Verkalýðforingi með innantökur.

 

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gaf hins vegar lítið fyrir aðgerðirnar og benti á að minni fjármunir væru settir í að bjarga heimilunum heldur en afskrifað hafi verið af skuldum Ólafs Ólafssonar, kenndum við Samskip.

Merkilegt með þennan formann Verkalýðsfélags Akraness. Ég hef aldrei séð koma frá honum jákvætt orð eða tillögur. Sama hvað er gert mætir hann og rakkar niður aðgerðir og annað.

Ég átta mig ekki á hvaða árangri hann telur sig vera að ná fyrir sína félagsmenn með þessum fjölmiðlaupphrópunum. Poppulismi heitir þetta og einstakir verkalýðsleiðtogar með athyglissýki gera þetta til að vekja athygli fjölmiðla á sér...og það tekst gjarnan.

En hvort þess sést stað í kjörum verkafólks á Akranesi er mér stórlega til efs.


mbl.is Tekist á um björgunaraðgerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

er þetta ekki rétt hjá honum ?

Óskar Þorkelsson, 5.12.2010 kl. 14:40

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Jæja, kom Villi við skítug kaunin á ykkur kratavesalingunum? Og ykkur íhaldsundilægjunum finnst auðvitað að hann ætti að halda kjafti.

Jóhannes Ragnarsson, 5.12.2010 kl. 14:42

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér er nákvæmlega sama hvað þessi gutti bullar...en svarið spurningunni !!.. hverju hefur þetta skilað verkafólki á Akranesi þar sem vinnan hans er og skyldur hans liggja ?

Jón Ingi Cæsarsson, 5.12.2010 kl. 14:45

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta hefur skilað því til verkalýðsins að stjórnvöld undir forysti samfó eru að taka þau þurrt í rassgatið Jón.. en svo þú svarir minni spurningu þá er hún hér með endurtekin.. er þetta ekki rétt hjá honum ?

Óskar Þorkelsson, 5.12.2010 kl. 14:47

5 identicon

Veit ekki betur en að hann hefði komið á góðum samningum fyrir t.d starfsmenn Norðuráls.

 Auk þess að þegar Grandi ætlaði að sleppa að hækka laun starfsmanna eins og kjarasamingar kváðu um en í þess stað ætlaði að greiða Eigendum himinháar arðgreiðslur , þá fékk hann það í gegn að Grandi myndi standa við kjarasamningana.

Þetta er bara lítið brot , skoðaðu fréttir undanfarin ár áður en þú bullar.

Palli (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 14:51

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Takið eftir, takið eftir.  Það voru erlendir kröfuhafar sem afskrifuðu skuldir Ólafs í Samskipum.  Það kom og kemur ríkinu ekkert við.  Ég þarf að fara aftur yfir þáttinn hans Egils, áður en ég tjái mig frekar hér, kom of seint inn í The TV room. 

 En ég er stöðugt að hafa meira og meira álit á hinum aldraða vestfirðing sem hefur svo einstaklega fallegan framburð á íslensku máli, svo ég tali nú ekki um kynþokkann......

Ingibjörg Friðriksdóttir, 5.12.2010 kl. 15:07

7 identicon

 Pétur Blöndal og Magnús Orri  voru  þeir  einu í þessum þætti Silfursins sem ekki voru á  bullandi lýðskrumsfylleríi. Það er ekki gott  fyrir Skagamenn að  að vera með formann í VA, sem bara talar í innihaldslausum upphrópunum, eins og við heyrðum í dag. 

Eiður (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 15:16

8 identicon

Einmitt Ingibjörg, samkvæmt fullyrðingum Magnúsar Orra þá á einhvern undraverðan hátt, lenda allar afskriftir sem Ólafur Ólafsson fær á útlendingum en afskriftir til almennings þurfa lífeyrisþegar að borga.

En stenst það frekari skoðun?

Svo ég reyni að svara þessari spurningu Jóns. Það var ekki verið að ræða kjör verkafólks á Akranesi(sem hann hefur víst unnið fyrir af heilindum) heldur hvort að 110% veðsettningarleiðin væri réttlát og skilvirk til að taka á skuldavandanum. Vilhjálmur hefur stutt tillögur Hagsmunasamtaka Heimilanna sem hefur því verið og er hans inlegg í umræðuna. Það því ekki hægt að segja "Ég hef aldrei séð koma frá honum jákvætt orð eða tillögur" varðandi umrætt mál. Hér er því um að ræða lélega tilraun til að kasta drullu í manninn.

Þórður Magnússon (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 15:28

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Jón, ég vil ekki snúa út úr spurningunni þinni með því að svara henni.  En langar til að spyrja þig spurningar sem er tengd umræðunni sem þú vitnar í.  Nú hefur aðgerða áætlun ríkisstjórnarinnar komið fram.  HH hafa bent á að í þeim felist m.a.;

"Tökum dæmi: Tvær fjölskyldur keyptu sér sitt hvora íbúðina í sama húsinu 2007 á 25 milljónir. Önnur fjölskyldan tók 100 % lán og skuldar í dag um 33,2 milljónir. Hin fjölskyldan átti 10 milljónir og tók því 15 milljónir að láni og skuldar í dag um 20 milljónir. Gefum okkur að íbúðirnar kosti í dag um 20 milljónir og lánin hafi hækkað um c.a. 33 % samkvæmt verðtryggingu.

Samkvæmt leið ríkisstjórnarinnar þá fær fyrri fjölskyldan sem tók 100 % lánið afskrifað niður í 110 % og skuldar því 22 milljónir og hefur engu tapað þó hún skuldi 2 milljónir umfram verðmæti.

Hin fjölskyldan fær enga leiðréttingu, skuldar 20 milljónir og er búin að tapa þeim 10 milljónum sem hún lagði fram í upphafi þannig að hún er búin að borga fyrir leiðréttingu hins aðilans í þessu dæmi og gott betur. 

Þetta kostar ekkert fyrir bankana þegar verið er að færa lán í 110 % veðsetningu, veðsetningin var ónýt áður og ef þeim tekst að fá fólk til að borga af 110 % veðsetningu þá eru þeir að græða en ekki tapa því eðlilegt er að skuldari skuldi ekki meira en nemur verðmæti eignarinnar ef hann lagði eitthvað fram sjálfur í upphafi, ef bankinn lánaði honum 100 % í upphafi þá verður bankinn sjálfur að taka tapið af því. Það er enginn akkur í því fyrir neinn að skulda umfram verðmæti húsnæðisins síns og sinnar fjölskyldu."

Finnst þér réttlátt að sá sem á 20 milljóna íbúð skuldlausa gefi 10 milljónir í íbúðinni sinni í púkkið, svona til að jafnræðis sé gætt?

Magnús Sigurðsson, 5.12.2010 kl. 16:11

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég held að menn skilji ekki hvað ég er að ræða.. ég er að tala um formann local stéttarfélags sem á að sjá um kjarasamninga og réttargæslu fyrir félagsmenn sína. Ef menn vilja vera í pólítk eins og þessi gutti virðist vilja á hann að mæta þar á réttum forsendum en ekki sem formaður stéttarfélags. Um þessa snérust stóratburðir í Íslandssögunni um 1930 þegar verkalýðsbaráttan aðskildi sig frá flokkapólitík og stjórnmálum.

Sem betur fer hefur hann náð góðum karasamningum fyrir sitt fólk í Norðuráli eins og öllum kollegum hans sem semja við slíkar verksmiðjur í Hafnarfirði og á Reyðarfirði.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.12.2010 kl. 16:15

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

semsagt Jón, hann má ekki tala ? 

þú skautar létt framhjá spurningu minni svo hún kemur enn einu sinni.. ER ÞETTA EKKI RÉTT HJÁ HONUM JÓN ?

Óskar Þorkelsson, 5.12.2010 kl. 16:25

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jón er sennilega kominn með innantökur.

Magnús Sigurðsson, 5.12.2010 kl. 17:21

13 identicon

@ Magús Sigurðsson, 5.12.2010 kl. 16:11

Þetta dæmi sem þú setur upp er svo arfavitlaust að það tekur því varla að reyna að útskýra fyrir þér hvernig hvernig hlutirnir ganga fyrir sig, en af því að einmitt þetta dæmi (eða svipað) er notað svo oft þessa dagana til að "útskýra" órættlætið þá verð ég að legga orð í belg.

Í fyrsta lagi þá getur þessi sem lagði 10 millj. í húsið sitt gleymt því að fá þær til baka á næstu árum. Ef sá hinn sami heldur áfram að greiða af láninu og húsnæðisverð hækkar (sem það gerir alltaf, skoðið þróun fasteignaverðs áratugi aftur í tímann bæði á Íslandi sem og erlendis), þá verður til eign. Frekar einfalt. Það er nefnilega þannig að verðmæti húsnæðis er stór hluti af þeirri þróun að efnahagur þjóða (og banka) vaxi og því mun það alltaf vaxa.

Það er ömurlegt að vita til þess að sparifé skuli vera horfið og að enginn ætli að bæta manni það upp. Tökum dæmi; Ég kaupi 10 únsur af gulli á 1400 dollara pr. únsu, samtals 14.000 dollarar. Ástæðan fyrir því að ég kaupi gullið er sú að það virðist bara hækka og hækka (svipað og húsnæðisverðið 2003-2007) og ég hlýt því að geta grætt á því. Ári síðar er únsan komin í 1500 dollara og ég því búinn að græða 1000 dollara! Ef við gefum okkur að Grænlendingar finni stærstu gullnámu sem fundist hefur og vegna gríðarlegs aukins framboðs á gulli þá húrrar verðið á því niður í 700 dollara á únsu. Í staðinn fyrir að hafa grætt 1000 dollara er ég nú búinn að tapa 7000 dollurum. Hvað get ég gert? a) tekið á mig tapið og selt. b) beðið þar til gullverð hækkar til að fá e-ð upp í fjárfestinguna.

Okey, þetta var smá dæmi um það hve hverfult það er að leggja peninga í fjárfestingu, óháð því hverslags fjárfestingin er. 

Nú er komið að kjarna málsins. Af hverju er alltaf gripið til þeirra orða að töpuð fjárfesting þess sem lagði sparifé sitt í húsnæði sé notuð til að lækka skuldaklafa þeirra sem verst standa? Heldur þú kannski að þessar 10 milljónir sem voru settar í kaupin á húsnæðinu liggi enhversstaðar inn á bankareikning og að þeim sé deilt niður á skuldir annara? Nei, það er ekki svo. Peningurinn er tapaður og hann kemur ekki til baka í bráð sama hve mikið er reynt að tuða yfir þessu svokallaða óréttlæti sem verið er að gera til aðstoðar þá sem verst eru staddir fjárhagslega. Sá sem skuldar þessar 2 milljónir yfir markaðsverði húsnæðisins er ekki að "græða" neitt, það er verið að gefa honum von um að geta lifað sæmilega eðlilegu lífi í framtíðinni, að koma honum inn í "kerfið" á nýjan leik svo hann geti farið að taka þátt í efnahagsuppbyggingu landsins með því að hafa efni á einkaneyslu og öðrum útgjöldum sem knýja hagkerfið áfram. Komast hjá gjaldþroti. Ef þessi aðili (ansi margir aðilar á Íslandi í dag) færi í þrot þá hefði það m.a. þau áhrif að svört atvinnustarfsemi ykist og hagkerfið héldi áfram að minnka sem leiddi svo til þess að húsnæðisverð lækkaði enn frekar og þá lenti hinn aðilinn í neikvæðri eignastöðu. Sé ekki skynsemina í því. 

Það er ekki svo að þessi sem er með 2. milljóna yfirveðsetninguna labbi bara inn í bankann, skrifi undir pappír og allt verði í fínasta lagi. Nei það er ansi strangt og erfitt ferli sem fer í gang þegar hann fer og sækir um þess leið. Hver einasta króna verður vöktuð, öll útgjöld undir eftirliti, fjárhagslegur umsjónarmaður vakir yfir bankareikningunum og "munaður" eins og kreditkort, greiðsludreifing o.þ.h. ekki möguleiki.

Svo skulum við nú aðeins ræða þetta með áhættuna sem vill oft verða punktur í rökstuðningi tengdum því sem þú skrifar hér að ofan. Já það er rétt að sá sem tekur lán tekur áhættu. Margt getur gerst á 25-40 ára tímabili, slys, veikindi, atvinnumissir, verðbólga, gengisfall, náttúruhamfarir o.fl. o.fl.Getur verið að sá sem tók 100% lánið hafi einfaldlega ekki átt neitt sparifé til að leggja í kaupin? Getur verið að sá aðili hafi hugsað sér að nú kæmist hann í eigið húsnæði og þyrfti ekki að stóla á ótraustan og sveiflukenndan leigumarkað til að hafa húsnæði fyrir sig (og jafnvel fjölskyldu)? Mætti ekki segja að sá sem leggur (allt) sparifé sitt (10 milljónir) í sömu fjárfestinguna sé að taka óþarflega mikla áhættu? Er maður heldur ekki að taka áhættu með því að taka verðtryggt lán þegar launin manns eru það ekki? Hversu oft hefur verðbólgan á Íslandi verið innan mannsæmandi marka? Manstu eftir verðbólgunni þegar hún fór nálægt þriggja stafa tölu undir lok 8. og í byrjun 9. áratugsins og það þurfti að taka tvö núll af krónunni? Hver ert þú að dæma um aðstæður og ákvarðanir annara? Sá sem lagði sparifé sitt í húsnæðið hefur væntanlega gert það á sínum eigin forsendum, alveg eins og sá sem tók ákvörðun um að kaupa sér hús. Þessi sem keypti á 100% láni gæti í dag verið í nokkuð góðum málum ef hann hefði haldið sig t.d. á leigumarkaðnum eða jafnvel frestað því að flytja frá mömmu og pabba í 1-2 ár í viðbót.

Ég er algerlega sammála því að tapið sem sá varð fyrir sem setti sparifé sitt í húsnæðið er ósanngjarnt og ömurlegt, þar á verðtryggingin mesta sök (ásamt þeim sem rústuðu efnahag landsins) en til að fá fram réttarbót í sínu máli með því að sverta og níða skóinn af þeim sem eru í enn verri málum þykir mér ógeðslegt, skammarlegt og lykta af illa innrættum áróðri. 

Ég frábið mér öllum athugasemdum sem bendla mig við stjórnmálaflokka, vinstri, hægri, miðju eða hvað sem það nefnist, ég er Íslendingur með rættlætiskennd sem stjórnast ekki af því hver er við stjórn heldur hvernig er unnið.

Þórhallur (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 17:42

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þórhallur; dæmið er ekki mitt það er á heimasíðu HH.  Það þarf langa þvælu til að sniðganga það "réttlæti" sem dæmið lýsir.  En það skrautlegasta sem ég hef séð til þessa er að líkja íbúðarhúsnæði heimilis við fjárfestingu í gulli, það lítið skjól í svoleiðis. 

Annað sem rétt er að hafa í huga er að þær hækkanir sem hafa orðið á skuldum heimilanna eru fengnar með reiknikúnstum "verðtryggingu".  Það er ekki verið að taka neitt af raunverulegum verðmætum frá neinum með því að leiðrétta reiknikúnstir.

 Það eina sem ég bæti við dæmi HH og spyr Jón "innantökumann" um er;

Finnst þér réttlátt að sá sem á 20 milljóna íbúð skuldlausa gefi 10 milljónir í íbúðinni sinni í púkkið, svona til að jafnræðis sé gætt?

Og nú ætla ég að bæta við til þín; finndist þér réttlátt að sá sem á 20 milljónir skuldlausar í gulli gefi 10 milljónir til bankanna, svona til að jafnræðis sé gætt?

Magnús Sigurðsson, 5.12.2010 kl. 18:35

15 identicon

@ Magnús Sigurðsson, 5.12.2010 kl. 18:35

Ég svara þér því þú setur dæmið fram.

Það skiptir engu máli hvort þú getir klætt þig í eða hlýjað þér á fjárfestingunni. Það er nú reyndar svo að gull er mun stöðugri og öruggari (a.m.k. hingað til) fjárfesting en húsnæði. Ef ég tapa á fjárfestingu, á ég þá að grenja í stjórnvöldum eða bankanum að bæta mér það upp af því að það þurfti að afskrifa skuld hjá öðrum? Hvert eiga þeir sem töpuðu í heildina 80 milljörðum á hlutabréfamarkaðnum að sækja sína uppbót?

Ég veit alveg hvað þú ert að tala um. Að lánið hjá þeim sem lagði 10 millj. í húsið og var flutt yfir í nýjan banka á afslætti skuli vera rukkað til fulls en á sama tíma fær sá sem átti engan sparnað niðurfellingu á sínum lánum. Af því leiðir samkvæmt dæminu sem þú settir fram (frá HH) að eign sparifjáreigandans (afslátturinn við flutninginn) skuli nýtt til að fella niður yfirveðsetningu þess sem tók 100% lán. Þetta er einfaldlega rangt dæmi. Það sem er rétt er það að sá sem var með 100% lánið og væri þá yfirveðsettur í dag fær felldar niður skuldir sem væru hvort eð er óinnheimtanlegar. Í stað þess að gera það og gera þann gjaldþrota er verið að gefa honum von og tækifæri (kjósi hann að fara þá leið) til að taka þátt í og leggja lóð sitt á vogarskálar efnahagsuppbyggingar landins. Hann getur líka beðið um að vera tekinn til gjaldþrotaskipta og væri með því þá samkvæmt dæminu sem þú birtir að ofan ekki að taka við einni einustu krónu af "inneign" sparifjáreigandans.

En það er rétt að með því að lagfæra þá sem verst eru staddir er ekki verið að bæta upp það tap sem sparifjáreigendur sem fjárfestu í eigin húsnæði urðu fyrir. Það að hrauna yfir þá sem eru verst staddir, sama hver forsaga þeirra er, til að réttlæta eigin kröfu er dónalegt og illa sóðalegur sleggjudómur. 

Þórhallur (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 19:13

16 Smámynd: Billi bilaði

En nú lækkaði gullið ekki, Þórhallur, vegna þess að það fannst gull á Grænlandi, heldur vegna þess að sá sem seldi þér gullið hafði einokunaraðstöðu og kom því þannig fyrir að gullið lækkaði þegar hann vildi ná því til baka frá þér til að geta byrjað næsta hring.

Þú náttúrlega borgar og brosir við þær aðstæður líka.

Billi bilaði, 5.12.2010 kl. 19:49

17 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Lyðskrum eða ekki en mér finnst umræddur maður í raun vera eini verkalyðsforinginn á landinu í augnablikinu. Ég þekki ekki orðið Gylfa og VIlla í sundur er aldrei viss um hvor þeirra er að tala fyrir verkalyðin og hvor fyrir atvinnurekendur því miður.

Má síðan bara GYlfi vera með yfirlysingar hann var ekki spar á þær í þesu máli frekar en öðrum og hann hafði tækifæri til góðra hluta í nefndinni um verðtrygginguna.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.12.2010 kl. 20:12

18 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hér sé stuð og hér sé friður.  Þórhallur ég er ánægð með rökstuðning þinn.  Þar sem ég er fædd á fyrri hluta síðustu aldar hef ég lent áður í hremmingum vegna aðgerða eða aðgerðaleysis stjórnvalda.   Hvað eftir annað hefur fólk misst allt sitt sparifé, hvort heldur sem það hefur verið lagt í íbúðarhúsnæði eða annað.

Það voru allt of margir sem fóru offari í ímyndaða góðærinu.  Einn mér tengdur hafði fengið tryggingabætur vegna slyss og notaði það allt í peningamarkaðssjóði og hlutabréf.  Hann tapaði  meira en 80% af fénu og mun aldrei fá það bætt.

Ég átti jörð með góðum húsakosti á Suðurlandi sem ég keypti á sínum tíma fyrir verð samsvarandi 5-6 herbergja íbúðar á „besta“ stað í Reykjavík. Vegna breyttra fjölskylduhátta varð ég (við) að selja eignina og fyrir hana fékkst samsvarandi tveggja herbergja íbúðar í Breiðholti.

Þetta var ótrúlega svekkjandi, en ekki annað að gera en að bretta upp ermar og byrja upp á nýtt.  Hafði (höfðum) áður keypt einbýlishús á Austurlandi og eyddum öllum okkar krafti í að greiða af því og áttum það skuldlaust fjórum árum síðar.  Seldum það án þess að kaupa strax, þar sem við fluttum inn á afa minn sem þá var orðin ekkjumaður (kemur þessu máli auðvitað ekkert við, en þið hérna á síðunni eruð svo duglegir með dæmisögunar sem þið finnið á netinu að ég kem bara með þær sem ég hef upplifað á eigin skinni)

Við vorum ekki með neinn fjármálaráðgjafa, vorum bæði ung og með 2 börn, svo við settum aurinn inn á banka, nánar tiltekið Landsbanka Íslands. Og þegar við keyptum okkur fokhelt hús á Suðurlandi, þá nægði andvirði einbýlishúss á Seyðisfirði ekki fyrir húsgrunni á Hvolsvelli.

Ég segi það satt að þessi kreppa sem núna er hér í boði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks er ömurleg staðreynd, margir hafa misst allt sitt, sumir áttu hvort sem er ekki neitt, en það eru fleiri sem hafa tapað.  Ég sjálf er ágætlega sett, enda hef ég lært að hafa aðeins hemil á mér í fjárfestingum.

Ég er ekkert alltof ánægð með þessa ríkisstjórn sem núna er, ég myndi gera þetta á margan hátt öðruvísi´.  En Guð minn almáttugur, að hlusta á talsmenn flokkanna sem standa á hliðarlínunni, það eru ekki úrræði sem gagnast myndu þessu þjóðfélagi, verstir eru Framsóknarmenn, hvern fjandann ætti að þýða að fella niður 15-20% skuldir á alla línuna????  Verðbólgan myndi þjóta upp og við vera í sömu sporum áður en ár væri liðið og fórnirnar til einskis.  

Verkalýðsforystan er handónýt, þorir ekki að segja sannleikann, talar digurbarkalega um að það eigi nú að sækja kjarabætur, hvað sem það kostar. Svei skítalykt af málinu.  Ef þessir snillingar kæmu fram og segðu:  Á meðan við erum að moka okkur út úr þessum vandræðum, lækkum við hæstu laun niður í 600.000,- og hækkum lægstu laun upp í 200.000,- þá gæti ég farið að treysta þeim.

Kakan verður ekki stærri í bili, minnkar heldur trúi ég og við þurfum að skipta á milli.  VIð þurfum að sjá til þess að allir hafi nóg að bíta og brenna.  Hættum þessu fjandans væli og förum á skófluna.  Við græðum ekkert á því að gera fólk gjaldþrota.  Fólk sem átti hvort sem er ekki neitt, það fær ekki neitt, byrjar upp á nýtt eins og svo margir sem töpuðu því litla sem það átti.

Við skulum hætta að tala um réttlæti í þessu máli, lífið er ekki alltaf réttlátt, við skulum bara fara að dæmi Litlu gulu hænunnar, vera glöð og leggja hönd á plóg. Þakka ef við höfum góða heilsu og nota hana til góðra verka.

 Hahaahahahahahaaa.  Hversu margir nenna að lesa þessa færslu það finnst mér áhugavert.  Finndist frábært að fá komment á hana.

Góðar stundir.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 5.12.2010 kl. 20:39

19 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þórhallur;spurning mín til Jóns á klóinu var,

Finnst þér réttlátt að sá sem á 20 milljóna íbúð skuldlausa gefi 10 milljónir í íbúðinni sinni í púkkið, svona til að jafnræðis sé gætt?

Og nú ætla ég að bæta við til þín; finndist þér réttlátt að sá sem á 20 milljónir skuldlausar í gulli gefi 10 milljónir til bankanna, svona til að jafnræðis sé gætt?

þetta eru einfaldar spurningar þar sem nægir að svara annað hvort nei eða já.  Þú veist að verðtrygging er ekki að verja stærstan hluta sparifjáreigenda þú þarft ekki annað en skoða hlutabréfamarkaðinn og stöðu lífeyrissjóðina til þess að sjá að það er stór lygi sem haldið er á lofti til að verja þjófnað.  Verðtryggingin viðheldur svikamyllu sem kemur sparnaði sáralítið við.  Það mætti þá eins verðtryggja hlutafé.

Ingibjörg;  þú ert að skrifa Íslandsöguna.  Það er sem þú ert að segja gæti eins verið saga mín.  Þrisvar síðan verðtryggingin var sett á hefur verið farið inn á heimili fólks og þau rænd fyrst upp úr 1980 síðan upp úr 1990 með húsbréfa kerfi Jóhönnu og nú með svikamillu bankanna í aðdraganda hrunsins.  Verðtryggingin hefur ekki varið almenna lífeyrissjóði, hún hefur ekki varið sparnað í hlutabréfum og hún hefur ekki varið almennar bankainnistæður.  Verðtryggingin er hrein svikamylla.  En þú kýst að líta fram hjá því og bæta böl með því að benda á annað verra.

Magnús Sigurðsson, 5.12.2010 kl. 21:43

20 identicon

@ Magnús Sigurðsson, 5.12.2012 kl. 21:43

Þú ert að bera saman epli og appelsínur, veður í villu og svima. Það er ekkert "púkk" og það er ekki spurning um að gefa eitt eða neitt. Það er ekki hægt að svara þessu með já-i eða nei-i. Staðreyndirnar eru þær að lánin hækkuðu og eigninar lækkuðu. Alveg eins og með gull, hlutabréf, olíu, epli eða jafnvel appelsínur. Ef þú kaupir hlut(i) á ákveðnu verði og svo lækkar verðið, þá tapar þú pening. Alveg eins hagnast þú ef verðið hækkar. Ef þú svo hefur tekið lán fyrir hlutnum þá minnkar eða eykst eignarhlutur þinn í fjárfestingunni. Reyndu nú að átta þig á því að þessi hlutur sem íbúðaeigandinn lagði út í kaupunum liggur ekki inn á neinum bankareikning og alls ekki til dreyfingar til handa þeim sem eru verst staddir fjárhagslega í dag. Hans tap á ekki að hindra aðstoð til þeirra sem þurfa á því að halda.

Já og verðtryggingin er sérstaklega óréttlátt kerfi sem er hannað fyrir fjármagnseigendur til að fá inn erlenda fjárfestingu sem er tryggð fyrir vankunnáttu og spillingu ráðamanna með neyslu og skattpeningum almennings á Íslandi.

Reyndu svo að lesa og skilja það sem ég skrifa án þess að snúa út úr, þrátt fyrir að þú sért bitur og sár. Lifðu vel.

Þórhallur (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 22:46

21 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þórallur; góða nótt.

Magnús Sigurðsson, 5.12.2010 kl. 22:57

22 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góðann daginn Þórhallur, þó svo að þú hafir valið þann kostinn að svara spurningu sem þú varst ekki spurður og láta þeirrar ósvarað sem ég spurði þig.  Þá er ég hjartanlega sammála loakasvarinu hjá þér.

"Já og verðtryggingin er sérstaklega óréttlátt kerfi sem er hannað fyrir fjármagnseigendur til að fá inn erlenda fjárfestingu sem er tryggð fyrir vankunnáttu og spillingu ráðamanna með neyslu og skattpeningum almennings á Íslandi."   Semasagt svikamylla.

Magnús Sigurðsson, 6.12.2010 kl. 09:08

23 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Góðan daginn allir hér 

Magnús, eg var búin að svara þessu.  Það finnst ekkert réttlæti í því, en eðli málsins skv. þá eru það þeir sem aurinn eða fasteignirnar eiga sem tapa eða græða.

  Þeir sem eiga ekki neitt, hafa engu að tapa og hvað finnst þér að við eigum að gera við þá?  Rasskella þá, rífa kerlingarnar úr brjóstahöldunum eða hvað?

Fyrirgefðu að ég skuli svara þér svona, mér finnst það liggja í svörum bæði míns og Þórhalls að við sjáum ekkert réttlæti í þessu, en af þeim eignalausu er ekkert að hafa, þannig að ríkissjóður hefur engin ráð, nema rífa þau úr fötunum. Og hverju værum við bættari?  Svara þú því. 

Magnús, vil bæta því við að þetta er þörf orðræða, svo ég þakka þér og hinum sem eiga færslur hér að gefa mér tækifæri til að taka þátt.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.12.2010 kl. 09:57

24 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góðann daginn Ingibjörg og alli hér.  Sammála þér þetta er þörf orðræða og allir hafa mikið til síns máls. 

Ídæmi HH eru íbúðaeigendur flokkaðir í tvo hópa, það sem ég gerði var að bæta þriðja hópnum við og spyrja um réttlæti þess að sá sem ætti 20 milljóna íbúð skuldlausa væri látin greiða til banka 10 milljónir af þeirri eign.

Skuldir heimila í íbúðarhúsnæði eru að lang mestu leiti tilkomnar vegna vertryggingar.  Hreinnar svikamyllu sem best er lýst með orðum Þórhalls "",,,verðtryggingin er sérstaklega óréttlátt kerfi sem er hannað fyrir fjármagnseigendur til að fá inn erlenda fjárfestingu sem er tryggð fyrir vankunnáttu og spillingu ráðamanna með neyslu og skattpeningum almennings á Íslandi."

Það sem stjórnvöld og lánstofnanir hafa unnið sleitulaust að frá hruni, er að sundra skuldurum með því að reyna að draga þá í dilka (gengislán : verðtryggðlán / yfirveðsettir : þeir sem geta borgað).  Það breytir engu hvar í skuldunum menn standa, réttlætið er að leiðrétta ránið með almennri leiðréttingu eins og HH hefur útfært.  Það er það skref sem gagnast öllum og heldur samfélagssáttmálanum saman.  Auðvita verður svo að taka á skulda vanda þeirra sem réttlætið nær ekki að bjarga með félagslegum aðgerðum. 

Magnús Sigurðsson, 6.12.2010 kl. 10:16

25 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Alls ekki sammála þér í þessu Magnús. Framsóknarleiðin er með öllu ófær að mínu mati, flestir geta staðið í skilum og þess vegna ekki þörf á almennu leiðinni.  Það á að hjálpa þeim sem verst standa og við hin sem erum aflögufær, verðum að greiða það.  Svo skulum við taka aðra orðræðu um réttlæti og óréttlæti.  Verðtryggingu og óverðtryggingu.  Hefði ég trúað því að lífeyrissjóðirnir gætu farið svona með innistæðuna okkar?  Nei, aldrei.  En valdastrúktúrinn í þessu Guðs volaða landi er með þeim hætti að það bíður upp á spillingu og jafnvel glæpi.

Það er ekkert réttlæti í þessu, en við ættum kannski að hætta að treysta Sjálfstæðis- og Framsóknarmönnum fyrir landinu.  Og annað, reka alla þessa gömlu skarfa í vinstri flokkunum sem hafa verið áskrifendur að launaumslögum ríkis og bæja.

Hvað á það að þýða að Bjarni Benediktsson sem á mjög mikilla hagsmuna að gæta fyrir sig og fjölskyldu sína, hagsmuni sem rekast sífelt á hagsmuni hins almenna borgara geti verið formaður Sjálfstæðisflokksins????

Ætlum við að hafa þetta svona áfram.

Eiga stjórnendur lífeyrissjóða að vera beintengdir inn í banka eða annarra fjármálafyrirtækja.

Eiga formenn verkalýðsfélaga að hafa 5-8 föld laun umbjóðenda sinna?  Svona mætti lengi telja.

Ef við viljum réttlæti, þá verðum við að vera ábyrgari sjálf, ekki minnst þegar við stöndum í kjörklefanum, því að í lýðræðisríkjum erum það við sem berum ábyrgð á því ef við kjósum hálfvita til valda.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.12.2010 kl. 11:05

26 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ingibjörg, það er óþarfi að spyrða tillögur HH við flokka, mér vitanlega er þar fólk úr öllum flokkum ásamt fólki sem gefist hefur upp á öllum flokkum.  Það er hreinskilið af þér að viðurkenna að þú teljir réttlætið ekki vera valkost.

En til að svara hinum spurningunum þínum þá vil ég benda þér á þetta hér.

Magnús Sigurðsson, 6.12.2010 kl. 13:08

27 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Fer á þetta hér, þegar ég kem heim.  En hagsmunasamtök heimilanna hefur orðið illilega á, verið með fólk í forsvari sem hefur kannski bara gott af því að takast á við eigin vitleysu í fjármálum.  Þekki þetta kannski ekki nóg til að dæma.  En hvaða venjuleg heimili skulda yfir 100 milljónir.

Það var Framsóknarflokkurinn sem fyrstur kom með slagorðið 90% lán fyrir íbúðakaupendur, Fíkniefnalaust Ísland árið 2000, 12000 ný störf á næsta kjörtímabili.  Veistu að stundum verður mér bara flökurt.  Þeir komu líka fyrstir með þetta slagorð um að fella niður skuldir á alla línuna. 

Skil ekki, eins og ég er nú mannelsk, hvað ég á bágt með að þola nýja formann Framsóknar.  Þetta er auðvitað mitt vandamál og ég er virkilega að reyna að taka á því.

Réttlætið er því miður ekki alltaf valkostur.  Við stöndum því miður afar oft frammi fyrir því.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.12.2010 kl. 13:51

28 identicon

"Heldur þú kannski að þessar 10 milljónir sem voru settar í kaupin á húsnæðinu liggi enhversstaðar inn á bankareikning og að þeim sé deilt niður á skuldir annara? Nei, það er ekki svo. Peningurinn er tapaður"

Þórhallur: Tapaður ? ertu að tala um peningana sem voru færðir frá húseiganda og yfir til fjármálafyrirtækjanna. Eigið fé fólks sem átti ævisparnaðinn í fasteign sinni er ekki í "money heaven" heldur færður yfir til þess sem veitti lánið.

Í Evrópu borgar fólk sem kaupir sér þak yfir höfuð fjölskyldu sinnar fasteignina einusinni, hér á Zimbabwe norðursins Íslandi borgum við hana 2svar.

Þetta er ekkert eðlilegt ástand. Það er ekkert eðlilegt við eignaupptöku á eiginfé fólks.

Þegar skattar hækka, þegar bensín,tóbak og áfengi hækkar að þá hækka lánin.

Þór (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 15:36

29 identicon

@ Þór, 6.12.2010 kl. 15:36

Ég vil nú ekkert sérstaklega vera að verja þennan einstakling sem minntist eftirminnilega á "money haven" í viðtali en fjármálakerfið sem við neyðumst til að búa við er því miður akkúrat svona. Eignir hverfa en skuldir ekki. Það er nefnilega svo að skuldirnar eru verðtryggðar á meðan húsnæðisverð sveiflast eftir markaðsaðstæðum. Eignin (eignarhluturinn) rokkar því upp og niður, allt eftir því hvert markaðsvirði hennar er hverju sinni.

Svo annað hérna varðandi það sem Magnús var að minnast á, þ.e. þriðja dæmið, sem kemur líka inn á það sem Þór skrifaði. Sá sem á skuldlausa íbúð upp á t.d. 25 milljónir þarf ekkert endilega að hafa tapað 5 milljónum þótt að íbúðin lækki niður í 20 milljónir. Hafi hann keypt íbúðina og staðgreitt (t.d. með sparifé) skömmu fyrir verðlækkun, þá hefur hann vissulega tapað fjármunum en bara ef hann selur íbúðina á þessu verði. Þessir fjármunir, þ.e. 5 milljónirnar, færast ekkert af markaðsvirði eignarinnar inn á einhvern reikning í fjármálstofnun. Það er allt annað mál ef af 20 milljóna innistæðu á bankareikningi (eða í öryggishólfi eða undir kodda) væri helmingurinn tekinn af einhverri ástæðu. Það er hreint og beint rán.

Þór! Þetta er það sem átt er við með "money heaven". Eignahlutur (eign) fellur í verði og mismunurinn gufar upp.

Þetta ætti líka að svara spurningu Magnúsar til mín. Epli og appelsínur!

Svo er það nú reyndar þannig að á Íslandi greiðir lántaki 12 til 14 falda uppæðina til baka af 40 ára húsnæðisláni en að jafnaði er það 2,5 til 4 föld upphæð í ESB löndunum. Á meðan við þurfum að búa við laun í íslenskum krónum, lán í verðtryggðum íslenskum krónum og íslenska vexti þá mun þetta ekki breytast. Ekkert sérlega sannkjarnt!

Það er alveg rétt hjá Magnúsi að hér á landi er unnið að því að rjúfa samstöðu Íslendinga með því að draga fólk í dilka og ala á öfund í garð náungans. Fyrst og síðast þarf að koma Íslandi undir verndarvæng stærra hagkerfis og loka um leið á verðtrygginguna, fyrr mun ekkert gerast varðandi réttarbót almennings gagnvart fjármálakerfinu.

Þórhallur (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 11:46

30 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér sýnist Jón hafa flúið af vettvangi..

Óskar Þorkelsson, 7.12.2010 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818117

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband