Öngull í rass...Sjálfstæðisflokksins.

 

Tillaga um að lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir var felld á Alþingi í kvöld með 32 atkvæðum gegn 30 en einn þingmaður sat hjá.

Síðan var tillaga um að rjúfa þing og boða til kosninga felld með 36 - 22.

Sjálfstæðisflokkurinn fór því heim með öngulinn í rassinum og mér heyrðist og fannst að ýmir þingmenn sem studdu tillögu Sjálfstæðisflokksins hafi gert það með óbragð í munni.

Dapurlegast þótti mér samt að heyra í Atla Gíslasyni og Ásmundi Einar Daðasyni sem er alveg úti á túni í þessa dagana... sem ef til vill er ekki undarlegt í ljósi staðreynda.


mbl.is Vantrauststillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Tek undir með þér Jón. Og megi Ásmundur og Atli finna sér farveg á öðrum vettvangi en í stjórnmálum í framtíðinni.

hilmar jónsson, 13.4.2011 kl. 22:18

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þetta var auðvitað bullandi vantraust á ríkisstjórnina, það sjá allir!!

Eyjólfur G Svavarsson, 13.4.2011 kl. 22:24

3 identicon

Tek undir með Eyjólfi, annað er bara afneitun ekkert annað.

Jóhann P. (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 22:25

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Bíddu, var ekki vantraust tillagan felld ?

hilmar jónsson, 13.4.2011 kl. 22:29

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eyjólfur... tókstu ekki eftir því. Vantrauststilagan féll...eða var ég að horfa á vitlaust sjónvarp ?

Jón Ingi Cæsarsson, 13.4.2011 kl. 22:47

6 identicon

32-30 og einnsat hjá.

Telst nú varla merkileg ríkistjórn.

Get alveg ímyndað mér hvernig Steingrímur myndi láta ef hann væri hinum megin LOL

Þessi stjórn á ekki ikið eftir. Því fyrr sem Jóhanna og Steingrímur sætta sig við það, því betra fyrir okkur öll.

Það VERÐUR að endurnýja umboð ríkistjórnar sem hefur fengið á sig áföll einsog þessi. Er þar helst að telja Icesave frumvörp sem hafa verið send aftur til þeirra með yfirgnæfandi falleinkun, og svo líka að Lilja og Atli hafa fengið nóg.

Hverær fá fleirri nóg af vitlaysuni ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 22:57

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Undir því álagi sem hún starfar Birgir ? ....Jú það verður að teljast merkileg og mögnuð stjórn sem stendur það af sér.

hilmar jónsson, 13.4.2011 kl. 23:00

8 Smámynd: Hörður Jónasson

Sammála Jón Inga að Sjálfstæðisflokkurinn fór heim með öngulinn í rassinum. eins er ég feginn að þetta fór eins og það fór þar sem við þurfum ekki á kosningum að halda núna og pólitíska upplausn eins og ég talaði um í mínum pistli.

kv. Hörður.

Hörður Jónasson, 13.4.2011 kl. 23:11

9 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Það er merkilegt að túlka það sem sigur ríkisstjórnarinnar að það fækki um einn mann í henni. Hörður það er pólitísk upplausn í landinu. Fyndnast þótti mér samt að allir stjórnarliðarnir sem spáðu því fyrir síðustu helgi að hér færi allt lóðbeint til helvítis ef icesave yrði ekki samþykkt, skyldu nú tala um það hvað framtíðin væri blómleg og að allt væri að rísa.

Hreinn Sigurðsson, 13.4.2011 kl. 23:34

10 Smámynd: Bergþór Heimir Þórðarson

Ég verð nú að vera ósammála Hilmari Jónssyni og öðru fólki sem vill Atla, Ásmund og Lilju út úr pólitík.  Það er nákvæmlega svona fólk sem við þurfum í stjórnmálunum.  Fólk sem þorir að standa með eigin sannfæringu, hver svo sem hún er í staðinn fyrir að elta foringjana eins og barðir hundar. 

Það er ekki þar með sagt að ég fylgi þeim að máli.

En að ríkisstjórninni og vantrauststillögunni.  Jóhanna og Steingrímur verða segja af sér sem allra fyrst svo það sé einhver möguleiki á að bjarga fyrstu "vinstri" stjórn landsins frá glötun.  Ef það gerist ekki þá mun þetta kjörtímabil valda óbætanlegum skaða á öllum vinstri flokkum um ókomna tíð.  Skaðinn er skeður nú þegar en það er hægt að laga það að einhverju leiti ennþá.

Bergþór Heimir Þórðarson, 13.4.2011 kl. 23:49

11 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Þó ekki sé ég sjálfstæðismaður þá held ég nú að það sé betra að vera með öngul í rassinum sem er hægt að losa frekar en vera fastur í miðjum hópi villikatta og geta sig ekki hreift.

Tryggvi Þórarinsson, 14.4.2011 kl. 12:55

12 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jóhanna og Steingrímur hafa staðið sig mjög vel. Hvaða stjórnmálamenn hafa verið í áþekkum sporum og þau við að endurreisa íslenskt þjóðfélag úr því fjármálasukki sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn bera meginábyrgð á?

Kannski þetta sé verra ástand sem komið hefur fyrir þessa þjóð síðan á 18. öld á dögum danskrar einokunarverslunar og Móðuharðinda. Hafa stjórnmálamenn stjórnarandstöðunnar reynt að styðja stjórnina til góðra mála? Eg leyfi mér að efast stórlega um það.

Það er góð samlíking hjá þér Jón með öngulinn í rassinum. Sjálfstæðisflokkurinn er vægast sagt í mjög vafasömum málum, sbr. Vandræða-Hannes.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 14.4.2011 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband