Metnaðarlaus borgaryfirvöld.

 

Af hálfu Besta flokksins hefur því verið lýst yfir að best væri að flugvöllurinn færi úr Vatnsmýri. Björn sagði að flokkurinn gerði sér á hinn bóginn grein fyrir að hann væri ekki á leið þaðan á næstunni. Þá hefði Ögmundur Jónasson, samgönguráðherra, tekið fram að hann vildi hafa flugvöllinn þarna áfram.

Skrifstofustjóra borgarstjórnar og ráðuneytisstjóra samgönguráðuneytisins var falið að kanna hvort þörf væri á að bæta aðstöðu fyrir flugfarþega. 

Eru menn að grínast...að fela ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra borgarstjórnar að kanna hvort þörf væri á að bæta aðstöðu fyrir flugfarþega.

Hafa þessir menn aldrei komið á Reykjavíkurflugvöll og kynnst skúradraslinu sem flugfarþegum er boðið upp á... þrengsli, ólykt, skít og óhreinindi, enda eru þessir skúrar og braggar orðnir yfir 60 ára gamlir að uppistöðu.

Ég veit ekki hvort þetta er ódýr brandari að fela einhverjum silkihúfum að kanna þessa aðstöðu. Allir sem þar hafa komið vita að aðstaðan þarna er til stórskammar fyrir land og þjóð og metnaðarleysi borgaryfirvalda hefur tryggt að svoleiðis verði það áfram næstu árin eða áratugina.


mbl.is Samgöngumiðstöðin rís ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"ólykt, skít og óhreinindi"

Ofboðslega finnst mér þetta hrokafull skrif. Þó að húsin þarna sé gömul og löngu úr sér gengin, er enginn skítur þarna og sóðaskapur. Vissulega er flugstöðin ykkar montnu Akureyringa betri.

 Sá á lykt sem finnur.

Björn Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 13:57

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Því miður..þarna er oft mikil ólykt vegna ófullnægjandi loftræstingar og því miður...ég segi því miður...mjög oft afar sóðalegt....

  í þessu er ekki hroki heldur blákaldar staðreyndir en ég fer þarna um mjög oft.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.11.2010 kl. 14:35

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

eitt allra besta framlag Besta flokksins til borgarbúa..  Gnarrinn er að gera sig :)

Óskar Þorkelsson, 11.11.2010 kl. 15:55

4 identicon

Heldur þú að Dagur viti af þessu, hefur þú rætt við hann ?  Kemur ekki Samfó eh nálægt stjórn borgarinnar .?

Ágúst J. (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 818128

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband