Við erum ekki stærst og mest í hugum allra.

 

Elleman-Jensen sagði, að nú spyrðu menn sig út í heimi hvort hægt væri að gera samninga við Íslendinga. Sagði hann, að Ólafur Ragnar hefði í raun tekið lýðræðislega kjörið þing Íslendinga úr sambandi og þannig grafið undan lýðræðinu í Íslandi.

Mörgum þykir voða töff að standa uppi í hárinu á þessum vitleysingum í útlöndum. Okkur þykir líka voða töff að semja ekki, heldur slást, öskra og rífast. Best ef við getum staðið í slag og málaferlum við sem flesta og sem lengst.

Enn betra þykir okkur ef einhver poppulistinn gerir eitthvað sem okkur finnst voða töff og sýni umheiminum svart á hvítu hvað við erum ógeðslega huguð og sjálfstæð.

En satt að segja sýnist mér að umræðan erlendis sé fyrst og fremst sú að við séum lítt skynsöm og höfum ekki þroska til að nýta okkur tækifæri sem fáum bjóðist.

Og með því hverfur það litla traust sem eftir var og þjóðin er flokkuð sem óalandi frekjudallar og heimóttarlegir þjóðernissinnar.

Það finnst okkur voðalega töff og við brosum í kampinn, horfumst íbyggin í augu og segjum drýgindalega.  

"Þessir andskotar í útlöndum eiga sko ekkert inni hjá okkur. Þeir fá svo sannarlega að finna hvar DAVÍð keypti ölið."


mbl.is Undrandi á forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Er það ekki lýðræði í sinni björtustu mynd, að vísa hitamáli til fólksins? 

Hvað er annars lýðræði? 

Held að þessar ruglubomsur í TV2 þurfi að lesa sig til um hugtakið "lýðræði" áður en þeir láta móðinn mása og það ætti ritstjóri þessarar bloggsíðu að gera einnig.

Benedikt V. Warén, 19.4.2011 kl. 18:23

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þessir tveir eiga t.d. eitt sameiginlegt, og það er að hrökklast frá formannsstörfum í sínum flokkum eftir lélega útkomu í kosningum, Uffe er kannsi frægastur fyrir undanlátsemina í sambandi við Múhammeð skopmyndirnar í Jyllandsposten á sínum tíma, á svona STÓRUM útlendingum eigum við að taka mark á, og ekki halda að við séum eitt eða neitt í hinum stóra heimi, jafnvel gera okkur enn minni og gefa eftir í öllu sem sem að okkur er sótt.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 19.4.2011 kl. 19:06

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvað eiga þessir tveir langan tíma að baki í Dönskum stjórnmálum Kristján ? Ekki margir Íslenskir stjórnmálamenn sem staðið hafa jafnlengi í eldlínu stjórnmála og með jafn mikla reynslu og Uffe og Lykketoft..

hilmar jónsson, 19.4.2011 kl. 19:22

4 identicon

Jafnaðarmenn orðnir ílla haldnir af íhalds-syndróminu.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 19:38

5 identicon

Hvergi kristallast Orwellískur hugsunarháttur jafnaðarmanna eins mikið og einmitt þegar þeir fara að tala um frelsi og lýðræði, hugtök sem að þessir sömu jafnaðarmenn gætu ekki útskýrt þó að þeir væru slegnir í andlitið með þeim.

Hvernig er það nákvæmlega að grafa undan lýðræðinu að senda eitthvað í þjóðaratkvæðagreiðslu? Ég spyr þig af því að eins og með flest alla pólitíkusa í heiminum geta bæði Elleman-Jensen og Lykketoft mætt í sjónvarpssal einhvers staðar og látið dæluna ganga án þess að nokkur mótmæli neinu af ruglinu sem þeir eru að bera á borð. Útskýringin fæst þ.a.l. ekki frá þeim, en þar sem að þú virðist vera þeim sammála gætirðu e.t.v. varpað smá ljósi á þetta?

Ég skal í mesta lagi, gefa þér það að það hafi verið grafið undan þingræðinu á Íslandi, en hvað með það? Þingið hér á landi fer ekki með alræðisvald þó að stjórnmálamenn og fylgismenn þeirra vilji oft láta þannig. Til hvers heldurðu annars að þessi klásúla hafi verið sett inn í stjórnarskránna til að byrja með? Væntanlega svo að forsetinn og almenningur geti tekið fyrir hendur þingsins ef þeim finnst það vera að fara út fyrir valdasvið sitt.

"En satt að segja sýnist mér að umræðan erlendis sé fyrst og fremst sú að við séum lítt skynsöm og höfum ekki þroska til að nýta okkur tækifæri sem fáum bjóðist."

Hahaha já, það er ekki svo langt síðan nígerískur karlmaður af aðalsættum bauð mér tækifæri sem að gefst einungis einu sinni á lífsleiðinni, hefði ég haft mann eins og þig í bakhöndinni hefði ég örugglega gert rétt og hjálpað aumingja manninum að flytja alla þessa peninga á milli landa. Ég meina hvers konar þöngulhaus myndi afþakka slíka gjöf frá bláókunnugum einstakling?

Þar fyrir utan, hvaða tækifæri ertu að tala um? Og af hverju býðst okkur eitthvað sem að fáum býðst?

Eina tækifærið sem að ég kem auga á er tækifærið til að leyfa kröfuhöfum banka að gera tilkall til eigna almennings í því landi sem að bankinn starfaði upprunalega í, allt undir því yfirskyni að bæta almenningi í öðrum löndum upp tap sitt. Bara svo að pólitíkusar í þessum sömu löndum geti coverað þeirra eigin rassgat.

Um leið og sjálfstæður dómstóll kemst að þeirri niðurstöðu að ég skulda ógrynni peninga fyrir það eitt að hafa skilað inn auðu í síðustu kosningum (og borið þannig beina ábyrgð á öllu embættismannakerfinu) mun ég hugsanlega greiða þá skuld sem mér ber að greiða (lesist: drulla mér úr Evrópu).

Maynard (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 21:34

6 identicon

Hvað eru menn ennþá að þræta hér í bloggg heimum....Ykkur tókst að fá meirihluta fyrir nei-i með stanslausum skrifum og Ísland trúði

Það eru bara allir hinir í heiminum sem þið þurfið að upplýsa um hina flottu afstöðu Íslands.

Hið Íslenska efnahagsundur er að snúast í hið Íslenska lýðræðisundur..Við kunnum allt best ALLLTTTTT

Símon (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband