Lögbrot ?...þá er að fá úr því skorið.

 

„Ákvörðun Samtaka atvinnulífsins að tengja saman með ólögmætum hætti viðræður um gerð kjarasamninga við tiltekna niðurstöðu Alþingis í sjávarútvegsmálum hefur sett allan vinnumarkaðinn í uppnám og óvissu. Það er skoðun miðstjórnar ASÍ að með þessu komi SA í veg fyrir að hægt verði að hefja markvissa uppbyggingu og vöxt atvinnulífsins, sem leitt gæti til fjölgunar starfa og aukinna tekna. Það skýtur því skökku við að hlusta á forystumenn SA tala um að þeir vilji fara atvinnuleiðina út úr kreppunni, því það er sú leið sem þeir hafa tekið í gíslingu vegna hagsmuna útgerðarmanna. Þetta er tvískinnungur af ódýrasta tagi,“ segir í ályktunar miðstjórnar ASÍ.

Það má taka undir þetta með ASÍ. Forkastanleg framkoma SA í þessu máli er til skammar og ég vona sannarlega að þegar í stað verði látið á það reyna að þetta sé lögbrot.

Það eina sem launamenn biðja um er að atvinnurekendur og verkalýðsforusta klári þessi mál frá og nálgist þau af ábyrgð og festu.

Það er ekki hægt að segja að SA hafi gert og afstaða þeirra er þeim sjálfum til skammar og þeir þurfa að hugsa sinn gang strax því annars fer allt í bál og brand öllum til stórskaða.

Það er eiginlega neyðarlegt að sjá hvernig stórútgerðirnar stjórna SA og ég skil ekki af hverju aðrar starfsgreinar sem eiga aðild að SA láti lítinn gráðugan minnihlutahóp stjórna samtökunum.


mbl.is Segja afstöðu SA lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818217

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband