29.1.2011 | 20:35
Skilingsvana forsvarsmenn SA.
Samtök atvinnulífsins mælast til þess að forsætisráðherra haldi ró sinni, í yfirlýsingu sem samtökin senda frá sér í kjölfar ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur í dag þar sem hún lét þung orð falla um SA og LÍÚ. Æskilegt er að æðstu ráðamenn þjóðarinnar haldi ró sinni og flytji mál sitt yfirvegað og uppbyggilega nú þegar fjallað er um stór mál sem varða vegferð þjóðarinnar næstu árin," segir í yfirlýsingu SA.
Hvernig er hægt að ætlast til þess að fólk haldi ró sinni þegar talsmaður SA Vilhjálmur Egilsson mætir til leiks með hótanir um valdarán í farteskinu.
Hann ætlar að nota saminga við tugi þúsunda launamanna til að þvinga fram niðurstöðu í máli sem kemur kjarasamingum ekkert við.
Það má furðu sæta hversu skammt skilningur og dómgreind forsvarsmanna SA nær og þegar þeir kasta stríðhanska þá heimta þeir sem fyrir verða haldi ró sinni....
getur einhver útskýrt fyrir mér á hvaða plánetu þetta lið er statt ??
Mætir til leiks..sprengir fýlubombu framan í viðmælendur og ætlast síðan til að þeir haldi ró sinni..
Forsætisráðherra haldi ró sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Finnst þér réttlætanlegt að sjórnmálamenn setji störf okkar sem að vinnum í sjávarútvegi á uppboð í hvert sinn sem alþingiskostningar fara fram, ég vill benda þér á það að þetta er gjörsamlega óþolandi, störf fleiri þúsundna fjölskylda er sett í uppnám, vissulega verður fiskur veiddur áfram, en störfinn sem unnin í sjávarútvegi fara reglulega á ríkisuppboð í framtíðinni, þá væri nú gott að vera góður og geng ríkisstarfsmaður sem að þyrfti ekki að hafa áhyggjur
Birkir Hjálmarsson
Birkir Hjálmarsson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 20:50
Við erum ekki að tala um að hætta að veiða fisk Birkir...og við munum örugglega veiða jafn mikið og áður. Kvótakerfið er umdeilt og þjóðarverðmæti hafa verið í höndum örfárra manna sem hafa rakað til sín fjármunum...og gert það sem verra er skuldsett greinina í drep með því að veðsetja út á óveiddan fisk og gjafakvótann sem þeir fengu fyrir ekkert fyrir margt löngu.
Nú leysum við þessar deilur í eitt skipti fyrir öll og látum þjóðina velja sér fyrirkomulag í þjóðaratkvæði. Ef þjóðin vill hafa þetta svona þá kemur það bara í ljós.
Jón Ingi Cæsarsson, 29.1.2011 kl. 20:56
Fiskur verður veiddur, enn vilt þú að þitt starf fari á uppboð í hver sinn sem að stjórnmálamenn opna munninn? ég lýt svo á að þjóðinn eigi fiskinn og útgerðarmenn hafa afnot af honum, því miður hafa einstaka útgerðarmenn hagað sér illa, útgerðin sem að ég vinn hjá er td ekki í þessum hópi, úgerðin borgar þegar að mig minnir um 3 miljarða í auðlindagjald til þjóðarinnar og 1 miljarð í nýja olíugjaldið, kannski ekki nóg, enn það algjör óþarfi að setja störfinn á uppboð, eða hvað finnst þér???
Ég spyr vildir þú að ríkið myndi bjóða upp þitt starf reglulega?????
Birkir Hjálmarsson
Birkir Hjálmarsson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 21:05
Birkir er eins og rispuð plata hérna.. ég spyr á móti.. vilt þú Birkir að örfáir einstaklingar ráði auðlyndum þjóðarinnar ?
Óskar Þorkelsson, 29.1.2011 kl. 23:22
Óskar
Ég spyr við hvað vinnur þú??
Birkir
Birkir Hjálmarsson (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 00:55
hvað kemur það málinu við Birkir hvar ég vinn ? ertu svo stappfullur af eignigirni að þú getur ekki hugsað út fyrir þinn eigin rann ?
hvernig væri að svara spurningunni um auðlyndirnar.
Óskar Þorkelsson, 30.1.2011 kl. 07:32
Sæll
Það er klárt sem stendur í lögum að fiskurinn eign þjóðarinnar , ég lít svo á að útgerðarmenn, hvort sem þeir gera út trillur, báta og togskip hafi nýtingarrétt á auðlindinni, það er alveg klárt, hinsvegar er magt sem mætti betur fara í kerfinu og það skal ég taka undir, stofnuð var nefnd til að leita sátta í Sjávarútvegi og hún hefur skilað niðurstöðum, þar sem að mig minnir að 2 af 16 eða 2 af 18 voru ósammála því sem lagt var þar fram. Ef þú vil þá getur þú farið inn á vef Verkalýðsfélaga sjómanna og skoðað þær áliktanir sem eru þar í gangi eftir landsfund þeirra, www.sjomenn.is; www.ssi.is; og www.officer.is.
Vandamálið er það að td fyrirtækið sem ég vinn hjá hefur misst um 25 þús tonn af kvóta á 7 árum og hefur ekki selt frá sér kíló, það er fyrst og fremst vandmál sjávarútvegsins,uppbygging sumra fiskistofna hefur ekki gengið sem skildi og það ættum við að skoða
Birkir
Birkir Hjálmarsson (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.