31.5.2011 | 11:21
Bara að minna kjósendur sína á gamlar lummur.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG og fyrsti flutningsmaður tillögu VG um að Ísland segi sig úr Nató, sagði að tillagan væri ekki til heimabrúks. Með tillögunni væru þingmenn VG að biðla til þingheims um nýja hugsun. Það væri þörf fyrir nýja hugsun á alheimsvísu og við ættum að hverfa frá gildum kalda stríðsins.
__________
Auðvitað er þessi tillaga til heimabrúks...hvað annað. Það hefur engin umræða farið fram um þessi mál á Íslandi og ekkert sem bendir til að þjóðin hafi áhuga á þessu gamla prinsippmáli Allaballsins og últra vinstris á Íslandi.
En ég virði það við VG að þurfa að minna kjósendur sína á þessu þegar þeir standa í mokstri eftir frjálshyggjuna og gömlu prinsipmálin hafa þurft að víkja úr umræðunni... eins og venjulega þegar þeir starfa í meirihluta á Alþingi.
Átakanlegt yfirklór VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Seint hefði ég átt von á viðhorfi af þessu kaliberi frá þér Jón,. En lengi skal manninn reyna, eins og Megas segir..
hilmar jónsson, 31.5.2011 kl. 11:43
ég er bara á þessari skoðun..þetta er tillaga sem hefur lítin tilgang í tíma og rúmi og ég sé ekki að staðan á Alþingi gangvart þessu máli sé nokkuð breytt frá því fyrir 50 árum.
Jón Ingi Cæsarsson, 31.5.2011 kl. 11:55
Og þú ert sáttur að vera spyrtur við NATO og afrekaskrá þeirra ?
hilmar jónsson, 31.5.2011 kl. 12:18
Hilmar
Jón Snæbjörnsson, 31.5.2011 kl. 13:15
Hilmar Kísilíev.
Flyttu til Sovét ef að þú elskar kerfið þeirra svo.
Flyttu til Kúbu. Þar er allavega heitt þegar er búið að henda þér út úr húsinu þínu þar sem Fjálgmálaráðherrann vildi fremur semja við Fjárglæframenn en að aðstoða þjóð sína.
Óskar Guðmundsson, 31.5.2011 kl. 18:36
Takk annars Jón fyrir færsluna.
Það er einmitt afturhvarf til kaldastríðsins að ætla að úthýsa NATO.
Ætli VG liðið yrði kátt þegar að Birnir Rússa færu að sveima hér í landhelginni?
Óskar Guðmundsson, 31.5.2011 kl. 18:38
Mér finnst umræðan úti á túni. Ég er enginn aðdáandi NATÓ en styð aðild að því bandalagi og hef alltaf gert.
En núna finnst mér umræðan ganga út að að æpa á NATÓ fyrir árásir á Libíu og Afganistan og ef til vill fleiri..kannski fyrir inngripið í gömlu Júgóslavíu þegar stríðið þar var stöðvað.
Ef menn eru ókátir með þessar ákvarðanir og framkvæmdir ættu menn þá frekar að krefjst úrsagnar úr SÞ því flest að því sem NATÓ hefur verið að gera síðustu áratugi er að framfylgja samþykktum í þeirri ágætu stofnun þjóðanna SÞ...síðast var NATÓ falið að framfylgja ákvörðun Öryggisráðs SÞ um Líbíu.
En best væri auðvitað að allir gætu svifið um í aldingarðinum Eden þar sem allt svona væri alveg óþarfi og öll dýrin í skóginum vinir....alltaf
Jón Ingi Cæsarsson, 31.5.2011 kl. 19:13
Þó svo inngangangan í natóið hafi verið umdeild á sínum tíma verður tillaga um útgöngu sjálfsagt sjálfsagt ekki síður umdeild. Aðildin að natóinu hefur að mörgu leyti verið okkur hagstæð og er þá sérstaklega klausan um að árás á eitt aðildarríki sé árás á öll ríkin sé ekki góðra gjalda verð.
Hvernig hafa útgöngumenn hugsað sér framhaldið í því sambandi? Ef hermdarverkahópur ræðst á hagsmuni okkar og við stöndum utan Nató hvað þá? Erum við berskjölduð eða eigum við að njóta þess að hafa verið í natóinu? Gott væri að eiga þá hauka í horni.
Sá spyr sem ekki veit!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 1.6.2011 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.