Ekki stórt ef samið er...annars ?

 

"Þá bar Sölvi þessa spurningu upp: „Í hjarta þínu, ef þú værir í stjórnarandstöðu, heldurðu að þú værir ekki hlynntur því að þetta mál færi í þjóðaratkvæðagreiðslu?“ Steingrímur svaraði: „Nei ég efast um það vegna þess hvernig það er vaxið. Ég tel, og það kannski hneykslar einhverja, en ég ætla að segja það samt. Ég tel þetta mál ekki svo stórt.“ 

Rétt hjá Steingrími..Icesave með þá niðurstöðu sem liggur fyrir eftir samninga er ekki stórt mál miðað við annað. T.d. er gjaldþrot Seðlabankans undir stjórn Davíðs Oddssonar 10X stærra hvað varðar upphæðir sem tapast.

Flest bendir til að þær upphæðir sem þarf að greiða fari lækkandi vegna betri stöðu þrotabús Landsbankans gamla og gætu jafnvel orðið nánast 0 krónur ef allt fer á besta veg. Svo bjartsýnn ætla ég ekki að vera.

Ég er heldur ekki sá áhættufíkill að taka sénsinn á að enda í 1.200 milljörðum ef við skíttöpum dómsmáli sem ýmislegt bendir til að gæti gerst.

Því segi ég já í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave ....

 


mbl.is Icesave-málið ekki það stórt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Icesave er ekki stórt ef samið er og eins og þú bendir á að ef samið er þá gæti Icesave verið allt að 0 krónur vegna þess að þrotabúið gæti staðið undir öllum kostnaði, er fólk virkilega svona barnalegt ???? Ef það væri einhver séns að þrotabúið myndi standa undir öllum kostnaði heldurðu þá að Bretar og Hollendingar væru að sækja svona mikið á í þessu máli að við semjum áður en þrotabúinu er skipt upp. Ef málið er þannig að þrotabúið er svona mikils virði er þá ekki best að drullast til að selja það og semja svo um restina sem eftir stendur en ekki semja um óútfylltan víxil.

Hjörleifur (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 08:44

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú kannski hefur ekki tekið eftir því að ég segi... "Svo bjartsýnn ætla ég ekki að vera" en ég ætla að leyfa mér að vera svartsýnn á hagstæða niðurstöðu í dómsmáli..sérstaklega af því að þá hangir málið yfir næstu árin með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.2.2011 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband