Landsbyggðar - fjandsamlegt fyrirtæki.

 

Starfsfólki fyrirtækisins Já verður fækkað um 6–8 á næstunni og  þjónustuveri Já á Akureyri verður lokað. Fyrirtækið segir, að á móti verði þjónustuver fyrirtækisins í Reykjanesbæ og Reykjavík efld.

Aðgerðirnar  koma til framkvæmda í haust. Nú starfa um 120 manns hjá fyrirtækinu, sem annast rekstur 118, vefsvæðisins já.is og sér um útgáfu Símaskrárinnar.

Alls starfa nú nítján fastráðnir starfsmenn hjá þjónustuverinu á Akureyri í 18,5 stöðugildum. Hluta þess starfsfólks verður boðin vinna hjá þjónustuverum Já í Reykjavík og Reykjanesbæ.

Þar hrundu síðustu leifar Símans á landsbyggðinni. Frá því fyrirtækið var einkavætt árið 1997 hefur smátt og smátt dregið úr starfsemi þess á landsbyggðinni. Síðasta vígið, JÁ á Akureyri fellur nú fyrir landsbyggðarfjandsamlegri stefnu þessa auma fyrirtækis.

Þetta er í reynd stórskandall og bæjaryfirvöld á Akureyri hljóta að mótmæla harðlega þessum áformum.

Svo til að kóróna skömmina bjóða þeir starfsmönnum sem sagt er upp störfum vinnu á höfuðborgarsvæðinu.... aumt er yfirbragðið á þessu fyrrum fyrirtæki allra landsmanna.

Það er þjóðhagslega óhagkvæmt að flytja störf af landsbyggð til höfuðborgar.. og í augum leikmanns er fátt við það unnið að færa störf til ... þegar hvort sem er á að halda áfram svipaðri starfssemi.


mbl.is Já segir upp starfsmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Var ekki Síminn einkavæddur árið 2007. Mig rámar í það frekar en að það hafi gerst árið 1997. Þá reyndar held ég að Símanum hafi verið í breitt í hlutafélag sem var í eigu íslenska ríkisins.

Jón Frímann Jónsson, 20.5.2011 kl. 16:36

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta var allt í markvissri þróun frá 1997 þegar Síminn var gerður að hlutafélagi og síðan skipt upp í einingar... Mílu, Já, Símann, og að lokum var grunnnetið einkavætt... þannig að ég hef kosið að kalla þetta sama atburðinn

Jón Ingi Cæsarsson, 20.5.2011 kl. 16:59

3 identicon

Það hefur greinilega kostað sitt að fá rígmontið vöðvafjall til að koma út símaskránni í ár. Svei aftan.

Olgeir Engilb. (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 17:24

4 Smámynd: Birnuson

Það er ekki hlutverk fyrirtækja að reka byggðastefnu, heldur að sýna hagkvæmni í eigin rekstri. Ef það er í raun hagkvæmara þjóðhagslega að hafa störfin á landsbyggðinni þarf ríkisvaldið að haga rekstrarumhverfi fyrirtækja þannig að þau sjái sér hag í því að flytja starfsemina þangað.

Birnuson, 20.5.2011 kl. 17:55

5 identicon

Síminn á ekki fyrirtækið Já. Síminn er enn með starfsstöð á Glerártorgi á Akureyri þar vinna 15 manns í fullu starfi ásamt 2-3 sem hafa verið með aukavinnu samhliða háskólanámi.

Guðrún (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 18:14

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Birnuson..þá væri hagkvæmast fyrir td Póstinn að hætta að sinna óarðbærum stöðum á landsbyggðinni.. lífið er ekki eintóm exelskjöl sem sýna eina sanna niðurstöðu í einföldu dæmi..  Síminn er auðvitað með verslun á Glerártorgi..og það er gott en óttarlega er þetta nú smátt í sniðum miðað við það sem var fyrir nokkrum árum

Jón Ingi Cæsarsson, 20.5.2011 kl. 21:34

7 identicon

Auður Capital á Já, en já maður skilur ekki hvað ríkið var ad hugsa á sínum tíma. Einkavæðing Pósts og síma. Bankarnir. Og já vöðvatröllið kostaði sko sitt ásamt gríðarmiklum auglýsingaherferðum undanfarna tíma. Þegar fólk hringir óvart í 118 í staðinn fyrir 112 þá held ég nú að landsmenn ættu ad vera með númerið á hreinu og frekari auglýsingar eru óþarfar, allavega í svona miklum mæli. Ástæðan fyrir þessari uppsögn var hagræðing vegna of hárri leigu á húsnæði á Akureyri. Þau völdu frekar að brjóta upp í lífi 20 ágætra kvenna heldur en að sleppa einni auglýsingu og flytja í minna húsnæði.

Silja (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 22:48

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Já..húsaleigan þarna hefur vafalaust verið há..og í austurendanum á húsinu var fyrirtæki sem fór þess vegna og keypti sitt eigið sem var hagkvæmara. Þetta Propetis dæmi sem á þetta hús var afsprengi útrásarinnar en ég veit ekki hver á það núna...kannski einhvert þrotabú bankanna..

Ímynd JÁ mun skaðast mjög við þetta og að mínu mati hafa þeir ekki hugsað þetta mál lengra en fram að næsta ársreikningi... ófaglegt og óskynsamlegt

Jón Ingi Cæsarsson, 21.5.2011 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 818137

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband