1.2.2011 | 18:14
Jakkalakki í afneitun.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist á Alþingi í dag hafa miklar áhyggjur af íslensku þjóðinni á tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar, sem er í dag, 1. febrúar.
Okkur gengur of hægt að koma hagkerfinu í gang, okkur gengur of hægt að skapa störf, við höfum lagt of miklar byrðar á heimilin um leið og illa hefur gengið og allt of seint að greiða úr skuldavanda þeirra. Nýfjárfesting í atvinnulífinu er í algeru frosti og undirstöðuatvinnugreinar, eins og t.d. sjávarútvegurinn, búa við mikla óvissu. Ofan á allt þetta bætist að hugmyndir forsætisráðherrans og stjórnarmeirihlutans um endurskoðun á stjórnarskránni hafa nú verið í smíðum í tvö ár með engum árangri og við erum komin aftur á byrjunarreit," sagði Bjarni.
Þetta segir formaður Sjálfstæðisflokksins og einn af helstu sökudólgum á þingi við að leggja steina í uppbyggingu og endurnýjun efnahagslífsins.
Hann ætti kannski að vita það manna best að hrunið sem hann og flokksbræður hans bera alla ábyrgð á hefur valdið þjóðinni ómældu tjóni og rústabjörgun hefur tekið mikinn tíma enda hrundi frjálshyggjuþjóðfélag Sjálfstæðisflokksins til grunna.
En þrátt fyrir Sjálfstæðisflokkinn hefur þessi rústabjörgun tekið ótrúlega skamman tíma og erlendir hagfræðingar hafa veitt því athygli að landið er að rísa úr rústum á ótrúlega skömmum tíma. Einn fræðingurinn sagði í fréttum að Ísland hafi gert allt rétt meðan Írland klúðraði.
En Bjarni Ben virðist líta á það sem skyldu sína að tala niður allt sem gert er og það getur ekki orðið annað en hans vandamál. Skelfilega ófaglegt og flokkspólitískt.
Ég hef reyndar meiri áhyggjur af hugarfari hans en íslensku þjóðinni.
Miklar áhyggjur af íslensku þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held nú því miður fyrir stjórnarsinna að eina rétta skrefið sem var tekið eftir hrun var setning neyðarlaga sem var eitt af síðustu verkum Geir H. Haarde. Staðreyndin er sú að Bjarni og hans lið hefur verið allt of veikt í að benda á úrræðaleysi þessarar stjórnar. Þessi stjórn lifir á því að þeir örfáu sem enn styðja hana eru með hausinn fastann í gömlum deilumálum. Þeð gerir lítið að hreykja sig með dugleysi og glæpum Sjálfstæðisflokksins þegar þessi stjórn hefur ekki hagað sér öðru vísi en stjórnir hans á nokkurn hátt.
Pétur Harðarson, 1.2.2011 kl. 18:38
„Neyðarlögin“ voru sett til að koma í veg fyrir algjört hrun og bjarga því sem bjargað var. Hins vegar þá mismunuðu þau innlendum og erlendum sparifjáreigendum og varð megintilefnið að Gordon Brown brást hart við og beittu okkur bresku hermdarverkalögunum.
Ríkisstjórn Geirs Haarde vildi ekki ljá máls á því að njóta aðstoðar breskra yfirvalda við að minnka ofvaxið bankakerfi braskarana. Á þeim mikla vanda virðist að mati GH ekki vilja taka. Því varð hrunið afdrifaríkara en ella hefði þurft að vera og þetta er meginástæðan fyrir því að Alþingi samþykkti ákæru gegn Geir.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 3.2.2011 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.