnargjaldi... enda sæki þær ekki fjármuni til skattgreiðenda sem er í sjálfu sér skattur sem kalla mætti vegtolla eða vegskatta þegar sanngjarnt er skoðað.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.6.2011 kl. 12:43

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

datt það í hug.. eigum við ekki bara að sleppa vegatollunum og hafa bensínverðið eins og það er ?

Óskar Þorkelsson, 4.6.2011 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband