Er grátkórinn að undirbúa sig ?

 

Viðræður um nýjan Icesave-samning eru sagðar á lokastigi og samkvæmt fréttum RÚV gætu samningar jafnvel tekist í dag. Góður gangur er sagður í viðræðunum.

Sennilega er stjórnarandstaðan og bumbuberjarar að undirbúa enn einn grátkórinn sem ætlar að skæla utan í forsetanum og mana hann til að koma í veg fyrir að mál séu kláruð.

Allir vita að Icesave stendur í vegi fyrir erlendri fjármögnun atvinnulífsins og drepur í dróma áframhaldandi uppbyggingu.

En samt held ég að grátkórinn muni mæta og hefa hróp á torgum og nú er að sjá hversu mikilll poppulisti forseti vor er ... því ef hann hafnar samkomulagi sem þessu og beinir því í þjóðaratkvæði þá er það ekkert annað en máttlausar tilraunir til að endurheimta brostið traust þjóðarinnar í hans garð.

 


mbl.is Icesave-samningur í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ertu orðinn góður í maganum Jón?

Magnús Sigurðsson, 7.12.2010 kl. 13:06

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Eini grátkórinn sem sést hefur í þessu ICESAVE máli hefur verið Grátkór Ríkisstjórnarinnar og fjölmiðlaagenta þeirra. En þeir hafa sem betur fer verið gerðir afturreka með 2 handónýta ICSAVE uppgjafarsamninga.

Ef þeir yrðu ekki samþykktir umyrðalaust:

1. Þá yrði Ísland einangrað og lokað land, svona einskonar Norður Kórea.

2. Okkur yrði því útskúfað úr alþjóða samfélaginu. Jafnvel reknir úr EFTA og EES og Sameinuðu þjóðunum og svo frv.

3. Skuldatryggingarálag þjóðarinnar átti að hækka upp úr öllu valdi jafnvel þrefaldast.

4. Lokað yrði á alla lánsfjármögnun á einka og opinber fyrirtæki þegar í stað.

5. Öll erlend fjárfesting myndi stöðvast.

6. Verðbólagan myndi stóraukast og atvinnuleysi tvöfaldast.

Þessu grenjuðu þau yfir og verst voru þau þegar forsetinn vísaði samningi nr. 2 í þjóðaratkvæði og þjóðin kolfelldi hann með 98% greiddra atkvæða.

Allar þessar heimsendaspár þeirra reyndist hræðsluáróður einn og haugalygi. Ekkert af þessu bulli þeirra hefur gengið eftir, þvert á móti.

Nú er kannski verið að tala um miklu meira en helmingi betri samning. Vaxtakjörin helmingi lægri og svo framvegis.

Þannig að hvað sem verður þá hefur höfnunin á 2 fyrri samningum alla vegana reynst þjóðinni happadrjúg.

En ég er samt í miklum vafa um það hvort þjóðin eigi yfirleitt að borga eina einustu krónu í þessa algerlega ólögvörðu kröfur. 

Bretar og Hollendingar vilja málið alls ekki fyrir dóm og hafa slegið stórlega af kröfum sínum. Þeir eru á flótta, enda vita þeir sem er að þeir eru með tapað mál.

En þú ætlar sem fyrr að skipa þér í sveit með Grátkór Jóhönnu og Co að nú verði að samþykkja þennan samning því annars fari allt til andskotans og þjóðin komist heldur ekki inní ESB apparatið !  

Gunnlaugur I., 7.12.2010 kl. 13:27

3 identicon

Ætli jólatónleikar Grátkórsins verði á Austurvelli og einsöngvari með kórnum Ólafur Ragnar Grímsson? Verst að hef á tilfinningu að hann hafi ekkert sérstaklega skemmtilega söngrödd, þ.e. ef hún líkist tóni þeirrar töluðu.

Hanna Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 13:31

4 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Það kom vel í ljós í atkvæðagreiðslu um icesave að þjóðin treystir ekki stjórninni í þessu máli. Enda enda virðist ríkisstjórnin vera tilbúin að skrifa upp á hvað sem er til að geta haldið ESB feigðarflaninu áfram.

Hreinn Sigurðsson, 7.12.2010 kl. 13:36

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ég spyr bara eins og venjulega, með hverju ætla menn að borga???

Haraldur Rafn Ingvason, 7.12.2010 kl. 15:35

6 identicon

Vona að Forseti vor standi sína vakt og gæti þingsins nú sem áður þegar mikið hefur legið við ?

Ágúst J. (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 16:46

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Grákórinn byrjaður að taka tóndæmi á commentunum...gott að hann klikkar ekki.

Jón Ingi Cæsarsson, 7.12.2010 kl. 18:04

8 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Endurtek spurninguna... sennilega í 114. skipti án þess að fá svar!

Haraldur Rafn Ingvason, 8.12.2010 kl. 08:52

9 Smámynd: GAZZI11

Þetta verður greitt með skattpíningu á fátæklinga og inngöngu í ESB.

GAZZI11, 9.12.2010 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband