Valdarán !!. Alþingi íslendinga fótum troðið.

 

Alþingi íslendinga samþykkti lög með góðu samkomulagi, 44-16. Forseti Íslands hunsar nú aukinn meirihluta Alþingis og fremur þar með valdarán því forseti Íslands á ekki að hafa þau völd að geta eins og konungar fyrr á öldum látið þjóðþing lönd og leið af tækifærismennsku einni saman.

Nú á þingið þann kost einan að bera fram vantraust á forseta Íslands og setja hann af ef það á að vera marktækt og ákvarðanir þessi eigi framtíð fyrir sér.

Ég veit ekki hvort menn almennt geri sér grein fyrir hversu alvarlegur atburður svona er í landi þar sem þingræði ríkir samkvæmt stjórnarskrá....sama hvað mönnum finnst um Icesave... þetta gæti endurtekið sig í hverju málinu á fætur öðru.

 


mbl.is Forsetinn staðfestir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér. Það er svolítið furðulegt að forsetinn taki ekki mark á Alþingi þegar 44 þingmenn styðja þetta frumvarp.

Kanski er of fljótt að lýsa vantrausti á forsetann núna, en ef hann endurtekur leikinn, þá verður Alþingi að setja forsetann í þjóðaratkvæði;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 15:28

2 Smámynd: corvus corax

Í fyrsta lagi ríkir ekki þingræði í landinu af því að þingræði er í eðli sínu ekki stjórnskipan. Það ríkir lýðræði í landinu og forsetinn hefur ekki tekið sér neitt vald í þeim skilningi af því að hann er ekki að ákveða eitt né neitt. Það eina sem hann er að gera er að vísa staðfestingu eða synjun laga til lýðræðisins beint af því að hann treystir sér ekki til að taka þessa ákvörðun fyrir það eitt að það eru deildar meiningar um málið og líklega meirihluti gegn því skv. öllum sólarmerkjum að dæma. Það er skýr heimild í stjórnarskrá til að forseti geti beint staðfestingu eða synjun laga til þjóðarinnar. Það er kjarni lýðræðisins. Þingræði þýðir einfaldlega það að ríkisstjórn styðst við meirihluta þings á hverjum tíma. Ef hins vegar kemur til kasta minnihlutastjórnar er seta hennar gjarnan varin með hlutleysi ákveðins fjölda þingmanna og þá er ekki þingræði ríkjandi í raun. Og það hefur ekkert með lýðræðið að gera.

corvus corax, 20.2.2011 kl. 15:33

3 Smámynd: Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Nei, þetta er ekki valdarán vegna þess að forsetinn hefur þetta vald. Auk þess er málið af slíkri stærðargráðu að viðurstyggilegt væri að láta misvitra þingmenn svo sem Sigmund Erni og Þráinn Bertelson taka ákvörðun sem mun hafa áhrif á landið næstu árin. En auðvitað er hentugt að vera á móti þjóðaratkvæðagreiðslu þegar maður styður frumvarpið líkt og það er hentugt að vera á móti ógildingu hæstaréttar þegar maður styður stjórnlagaþing.

Þorsteinn Friðrik Halldórsson, 20.2.2011 kl. 15:35

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Getur þú rökstutt að ákvörðun forsetans sé valdarán með tilvísan til 26. greinar stjórnarskrárinnar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.2.2011 kl. 15:36

5 identicon

Já þjóðin framdi valdarrán en hræðilegt.

Forsetinn var EKKI að hafna samningnum hann var eingöngu að gefa þjóðinni síðasta orðið. Af hverju eru margir svona slow að fatta þetta?

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 15:37

6 Smámynd: Hörður B Hjartarson

       Jón Ingi !

       Þú ferð með algert fleipur er þú talar um lög í þessu tilfelli , því þetta eru ,  voru og verða lögleysa , því þar sem Landsbankamálið hefur ekki verið krufið til mergjar , þá er málið engan veginn ljóst , hvort okkur beri að greiða þennann ósóma .

       Sé einhvers staðar Skjaldborg að finna , þá er það á Bessastöðum - átta þú þig á því , niður í Þjóðarleikhúsinu vofir yfir bankastjórn sem inniheldur m.a. Gjaldborgu Tjaldborgu ÁrnaPálsdóttur .

       Sjáir þú þetta ekki , þá ert þú haldinn pólitískri blindu á lokastigi .

Hörður B Hjartarson, 20.2.2011 kl. 15:37

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Ingi, þetta er rangt hjá þér. Í 11. grein stjórnarskrár stendur:

"Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meiri hluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna"

"Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga".

Ég á eftir að sjá að ríkisstjórnin þori að fara þessa leið.

Kolbrún Hilmars, 20.2.2011 kl. 15:42

8 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Já Jón Ingi það væri nú glæsileg niðurstaða ef alþingi myndi lýsa vantrausti á Herra Ólaf Ragnar Grímsson forseta þar sem alþingi er með fullt traust fólksins í landinu. Þú ert nú meiri kjáni en mig nokkurntíma óraði fyrir og hef ég nú fjörugt ímyndunarafl.

Með kveðju 

Elís Már Kjartansson, 20.2.2011 kl. 15:43

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það er frumskilyrði ef menn æta að tjá sig um stjórnsýslu á íslandi að lesa stjórnaskrá lýðveldisins.  Lestu stjórnaskránna Jón það tekur ekki langan tíma og þú yrðir mun betur í stakk búin til að fjalla um þessi mál á eftir.

Guðmundur Jónsson, 20.2.2011 kl. 15:44

10 Smámynd: Viggó Jörgensson

Valdið er hjá þjóðinni.

Til 4 ára í senn getur þjóðin alþingismönnum takmarkað vald til að stjórna fyrir sína hönd.

Þjóðin og Alþingi settu stjórnarskrána og mælir þar fyrir um að þjóðin geti tekið vald sitt af

Alþingi í einstökum málum, með atbeina forseta.   

Hvernig getur það verið valdarán að þjóðin noti vald sitt.  Vald sem er aðeins hennar?  

Ef þú gefur einhverjum umboð til að selja húsið þitt þá getur þú afturkallað það umboð hvenær sem þér sýnist.

Væri það valdarán gagnvart umboðsmanninum? 

Viggó Jörgensson, 20.2.2011 kl. 15:46

11 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur dagur.

Aðalsteinn Agnarsson, 20.2.2011 kl. 15:46

12 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Næst setjum við fjárlögin...sjávarútvegsmálin og orkumálin í þjóðaratkvæði.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.2.2011 kl. 15:47

13 Smámynd: Rauða Ljónið

Í dag sigraði lýðræðið alræði.
Forseti vor er sverð okkar og skjöldur.

Rauða Ljónið, 20.2.2011 kl. 15:50

14 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég verð að viðurkenna að ég botna ekki í viðbrögðum Jóhönnu og Steingríms eftir synjun forsetans ? ? ?.

Af hverju í andskotanum leyfa þau ekki Ólafi að sitja uppi með afleiðingarnar af  einræðistilburðum hans og segja af sér. Ólafur getur þá tekið við, enda farinn að tala eins og hardcore pólitíkus a la íhald....

hilmar jónsson, 20.2.2011 kl. 16:09

15 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sagt er að forseti eigi að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Í dag brást honum þetta hvlutverk. Hann hefir höggvið tvisvar í sama knérunn.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.2.2011 kl. 16:18

16 Smámynd: Víðir Benediktsson

Forseti þiggur vald sitt frá þjóðinni og þess vegna má Alþingi lýsa eins miklu vantraust og því sýnist, það verður alltaf marklaust. Velti því annars fyrir mér hvers vegna sumt fólk er svona hrætt við þjóðaratkvæðagreiðslu. Betra hefði verið ef Alþingi hefði sjálft komið því til leiðar. Það er samt greinilegt að til er fólk sem treystir ekki sinni eigin þjóð.

Víðir Benediktsson, 20.2.2011 kl. 16:21

17 identicon

Íhaldið kaus samninginn en þau kusu líka að láta þjóðina segja sitt álit á samningnum, þannig að þetta er ekki hreint 44-16, en þjóðin fær að tala.

Annars er hrikalega fyndið að sjá Samspillinguna gera allt til þess þjóðin fái ekki að segja sitt í þessu, en ætti í sjálfu sér ekki að vera skrítið þar sem jú aðeins gerspillt fólk er í Samspillingunni.

Áfram ísland

Gummi (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 16:25

18 Smámynd: Adeline

Alþingi fótum troðið nú segir þú, - það var fótum troðið í okt.við trumbuslátt þúsunda manna en alþingi hlustar ekki heldur halda þeir að þeir séu einráðir.

Forsetinn er flottastur.

Adeline, 20.2.2011 kl. 16:34

19 Smámynd: Pétur Harðarson

Þú virðist hafa lokað eyrunum fyrir rökstuðningi forsetans, Jón Ingi. Forsetinn var að nýta stjórnarskrárvarinn rétt sinn til að vísa málinu til þjóðarinnar. Rétt um 10% þjóðarinnar bera traust til ríkisstjórnarinnar. Vinnubrögð hennar í þessu máli eiga örugglega stórann þátt í því. Umboðslítið þing hefur engan styrk til að lýsa vantrausti á forsetann og þessi ríkisstjórn ætti frekar að undirbúa sig undir vantrauststillögu á sín verk sem mun örugglega koma fram innan skamms tíma. Þessi stjórn er búin að vera. Því fyrr sem stjórnarsinnar opna augu sín fyrir þeirri staðreynd, því fyrr getur þjóðin farið að vinna sig úr kreppunni.

Pétur Harðarson, 20.2.2011 kl. 16:41

20 Smámynd: GAZZI11

Alveg að springa af hamingju með Ljósbera Lýðræðisins. Snilld hjá honum. Best væri að hann tæki Icesave að sér fyrir hönd þjóðarinnar og leysti þetta fyrir okkur. Tæki þetta frá illa upplýstum pólítíkusum og framapoturum og færi með þetta beint til einhverra sem hafa völd, snefil af réttlæti, samvisku og mannúð.

Það getur ekki verið rétt að 300.000 manns borgi reikninga einkafyrirtækis og það getur ekki verið rétt að ríkisábyrgð sé þarna án samþykkis þjóðarinnar.

GAZZI11, 20.2.2011 kl. 16:42

21 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Jón Ingi, Stefán Júl og Guðjón Sigþór !! eru þið ekki einu sinni pínu fegnir ? að núna skuli skapast tækifæri fyrir ykkar "óbrigðulu", "lýðræðiselskandi" og "hugrökku" ríkisstjórn, ásamt meðreiðarsveinum, til að skýra nú "ágæti" og ekki síst "lögmæti" þessarar eignafærslu sem Icesave III er eins og Icesave I og II voru líka.

Þannig að við "vitleysingarnir" sem skiljum þetta ekki ennþá, fáum tækifæri til að sannfærast, eða eru þið í "panikk" yfir því að við séum ekki í standi til að skilja þetta, eða jafnvel að "haldbæru" rökin séu einfaldlega ekki til, ??  og þar með verðum við ekki tilbúin að fylgja forystudýrum ykkar fyrir björg í blindni ?.

þó svo (ótrúlegt en satt samt ) sterkur meirihluti hafi verið fyrir samningnum á þingi, skulum við ekki gleyma að það var mjótt á mununum varðandi spurninguna um þjóðaratkvæðagreiðsluna, 33 á móti 30 bara það eitt var nóg til að gera forsetanum ákvörðunina auðveldari, en fleira kom til einnig eins og við vitum, m.a. að þetta er í raun sama málið, aðeins lagfært, og kosið var um í mars í fyrra.

Verður spennandi að fylgjast með ykkur þremenningum, þegar/ef til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB kemur, á þá að leyfa þjóðinni að kjósa einusinni og svo ef sú útkoma er eitthvað á "skjön" við vilja stjórnvalda, verður bara lagfært "aðeins" og svo keyrt í gegn, án nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu ??

Onei nei, þannig mun sú kosning ekki fara, það eru breytingar í gangi, ekki bara á Íslandi heldur um víða veröld, vilji "kratar" vesturlanda vera með í þessum breytingum, þá þarf að opna augun og byrja að kíkja í kring um sig, nú eða pilla sig út í horn með "forystydýrunum" og fara í fýlu.

MBKV

KH 

Kristján Hilmarsson, 20.2.2011 kl. 16:49

22 identicon

Kristján: Ég er ekki feginn eða ánægður. En ég skal viðurkenna það að þetta mál er komið í mjög áhugaverðan farveg;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 17:10

23 Smámynd: GAZZI11

Almenningur er að átta sig á því að buddan er tóm og því gengur það ekki lengur að stjórnmálamenn, fjármagnseigendur og fleir geti alltaf sent reikningin til almennings. Held að það séu einnig stór hluti af því sem er að gerast í heiminum.

Almenningur lifir ekki lengur af brauðmolunum sem falla af alsnægtarborði elítunnar og sjálftökuliðsins.

GAZZI11, 20.2.2011 kl. 17:14

24 Smámynd: Pétur Sveinsson

Að sjálfsögðu voru meiri hluti þingmanna sem vildu staðfesta lögin....eflaust ekki fyrir hönd þjóðarinnar, heldur vegna þess ad þingmenn eru eflaust flestir orðnir vel þreyttir af IceSave og því sem því fylgir. Og svo er þetta fólk sem tekur allar ákvarðanir fyrir okkur það vel statt fjárhagslega að það skiptir ekki öllu máli smá hækkun hér og þar fyrir þau, en getur skipt ÖLLU fyrir hinn almenna "BORGARA"

Pétur Sveinsson, 20.2.2011 kl. 17:14

25 identicon

Ég svara Mosa:

"Sagt er að forseti eigi að vera sameiningartákn þjóðarinnar." - Er það ekki rétt hjá mér að ríkistjórn Ísland eigi einnig að vera sameiningartákn þjóðarinnar? Jú það held ég nú. Er ríkistjórn okkar fallega lands að tala fyrir vilja þjóðarinnar? Nei það er hún ekki að gera. Það liggur við að Jóhanna og Steingrímur séu af Hollensku eða Bresku bergi brotin. Þegar ég heyrði viðtalið við þau eftir að forseti Íslands hafnaði lögunum skammaðist ég mín. Ég skammaðist mín að búa í landi þar sem leiðtogarnir standa ekki með þjóðinni. Herra Ólafur Ragnar Grímsson er svo mikill maður að ég á ekki orð. Hann svarar fyrir sig eins og sannur leiðtogi, bæði á blaðamannafundum hér á landi sem og í viðtölum við erlendar sjónvarpstöðvar. Hann stendur með sinni þjóð og vílar ekkert fyrir sér. Hann stendur aldrei á gati og Íslendingar geta verið stolt af því að eiga svo góðan forseta.

Jakob Steinn Stefánsson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 17:16

26 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Maðurinn fór bara að stjórnarskrá.  Ekkert segir að hann megi ekki neita að skrifa undir allt sem kemur frá alþingi, ef sá gállinn er á honum.

Svo: flott mál.  Lýðræði hefur skeð.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.2.2011 kl. 20:13

27 Smámynd: Sævar Einarsson

Er enginn að átta sig á þessum tölum á alþingi og hvers vegna lögin um Icesave voru samþykkt 44-16 ? jú Sjálftökuflokkurinn fékk þessa líka flottu smjörklípu. Hún fólst í því að fella úr gildi 8. greinina úr Icesave III en það var einmitt grein sem átti að sjá til þess að það væri hægt að koma yfir lögum og reglum yfir fjárglæpamenn, Samspilinngingin sá sér leik á borði til að fá Sjálftökuflokkurinn mtndi játast Icesave III var sú grein felld út og þá sættist Sjálftökuflokkurinn(en þó ekki allir) á að samþykkja þessi lög, sjá þessa grein hér http://www.althingi.is/icesave/samanburdur.htm "8. gr. Endurheimtur á innstæðum."

Sævar Einarsson, 21.2.2011 kl. 04:34

28 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Málið var komið til þjóðarinnar og forseta ekki stætt á að taka það úr þeim farvegi. Það skilur hver heilvita maður. Ekki veit ég hvernig þú ímyndar þér að þingið geti samþykkt vantraust á forsetann og sett hann af - forsetinn er þjóðkjörinn en ekki kjörinn af þinginu og það hefur því enga lögsögu yfir honum.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.2.2011 kl. 11:54

29 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Líklega skapar Ólafur Ragnar fleiri vandræði heldur en hann þykist leysa. Kom ekki í ljós að Hæstiréttur er fyrst og fremst Hæstiréttur Sjálfstæðisflokksins þegar hann fram fram úr og dæmdi kosningu ólöglega „af því að vel gæti verið að freamin hafi verið lögbrot“ við framkvæmd kosninganna? Nú getur sami flokkur eignað sér forsetann sem átti að vera sameiniongartákn þjóðarinnar en ekki sundrunarafl.

Svona framganga er vægast sagt mjög ámælisverð.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.2.2011 kl. 12:39

30 Smámynd: Mofi

Við höfum þegar sparað gífurlegar fjárhæðir vegna þess að forsetinn synjaði síðasta samningi og leyfði þjóðinni að ráða. Núna fær þjóðin aftur að ráða og aðeins þeir sem eru á móti lýðræði geta verið á móti því að þjóðin taki sjálf þessa ákvörðun þar sem það er nú þjóðin sem þarf að borga brúsann.

Mofi, 21.2.2011 kl. 12:51

31 identicon

Skil ekki málið og skil ekki að þetta skyldi koma einhverjum á óvart. Maðurinn sendi Icesave samninginn í fyrra til þjóðaratkvæðagreiðslu og hann væri að gera sjálfan sig að algjörum ómerkingi ef hann væri ekki sjálfum sér samkvæmur og sendi þennan seinni samning sömu leið. Hann hlýtur að hafa synjað lögunum á sínum tíma undirritunar vegna ákveðinna "prinsipp" atriða en ekki því hvort um er að ræða háa eða lága upphæð.

Eftir að forsetinn sendi lögin í janúar í fyrra til þjóðaratkvæðagreiðslu, átti hann engan trúverðugan kost annan í stöðunni en að gera slíkt hið sama nú.

Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 12:55

32 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Skil ekki hvað er svona slæmt við að láta þjóðina ákveða hverju hún lætur troða ofan í kok á sér? Ef þjóðin vill getur hún ákveðið að kaupa sér frið fyrir 47 eða 50 milljarða, en það er ólíklegt að hún vilji borga 200 milljarða eða meira fyrir friðinn.

Kjartan Sigurgeirsson, 21.2.2011 kl. 14:28

33 identicon

VALDARÁN segir þú Jón Ingi og talar drýgindalega um aukinn meirihluta sem, eins og búið er að benda þér á, var ekk fyrir hendi varðandi þá tillögu að vísa málinu til þjóðarinnar.

Vænt þætti mér um það að þú upplýstir okkur um skoðun þína og þinna skoðanabræðra á þeirri aðgerð Forseta að synja svokölluðum fjölmiðlalögum staðfestingar hér fyrir nokkrum árum.

 Hrópaðir þú þá um valdarán og krafðist þess að forseti yrði settur af? Ég giska á að svarið við þessari spurningu sé; NEI !!!!

Arnar (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 17:22

34 identicon

Það hrópaði enginn "Valdarán" eða "einræðistilburðir" forsetans þegar hann synjaði undirritun á fjölmiðlalögunum og vísaði þeim til þjóðarinnar.  Þá var að vísu önnur ríkisstjórn en hefur það eitthvað með málið að segja eða hvað?  Er það kannski ekki sama hvaða ríkisstjórn leggur fram lögin?

Eru kannski "sumir jafnari en aðrir" hjá þessari Helferðarstjórn og meðreiðarsveinum hennar?

Jóhannes (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 17:52

35 identicon

Virkilega dapurlegt hvernig tekið var framfyrir hendur 70% þingmanna sem hafa bakvið sig tugi þúsunda kjósenda.

Þingmenn sem hafa legið yfir Icesavesamingnum vikum saman og kynnt sér allar þær upplýsingar sem liggja fyrir og þingið hefur. Og komust síðan að þessari niðurstöðu.

Ótrúlegt að fólk sem fæst þekkir til málsins og samningsins skrifar undir hjá kjosa.is og á eftir að kjósa "NEI" í þjóðaratkvæðagreiðslunni af tilfinningasemi og reiði en pælir minna í staðreyndum.

Til dæmis þeim staðreyndum að við getum ekki kosið burt skuldir og skuldbindingar landsins.

Forsetinn gerði okkur engan greiða með því að samþykkja ekki Icesave 3. Ef samningurinn verður felldur í þessari þjóðaraatkvæðagreiðslu að þá efast maður um að mark verði tekið á Íslandi í framtíðinni, sem þjóð meðal þjóða. Og það á eftir að valda okkur miklum skaða.

Auðvitað vill enginn borga skuldir Landsbankans, það segir sig alveg sjálft. En þetta eru skuldbindingar landsins og sem betur fer á þá munu eignir landsbankans dekka þessa skuld að mestu leyti. Þótt það væri frábært að geta kosið burt skuldir sínar og skuldbindingar, að þá ganga hlutirnir því ekki þannig fyrir sig.

Einar (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 18:53

36 identicon

Einar: Þetta er því miður eini möguleikinn til þess að sýna reiði þjóðarinnar. Auðvitað á að greiða Icesave, en hvaða aðrir möguleikar eru fyrir hendi?

Þess vegna er Icesave umræðan eins og hún er.

Fólk gerir engan greinarmun á innistæðum og skuldabréfum.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 19:04

37 identicon

Nýja kjörorð Samspillingarinnar er :

Borgið, borgið alla einkarekna banka strax

Farið gegn þjóðinni aftur, aftur og alltaf gegn öllum þjóðaratkvæðaafgreiðslum

 

Borgið alla banka og tryggingarfélög með sköttum, ef um er að ræða hagnað hjá eigendum þá á hagnaðurinn renna til eigenda, en ekki skattgreiðenda og já munið að styðja alltaf þessa Sósíalistahugsjón Samspillingarinnar.

Reynið svo einu sinni að vera góðar Samfylkingargungur!!!

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband