L-listinn enn á villigötum í stjórnkerfinu.

 

3. Hafnasamlag Norðurlands - umferðarskipulag við Oddeyrarbryggju
2011030034

Erindi dags. 3. mars 2011 frá Hafnasamlagi Norðurlands þar sem hafnaryfirvöld óska eftir að fá tímabundinn umráðarétt á svæðinu næst Oddeyrarbryggju í 2 klst. eftir að skemmtiferðaskip leggjast að bryggju.
Sigríður María Hammer vék af fundi undir þessum lið vegna stjórnarsetu í Hafnasamlagi Norðurlands.

Framkvæmdaráð samþykkir erindið.

1. Hafnasamlag Norðurlands - umferðarskipulag við Oddeyrarbryggju
2011030034
Málið tekið fyrir að nýju.
Framkvæmdaráð afturkallar fyrri ákvörðun sína  frá 18. mars 2011.

_______________

Það vakti athygli undirritaðað að farið var í framkvæmdir við Strandgötu neðan Hjalteyrargötu. Ég hef nokkuð fylgst með afgreiðslu mála og mundi ekki með nokkru móti eftir að skipulagsnefnd sem fjallar um umferðarmál hefði tekið þetta fyrir.

Ég spurði...og viti menn, þessi framkvæmd hafði verið samþykkt í framkvæmdaráði í mars en eins og allir vita fer framkvæmdaráð ekki með forsjá þess málaflokks sem málið fellur undir.

L-listinn með Odd Helga í broddi fylkingar vindur svo ofan af dellunni með því að afturkalla fyrri ákvörðun þann 27. maí og eftir stendur að búið er að framkvæma á svæðinu, ólöglega og ósamþykkt.

Nú þarf skipulagsnefnd að fara í að leiðrétta þessi stjórnsýslumistök eftirá sem eru vond vinnubrögð og ráðamönnum til lítils sóma.

Það verður að gera þá lágmarkskröfu til stjórnenda bæjarins að þeir þekki þær leiðir sem ber að fara í formlegri afgreiðslu mála. Annað er óboðlegt.





 





 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818147

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband