Formannsefni í umboði Davíðsarmsins ?

 

Kristján vildi hins vegar ekkert segja til um það hvort hann kynni að bjóða sig aftur fram sem formann Sjálfstæðisflokksins líkt og hann gerði árið 2009.

Það stefnir í uppgjör í Sjálfstæðisflokknum. Hófsamir frjálslyndir miðjuíhaldsmenn, fylgismenn ESB aðildar með víða alþjóðlega sýn annarsvegar. Hardcore íhhaldmenn, frjálshyggjusinnaðir öfgahægri menn og þjóðernissinaðir einkaeignarsinnar kvótagreifanna og þeirra sem hafa átt Ísland hinsvegar..

Menn hafa velt því fyrir sér hvort Bjarni Ben eigi sér athvarf í öðrum hvorum þessum hópi. Hann var sannarlega líklegur fulltrúi hinna fyrrnefndu og sýndi á sér frjálslyndar og víðsýnar hliðar áður en hann varð formaður. Síðan þá hefur hann reynt að reka hentistefnu og halda uppi hentimálflutningi til að styggja ekki hinn arminn sem lýtur leiðsögn goðsins í Hádegismóum.

Eftir Icesaveuppákomu þingflokks Sjálfstæðisflokksins var útséð að hann fengi stuðning úr þeirri áttinni og efasemdir eru um styrk hans í hinum frjálslyndari armi líka...og ekki síður.

Nú virðst sem Hádegismóri hafi stungið sér út formannsefni til að tefla gegn BB á næsta landsfundi flokksins og sá armur er óþolinmóður og vill landsfund sem fyrst því BB er þeim þyrnir í augum. Þykir veikur og linur formaður. Þeir vilja fá harðann nagla í sætið og nagla sem ér sérlega trúr kvótagreifum vinum Moggaritstjórans. Þá er KÞJ sérlega hentugur kandidat. Stjórnarformaður Samherja til fjölda ára, sérlegur vinur kvótagreifanna og með rætur í greininni sem gamall sjóhundur. Betra getur það ekki verið og því tel ég að KÞJ sé sérlega hentugur fulltrúi GAMLA ÍSLANDS í formannsæti Sjálfstæðisflokksins.

Satt að segja efast ég um að frjálslyndari öfl Sjálfstæðisflokksins treysti BB nokkuð frekar og því eigum við eftir að sjá formannsefni þess arms flokksins.

Ég hef þá trú að það henti þeim hluta flokksins síður að flýta landsfundi því þeir eiga lengra í land með að smíða sér trúverðugt og öflugt formannsefni. Kannski flýtur Bjarni á því og fær stuðnings þess arms flokksins þegar upp verður staðið en ég held að ekkert sé í hendi hvað það varðar.


mbl.is Kristján vill landsfund í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818208

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband