Lýðskrum og markleysa.

Á opnum fundi Hreyfingarinnar, sem haldinn var í kvöld um ójöfnuð og óréttlæti, var samþykkt ályktun þar sem mælt er með því að launþegar felli kjarasamningana sem skrifað var undir í kvöld, þar sem þeir séu stórvarasamir. 

Ég hélt satt að segja að það væri smá glóra í Hreyfingunni.

Þessi ályktun staðfestir að þarna er bara á ferð óábyrgur lýðskrumaraflokkur sem hreinlega leggur til hryðjuverk gagnvart Íslandi og íslenskri þjóð. Ef hér yrðu allsherjarverkföll og átök á vinnumarkaði mun íslenskt efnahagslíf hrynja til grunna og við færu líklega enn neðar en þegar ástandið var verst rétt eftir hrun. Ferðaþjónustan yrði það fyrsta sem færi á hliðina og uppskeran yrði stóraukið atvinnuleysi og gjaldþrot.

Að stjórnmálaafl skuli álykta á þennan hátt segir allt sem segja þarf um Hreyfinguna.

Skammarlegt.


mbl.is Vilja að launþegar felli samningana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Já, Jón Ingi þú kannt nú ekki einu sinni að lesa. Þetta var opinn fundur, ekki Heyfingin sjálf sem ályktunin kemur frá.

Baldvin Björgvinsson, 6.5.2011 kl. 20:30

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það hefur alltaf verið auðveldara að brjóta niður en byggja upp. Enginn græðir á verkföllum, samfélagið sem einstaklingurinn. Auðvitað má alltaf benda á agnúa í kjarasamningum en best var að koma í veg fyrir verkföll. Annað er ævintýramennska.

GJ

Guðjón Sigþór Jensson, 7.5.2011 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 818201

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband