Vettlingatök sveitarfélaganna ?

 

Alls fengu rösklega 1.100 heimili aðstoð í gær hjá Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands og voru biðraðirnar langar. Vegna kuldans var tjaldi með hitalömpum slegið upp við bækistöð Mæðrastyrksnefndar til að halda hita á fólkinu meðan það beið eftir úthlutun.

Ég hef áhyggjur af tómlæti sveitarfélaganna og einhvernvegin finnst mér stofnanir þeirra horfa framhjá þeim vanda sem við blasir.

Þeir sem þekkja til þjónustunnar verða varir við að geta þeirra stofnana sveitarfélaganna sem fást við slík mál er afar takmörkuð. Augljóst er getuleysi þeirra við svona aðstæður,sláandi og sársaukafullt.

Fjármagn er allt of lítið og maður hefur á tilfinningunni að sveitar og bæjarstjórni horfi með blinda auganu á ástandið og geta þeirra til að aðstoða hafi heldur minnkað frekar en vaxið eins og þyrfti að vera til að geta brugðist við. Fjármagn skortir og allt of fáir eru að vinna við verkefni á þessu sviði..ekkert fleiri en voru þegar allt lék í lyndi. Það segir sig sjálft að menn ná ekki árangri með slíku.

Á Akureyri var sett á laggirnar almannaheillahópur sem rýndi ástandið eftir hrun og var það vel. Ég veit ekki hversu mikil starfssemi er í gangi þar núna en ekki er starfið áberandi fyrir hinn almenna borgara.

Sveitarfélögin bera ábyrgð á þessum málum gangvart þegnum sínum. Að hjálparstarf hvíli síðan að miklu leiti á sjálfboðaliðasamtökum og góðvild fyrirtækja er óástættanlegt. Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum verða að kveikja á að ábyrgðin er þeirra. Við erum nútímalegt vestrænt þjóðfélag og í slíkum þjóðfélögum á styrkur opinberra aðila að vera með þeim hætti að borgararnir svelti ekki og þurfi ekki að standa í biðröðum til að fá mat handa sér og börnunum.

Kannski eru bæjar og borgarfulltrúar svo uppteknir af vanda sínum og fjárhagsvanda sveitarfélaganna að þeir taki þann pól í hæðina að þykast ekki sjá ástandi...allavegana forðast þeir eins og heitann eldinn að ræða það eða stíga skref til framfara og bóta.

Þetta verður að breytast.....ræs sveitarfélög.. ykkar er skyldan.

 


mbl.is 1.100 heimili fengu aðstoð í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála ræs neyðin er að verða alger með sama áframhaldi!

Sigurður Haraldsson, 28.10.2010 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband