Algjörlega óskiljanlegur þingmaður.

 

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist áfram styðja ríkisstjórnina en hún hafi ekki verið reiðubúin til að styðja fjárlagafrumvarp sem hún hefði ekki sannfæringu fyrir. Þá segist hún ekki sjá ástæðu til annars en að sitja áfram í þingflokki VG.

Kannski getur einhver úrskýrt Lilju Mósesdóttur fyrir mér ? Kannski er þetta rífandi hugsjónamaður sem stendur á sínu hvað sem á dynur.

En fáa eða enga hef ég séð fara jafn klaufalega að því ef svo er. Smátt og smátt er hún að koma sér úr húsi allsstaðar því flestir vita að henni er einfaldlega ekki treystandi til verka. Hún kann ekki málamiðlanir og það sem hún segir er það eina rétta og ekkert annað kemur til greina. Slíkt fólk á að búa í hellum ofarlega í fjöllum fjarri mannabyggð því lífið er endalausar málamiðlanir hvort sem er í pólitík, einkalífi eða daglegu amstri.

Þetta kann Lilja Mósesdóttir ekki og hennar einu viðhlægendur eru Sjálfstæðismenn sem espa hana upp því það er pólitískt keppikefli þeirra að ala á sundrung innan stjórnarflokkanna og þar er Lilja Mósesdóttir draumur í dós fyrir íhaldið.

Veit ekki alveg hvort maður á að hlægja eða gráta þegar maður sér og heyrir hörðustu íhalds og Sjálfstæðismenn mæra Lilju Mósesdóttur sem er eins órafjarri hægri stefnu og stefnu Sjálfstæðisflokksins og hægt er að hugsa sér. Þeir eru eiginlega dálítið heimskulegir í þessari aðferðafræði sinni.

En Lilja Mósesdóttir er búin að vera sem þingmaður og mun enda þingmennsku sína sem einyrki utan flokka eða hún gengur til liðs við kverúlantana þrjá í Hreyfingunni.


mbl.is Segist styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Slakaðu á elsku kútur....sjálfstæðisflokkur/samfylking...sami hlutur...þið þurfið ekkert að bögga ykkur á hugsjónafólki...bara halda línuna og allir eru í góðum gír...sama hversu galið viðkomandi mál er..

itg (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 20:59

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Blint hugsjónafólk nær sjaldan árangri.. árangur byggist nefnilega á hæfileikanum að kunna samstarf.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.12.2010 kl. 21:01

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eins og kom sérlega skýrt fram hjá Lilju.. hún var valin í starfshóp vegna undirbúningsvinnu fyrir fjárlagafrumvarpið...en eins og Helgi sagði... Væri ekki betra að ná málamiðlunum frekar en hlaupa alltaf í burtu í fýlu... enda hafði Lilja hlaupið þar í burtu af því " ENGINN " hlustaði á hana... og þannig er það alltaf.. svo kannski hún ætti að velta því fyrir sér hvað gerir.. hvort eru allir svona andstyggilegir að vilja ekki hlusta á hana eða er það kannski eitthvað hjá henni sem er að klikka ?

Jón Ingi Cæsarsson, 17.12.2010 kl. 21:04

4 identicon

Mér finnst þeir þingmenn verstir sem samþykkja hluti sem þeir hafa ekki trú né sannfæringu fyrir. Það hefði nú verið betra ef einhver samfylkingarmaðurinn hefði spyrnt við fótum í ruglinu hér áður. Lilja er sá VG-pólitíkus sem ég er einna hrifnust að.

Gréta (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 21:27

5 identicon

Þetta er allt í góðu höfðingi..

Eins og vel hefur komið í ljós hjá íslenskum stjórnmálamönnum skipta hugsjónir og málefni engu máli.  Enda við tröllvaxið verkefna við að eiga. þ.e. rekstur 300.000 manna þorps.  Stefnan:...við auglýsum í ræðu og riti til fjandans hvað framtíðin er glæsileg undir okkar stjórn.  Eftir það byrjum við að ræða málin og gera málamiðlanir í þeim flóknu málum sem útheimta rekstur okkar risavaxna þorps.

Nú ef hlutirnir fara á verri veg komum við ekkert nálægt þessu en við munum hreinsa upp vandamálinn.

Sjá !  Jóhönnu sem var ekki í hrunastjórninni,  hún er bara í hreinsunarstörfum eftir þá stjórn,. Bjarna Ben sem hefur aldrei heyrt þessarrar stjórnar getið, Össur! hefur aldrei komið nálægt neinu,  hann var bara að snöfla í ESB.  Þetta getur þú heimfært upp á flestalla þingmenn landsins.

En vert er að minnast heimspekingsins James Bond er hann sagði...tomorrow never comes...sennilega motto íslenskra stjórnmálamanna.

itg (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 22:00

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Úr stjórnarskránni:

48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.

Samfylkingarfólk talaði um að mönnum væri "refsað" í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki ef þeir fylgdu ekki flokkslínum. Nú er nákvæmlega þetta að gerast í VG og Samfylkingu: Ef þú fylgir ekki flokkslínunni, þá ertu frystur. 

Geir Ágústsson, 17.12.2010 kl. 23:18

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Lilja Mósesdóttir vill fara hreina skattahækkanaleið í fjárlagafrumvarpinu og sleppa hagræðingu og niðurskurði en ekki blandaða leið niðurskurðar og skattahækkana.

Þar af leiðandi er hún ekki þátttakandi í stefnu ríkisstjórnar og vinnur ekki í samræmi við stjórnarsáttmála...þar af leiðandi er hún ekki með í þeirri vinnu sem í gangi er ... og þarf því að leita annað og mér sýnist að það sé helst Hreyfingin sem vistar hennar fýlu og egóistapólitík.

Jón Ingi Cæsarsson, 18.12.2010 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband