Gaggandi þingmanni blöskrar.

„Þetta snýst um yfirgang og frekju í Merði,“ sagði Vigdís Hauksdóttir alþingismaður þegar hún var spurð um ástæður þess að hún hefði ákveðið að segja sig úr umhverfisnefnd Alþingis, en í bréfi sem hún sendi forseta Alþingis og fleirum vegna málsins kvartar hún undan samstarfserfiðleikum við Mörð Árnason."

Segir Vigdís Hauksdóttir.

Perónulega hefur mér fundist Vigdís Hauksdóttir einn dónalegasti og ómálefnalegasti þingmaður á hinu háa Alþingi.  Nú virðist hún hafa hitt ofjarl sinn og þá legst hún niður eins og smákrakki á leikskóla og skælir hástöfum.

En að öllu gamni slepptu... þingmenn í guðana bænum reynið nú að endurheimta virðingu þessarar stofnunar... þjóðin er löngu búin að fá nóg af þessari samkundu við Austurvöll sem er eins og óþægur bekkur í grunnskóla.


mbl.is „Snýst um yfirgang og frekju í Merði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jón Ingi: "En að öllu gamni slepptu... "  Hvað áttu við?  Sé ekkert skemmtilegt við þessa færslun, nema sneypuför Marðar niður á Alþingi, - sem þú nefnir ekki.

Hins vegar er Ofjarlinn Mörður þingmaður Samfylkingarinnar, ekki meiri bógur en það, að hann hefur nú þegar lufsast niður á Alþingi og í ræðustól, þar sem hann....

"...
kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar á Alþingi í dag og sagðist hafa skrifað Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, bréf og beðið hana afsökunar á harðneskjulegri fundarstjórn á fundi umhverfisnefndar þingsins í morgun"

Innlent | mbl | 15.2.2011 | 14:04

Benedikt V. Warén, 15.2.2011 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband