Blaut tuska í andlit Reykvíkinga.

 

Borgarráð samþykkti í dag tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra um að Reykjavíkurborg láni Orkuveitu Reykjavík allt að 11,3 milljarða. Miðað er við að 7,4 milljarðar verði lánaðir 1. apríl nk. og 3,7 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi 2013.

Þetta er fróðleg lesning. Verið er er að ræða mjög háar upphæðir. Reykjavíkurborg sem hefur ráðist í mjög umdeildar aðgerðir í skólamálum virðist eiga fullar hendur fjár þegar upp er staðið.

Talað var um að ná sparnaði upp á nokkur hundruð milljónir með nokkuð harkalegum aðgerðum þar sem skólar og leiksskólar yrðu sameinaðir og fjölda starfsmanna yrði sagt upp. Ekki þarf að minnast á öll óþægindin og óhagræðið fyrir börn og foreldra.

Það verður snúið fyrir Gnarrinn að útskýra fyrir reiðum foreldrum þá staðreynd að Reykjavík snarar út 11.3 milljörðum eins og að drekka vatn í fallít fyrirtæki Orkuveitunnar...

Hókus - pókus....Gnarra - brella. 

 


mbl.is Starfsmönnum fækkað um 90
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

7.4 milljarðar verða greiddir 1.apríl!

er þetta ekki bara fyrirfam 1.apríl gabb gnarrsins??

Sigurður örn brynjólffson (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 15:04

2 identicon

Þetta eru peningar sem voru geymdir í sjóð einmitt fyrir OR ef á þyrfti að halda. Það er náttúruleg bara grín að fólk skuli vera að agnúast út í Besta Flokkinn fyrir stöðuna á OR. Var það Besti sem tók lánin hjá NiB og eyddi í rugl?

Fólk er fljótt að gleyma og þessvegna fáum við alltaf sjálfstæðisflokkinn aftur og aftur. Ætli hinn venjulegi íslendingur sé kynblandaður íslensku sauðkindinni?

Orri (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 15:47

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jón flón gættu þín! Sjálfstæðismenn eru hrunverjarnir og fásinna ef fólk kýs þá aftur þegar núverandi stjórn hrökklast frá!

Sigurður Haraldsson, 29.3.2011 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818097

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband