"Glópalánið" ef er.. er ónýt stjórnarandstaða.

 

Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, telur að deilur um Icesave-málið geti reynst banabiti ríkisstjórnarinnar. Guðni segir líf ríkisstjórnarinnar hanga á bláþræði og að bjargvætturinn, Þráinn Bertelsson, hafi reynst „glópalán“ Samfylkingar sem framlengdi líf stjórnarinnar.  

Ef eitthvað glópalán er yfir Samfylkingunni er það ekki VG liðinn Þráinn Bertelsson.  Það er auk þess margyfirlýst af hálfu kattaflokksins í VG að þeir verji þessa ríkisstjórn falli hvað sem tautar og raular.

Glópalánið er ónýt stjórnarandstaða sem hefur nákvæmlega ekkert fram að færa nema neikvæða innantóma gagnrýni en ekkert uppbyggilegt.

Framsóknarflokkurinn er í rúmu pilsnerfylgi og það sýnir að enginn treystir þeirri löngu dauðu risaeðlu fyrir einu eða neinu.


mbl.is Líkir Þráni við fjósamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framsókn er ekki stjórnmálaflokkur, þetta er nú orðið klíka, mér liggur við að segja mafía harðsnúinna hagsmunaafla, en sem betur fer hafa vígtennurnar verið dregnar úr ófreskjunni smám saman. Guðni Ágústsson hefur því miður ekki vit á því að halda sér saman. Sem betur fer tekur enginn marg á honum, maðurinn er í besta falli grátbroslegur. Sem betur fer eru nær engar líkur á að framsókn fái meira en tvo til þrjá menn kjörna næst og þegar landið er orðið eitt kjördæmi og vægi atkvæða hefur verið jafnað, þá fá þeir væntanlega engan mann kjörinn. Enda fáránlegt að þessi klíka sé með menn á loggjafarþingi þjóðarinnar.

Bonzo (IP-tala skráð) 20.12.2010 kl. 15:17

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Margar góðar og gegnar tillögur til handa landsmönnum í vanda hafa komið frá þessari "valdaklíku" og því miður hefur mönnum (samfylkingar og VG) ekki borið gæfa til að hlusta á þær.

Hitt er svo annað mál, ef að allt er lagt í sölurnar til að halda völdum í ríkisstjórn úrræðaleysis og vandræðagangs, hver er þá "valdaklíkan" er það ekki Steingrímur Jóhann og kumpánar sem eru hin eina sanna valdaklíka í dag.

Best sést þetta á stöðuveitingum og ráðningum til hins opinbera undanfarin misseri, þar er farið framhjá öllum eðlilegum ráðningarferlum til að tryggja ítök aðila með rétt flokksskírteini...

Eiður Ragnarsson, 20.12.2010 kl. 15:25

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eiður..þú ert illa haldinn af gullfiskaminni. Framsókn hefur verið við völd megnið af lýðveldistímanum og var hækja Sjálfstæðisflokksins frá 1995 - 2007 þegar grunnurinn að hruninu var lagður. Einkavæðing bankanna, kvótkerfið, einkavæðing ríkissfyrirtækja, veiking eftirlitsstofnanna..Allt eru þetta skilgetin afkvæmi Framsóknarflokksins. Þetta er ein hrikalegasta frímúrarastúka stjórnmálanna.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.12.2010 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband