Skynsamleg lausn og allir ánægðir nema.....

 

Ekki verður kosið að nýju til stjórnlagaþings að nýju heldur verður lögð fram tillaga á Alþingi um að þeir sem upphaflega voru kosningar á þingið verði skipaðir í sérstakt stjórnlagaráð.

Þetta er Salómonsniðurstaða og með henni næst sú niðurstaða sem kjósendur vildu... og ekki er brotið að frambjóðendum og endurskoðun stjórnarskrárinnar getur hafist af fullum krafti.

Dómur Hæstaréttar er virtur. Allir vita að hann snérist að formlegri framkvæmd kosninganna og hafði engar athugsemdir fram að færa um annað.....ekki svindl, enginn vafi á niðurstöðu en kosningin samt sem áður ógild ...

Þá er bara að halda þessu áfram þó svo stjórnmálaflokkur sem ekki getur stutt þetta sé fúll með að hafa ekki tekist að bregða fyrir þetta fæti með góðri aðstoð ónefndra.

Það verður að hrósa þessari nefnd fyrir skynsamlega og góða niðurstöðu.


mbl.is Ekki kosið til stjórnlagaþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Skársta niðurstaðan og reyndar sú eina sem til greina kom.

Árni Gunnarsson, 24.2.2011 kl. 17:05

2 Smámynd: GAZZI11

Þetta er ekki skynsamleg niðurstaða heldur heimsk og arfa vitlaus.

Að vera að ota þessu fólki sem var ólöglega kosið áfram inn á stjórnlagaráð er rangt gagnvart þeim og varla bjóðandi. Trúi því ekki að umræddir vilji sitja þarna og alltaf með þetta á bakinu og ólöglega kosin.

Eina vitið er nýjar kosningar inn á stjórnlagaþing.

GAZZI11, 24.2.2011 kl. 17:13

3 identicon

Meirihluti þjóðarinnar sat heima,,, og hefur engan áhuga á þessu, og Jú það er rétt hjá Birgi að þingið á að sjá um stjórnarskrár breytingar.

Óskar (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 17:17

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki vera svona reiður GAZZI, auðvitað snilldarlausn, einföld og ódýr. Enda var ekkert við fyrri kosningu að athuga nema það að hún hugnaðist ekki ákveðnum einstaklingum sem þurfa að glíma við innri erfiðleika.

Árni Gunnarsson, 24.2.2011 kl. 17:49

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta fólk hefur ekkert umboð og að eyða penginum almennings í ráðgefandi stjórnlagaþing er móðgun við almenning meðan verið er að skerða mennta og heilbrigðiskerfið kerfisbundið.
Alþingi á að fjalla um og taka ákörðum um stjórnarskránna en ekki umboðslaust ráðgefandi stórnlgaþing
Þarna fara nokkur hundruð milljóna í klósettið - það er alveg klárt mál

Óðinn Þórisson, 24.2.2011 kl. 18:02

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

þetta er fullkomlega löglegt af stjórninni, svo nú féllu sumir á eigin bragði, og sjá líklega eftir að hafa ekki nýtt sinn lýðræðislega rétt til að kjósa þá sem þeir vildu á stjórnlagaþing svo að lýðræðislegt jafnvægi hefði verið meira? Kennir fólki vonandi að hætta þessum leikaraskap á alþingi og taka orð og störf alvarlega, og virða lýðræðið umfram gjörspilltan hæstarétt!

 Sumir töldu sig væntanlega ekki þurfa að kjósa? Hæstiréttur var fyrirfram búinn að ákveða að ógilda kosninguna. Og Ragna Árnadóttir blessunin var dómsmálaráðherra þá? Og nú á að ráðast á Ögmund Jónasson sem er dómsmálaráðherra, fyrir (skipulögð) afglöp Rögnu Árnadóttur á kosningunni?

 Geta ekki flestir lesið á milli línanna hvað er í gangi? Saklaust fólk fær bæði erfiðið og ábyrgðina, á meðan aðrir kunna bara að ræna afrakstur af erfiði þeirra vinnusömu og heiðarlegu, og kenna þeim svo um allt sem misfórst á þeirra eigin vakt!

 Svona er að hafa umbjóðendur gjörspilltra stjórnmála-flokka til margra áratuga á alþingi, sem reyna að eyðileggja allt sem þeim ekki passar, í skjóli yfirburðar-valds og spillingar (hæstiréttur)!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.2.2011 kl. 20:01

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óðinn. það er nú svo margt brenglað í mennta og heilbrigðiskerfinu, að það er orðið nauðsynlegt að vekja fólk til umhugsunar á því.

 Gjörbreytingar eru nauðsynlegar á  hvorutveggja til að varanlegur mælanlegur árangur náist fyrir nemendur og sjúklinga.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.2.2011 kl. 20:10

8 Smámynd: Vendetta

Það er alveg sama hvaða mál kemur upp á Alþingi, réttlætið tapar alltaf. Þessi ríkisstjórn er eina stjórnin á lýðveldistímanum, sem hefur klúðrað ÖLLUM málum. Það er enginn sem mun taka neitt mark á þessu stjórnlagaráði, en ráðið mun auðvelda landráðaflokkunum og undirlægjum þeirra að afnema fullveldið.

Einu breytingarnar sem stjórnarskráin þarf er að afnema allar þær breytingar og viðbætur sem gerðar voru 1995, þannig að hún verði færð aftur til síns upphaflega forms. Síðan ættu þessir vesælu alþingissmenn og -konur að byrja að virða ákvæði stjórnarskrárinnar, sérstaklega grein 26, og haga sér eftir því.

Vendetta, 24.2.2011 kl. 22:18

9 Smámynd: Pétur Harðarson

Ég sé ekki eftir að hafa ekki nýtt minn lýðræðislega rétt í máli sem er svo greinilega afbökun á lýðræði. Jóhanna og Steingrímur hafa sýnt sitt rétta andlit þegar kemur að lýðræði. Þau eru fylgjandi auknu lýðræði þegar það hentar þeim í þeirra pólitíska drulluslag. Stjórnlagaþingið var sett upp sem leikrit fyrir heimskan almúgann svo hann fengi það á tilfinninguna að hann hefði einhver áhrif á stjórnarskránna. Jóhanna mun hins vegar sjá til þess að eingöngu verða gerðar breytingar á stjórnarskránni sem henta hennar pólitíska ferli. Nú fer músíkin bráðum aftur í gang og fíflin munu dansa með. Ekki ég.

Pétur Harðarson, 24.2.2011 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband