Hinn þögli meirihluti gegn öfgamönnum.

 

Árni Páll sagði, að mikivægt væri að leggja raunsætt mat á afleiðingar þess ef Icesave-samningnum verði hafnað og ekki eigi að vera með hræðsluáróður.

Hinn þögli meirihluti... það er hinir 200.000 kjósendur sem ekki skrifuðu á lista öfgamanna og hinn veiklundaði og ákvarðanafælni forseti tekur meira mark á en öðrum.

Forsetinn tekur gjarnan mestan þátt með þeim sem hæst hafa og eru mest áberandi. Hann var í liði háværra úrrásarvíkinga og hann er í liði háværra öfgamanna sem afflytja sannleikann með ljótum hætti.

Nú er komið að hinum þöggla meirihluta sem ekki skrifar á lista öfgamannanna og sat heima í síðustu atkvæðagreiðslu um Icesave.

Nú er það þjóðarinnar að staðfesta markvissa og ábyrga framtíð landsins og taka völdin af þeim sem vilja steypa henni í óvissu málaferla og vantrausts heimsins.


mbl.is Ekki stórvægileg áföll heldur kyrrstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér í einu og öllu.

Nú er nóg komið af þessum öfgamönnum sem vaða hér uppi og níðast á stórum hluta þjóðarinnar.

Ég ætla að leggja mitt á vogaskálarnar til að fá alla í kringum mig til að samþykkja þennan samning sem 70% af upplýstu Alþingi samþykkti og taldi vera þjóðinni fyrir bestu.

Þjóðernisöfgar komu landinu í þrot og eru nú aftur að leika okkur grátt. Og aftur fer Forsetinn þar manna fremstur.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 09:39

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það fer að verða áleitin hugsun að það hefði verið best fyrir þjóðina að fyrsta útgáfa Icesave hefði farið í gegn og málið frágengið.

Vissulega hefði greiðslubyrðin verið þung og áhættan mikil en kanski ekki í samanburði við það sem nú getur orðið ef allt fer á versta veg.

Nú er „þjóðin með löggjafarvaldið“ eins og forsetinn túlkar málið og þjóðin virðist að stórum hluta vera á bandi mannsins sem sagði „við borgum ekki skuldir óreiðumanna“. Óreiðumennirnir voru að vísu margir meðal bestu vina þessa manns og sjálfur skildi hann eftir óreiðuskuldir sem þjóðin borgar.

Nú er eina vonin sú að þjóðin sjái að vitleysunni verður að ljúka. En vonin er veik.

Hjálmtýr V Heiðdal, 21.2.2011 kl. 09:50

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hræðsluáróðurinn hefur nú ekki síst komið frá stjórnvöldum - allt frá upphafi þessa máls.

Það er kjánaleg ályktun að þrýstingur einhverra öfgamanna (öfgamenn eru vafalaust allir sem eru þér ekki sammála í einu og öllu) hafi ráðið ákvörðun forseta. Þvert á móti byggði hún einfaldlega á því að málið var komið til þjóðarinnar og ekkert hafði breyst sem réttlætti að taka það aftur úr þeim farvegi.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.2.2011 kl. 09:59

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með Þorsteini.  Ef þetta er að vera öfgamanneskja þá ber ég þann titil ánægð og félagsskapinn þann.  Það er nefnilega ekki hægt að tala um að þeir sem ekki skrifuðu undir bænaskjalið séu sammála þér og þínum Jón.  Það eru nefnilega öfgar að halda slíku fram.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2011 kl. 10:17

5 identicon

Leitt að forsetinn sé orðinn handbendi mestu ofstækismanna landsins. Manna sem hafa lýst vilja sínum til að drepa tiltekið fólk, ýmist með eitri eða hengingum, og hafa viljað nota rafbyssur og háþrýstidælur á mótmælendur á Austurvelli.

Doddi (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 10:26

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt hjá Árna Pál, að nú sé tími til að leggja raunsætt mat á málið. Ekki bara hvaða þýðingu það hefur að fella lögin, heldur og ekki síður hvaða þýðingu það hefur fyrir okkur að samþykkja þau.

Heilindi Árna Páls eru þó ekki meiri en svo að í þessu sama viðtali gat hann ekki stillt sig um hræðsluáróður þegar hann segir að kyrrstaða, aukið atvinnuleysi og skert kjör landsmanna muni hljótast af því að fella lögin.

Staðreyndin er að hræðsluáróðurinn hefur hingað til verið mestur af hálfu stjórnvalda, sem eru þó best í stakk búin til að koma fram með málefnalegan málfluttning, þar sem þau hafa allar staðreyndir málsins undir höndum. Þegar sá málsaðilinn sem hefur staðreyndirnar hjá sér velur áróður í stað upplýsinga hlýtur maður að spyrja hvort nokkur raunveruleg rök séu fyrir hendi!!

Árni Pál má þó eiga það að hann er sá fyrsti úr stjórnarliðinu sem tjáir sig um þetta mál án þess að vera með skítkast í forsetann.

Gunnar Heiðarsson, 21.2.2011 kl. 10:33

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Íslenska ríkið skuldar 26 milljörðum minna í ár en ella þegar Icesave III hefur verið blásinn af í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það ætti að gefa ríkisvaldinu svigrúm upp á 26 milljarða til að t.d. lækka skatta á alla svo að "allir vinna" átakið geti breiðst út til fleiri en bara iðnaðarmanna. 

Geir Ágústsson, 21.2.2011 kl. 13:28

8 identicon

Hver er hin ábyrga staðfesta framtíð landsins sem þú talar um hér ?

Ágúst J. (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband