Nýr þingflokkur, VINSTRI HÆTTIR sækja um þingflokksherbergi.

 

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði í kvöldfréttum Sjónvarps að afstaða Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns flokksins, hefðu valdið vonbrigðum og komið verulega á óvart.

Feisbúkk er yndisleg. Þar greip ég á lofti frábæra uppástungu. Nú er rollubóndinn hættur í VG og genginn í þingflokkinn á Póstbarnum.

http://eyjan.is/2011/04/13/asmundur-einar-gekk-inn-a-postbarinn-og-hropadi-%e2%80%9ejess%e2%80%9c/

Ekki er hægt að láta þau halda þingflokksfundi á ölduhúsum og því reikna ég með að þau sæki um þingflokksherbergi því þrír þingmenn eru víst þingflokkur.

Þingflokkur VINSTRI HÆTTRA mun því sækja um herbergi í fyrramálið og hefja störf við uppáhalds iðju sína...

Berjast gegn framtíðinni.


mbl.is Snögg sinnaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir geta fengið herbergi WC (sem sturtar niður atkvæðum og loforðum) þar sem þau eru hvort eð er hvert í sínu horni.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 00:06

2 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Uppáhalds iðja þeirra er að vera sjálfum sér samkvæm og heiðarleg við kjósendur sína. Þess vegna hafa þau farið framm á að þingflokkur VG standi við stefnu þá sem hann fékk fylgi útá í síðustu kosningum. Það hefur ekki gengið eftir.

Hreinn Sigurðsson, 14.4.2011 kl. 00:29

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Steingrímur sem í 25 ár hefur virst vera að berjast fyrir umbótum snérist á punktinum og það svo skart að hann tók flokk sinn næstum úr hálsliðnum í snúningum í kringum svikula kerlingarbeylu sem hefur það eitt umfram hann að hafa setið 5 árum lengur.

Seldi hann sálu sína og sannfæringu (amma hanns var því miður látin.... annaras hefði hún fylgt með í kaupunum) fyrir að fá að halda á lyklinum að ríkiskassanum, þó ekki nema bara í pósum á myndum því að það er Jóhrannar sem stjórnar Gosa sínum.

Óskar Guðmundsson, 14.4.2011 kl. 01:07

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Eitthvað þarf að andmæla þeim orðum að þau þrjú séu að stunda þá yðju að svíkja loforð.

Það væri frekar að hinir sem eftir eru í þingflokki VG séu að stunda yðju sem flokkast undir loforðasvik. Hef ekki séð neitt sem gæti flokkast undir að vera loforð sem staðið hefur verið við, reyndar hef ég ekki séð nema eitt loforð sem staðið hefur verið við af hálfu ríkisstjórnarinnar en það er einstefnuflokksins að hafa staðið við og kallast "umsókn um aðild að ESB". Þetta er líka kosningaloforð sem VG sveik...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 14.4.2011 kl. 02:30

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í stjórnmálum er oft mikil ágjöf á hinu veðrasama pólitíska fari, þjóðarskútunni. Nú hafa þrír stjórnarliðar stokkið fyrir borð og eru sem önnur pólitísk reköld í ólgusjó stjórnmálanna. Spurning er hvort fólk sem ekki þolir þetta mikla álag, eigi að bjóða sig fram þar sem allt getur gerst. Kannski væri hyggilegra að segja alfarið af sér.

Í hvert sinn sem svona lagað kemur fyrir er alltaf sama spurningin: er þingsætið flokksins eða þingmannsins? Um þetta er ekki kveðið á í stjórnarskrá en hefur verið praktísérað þannig að viðkomandi þingflokkur missir af þessum sætum. Spurning er hvort á þessu verði tekið í nýju stjórnarskránni enda velja kjósendur flokk en ekki persónur.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.4.2011 kl. 17:37

6 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það hefur verið þannig hjá mér að égg lít frekar til manneskjunnar bakvið atkvæðið fremur enn flokkinn sem maðurinn er í. Það er líka kveðið á um að þingmaður er aðeins bundinn við sannfæringu sína en ekki flokksins eða formannsins.

Af þeim sökum er ég frekar hlyntur þremenningunum en flokksforystunni í flokknum sem þau tilheyrðu. Ástæðan er sáraeinföld, flokksforystan fjarlægðist flokkinn og stefnuskrá flokksins svo mikið að ekki er í raun hægt að segja að VG hafi þingflokk. Fólkið sem var kosið sem þingmenn VG er ekki að þjóna VG, nema kanski þeir þrír sem sögðu sig úr þingflokki þeim er kennir sig við VG. Restin af þessum þingflokk sem á að berjast fyrir stefnu VG er lítið annað en eginhagsmunaseggir sem þrá ekkert heitara en að halda í stólana svo sjálfstæðisflokkurinn komist ekki til valda aftur.

Þegar svo er komið þá er best að hætta þingsetu því að þú hjálpar þjóðinni ekkert með því að leggjast eins og hóra fyrir samstarfsflokkinn til að halda í stól...

Til að fá nýtt Ísland þarf að temja sér betri husunarhætti og í því felst meðal annars að tekið skal upp persónukjör og er ég þess fullviss að það væri til að hjálpa kvenþjóðinni að koma sér áfram og mun að lokum verða gott fyrir jafnrétti í pólitíkinni.

Að auki á landið að hætta að sóa fjármunum í gagnslausa umsókn að ESB þar sem hægt var að skoða auðveldlega hvað aðrar þjóðir fengu og meta stöðuna útfrá því. Við höfum ekkert þangað inn að gera.

Með kveðju

Ólafur Björn Ólafsson, 14.4.2011 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband