Ömurlegt Alþingi - hörmulegir þingmenn ?

 

"Í stað heildarsamstarfs um lausnir á erfiðri stöðu heimila og atvinnulífs á Alþingi hefur pólitískur skotgrafarhernaður því miður í of mörgum tilvikum orðið ofan á. Þetta kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs Íslands."

Þessari skoðun viðskiptaráðs er ég algjörlega sammála og óteljandi blogg hafa verið skrifuð um það sama. En alþingismenn virðast algjörlega ónæmir fyrir því hversu fráleitir þeir eru í vinnubrögðum og óábyrgir. Það kemur glöggt fram í því vantrausti sem mælist... en eins og menn muna eru 7% sem hafa traust á Alþingi sem er hrikalegur áfellisdómur, en þeim virðist skítsama.

"Alþingi er nú í nokkurri tilvistarkreppu sem hefur og mun, að öllu óbreyttu, halda áfram að auka á efnahagslegu kreppuna sem hér ríkir. Mótmæli við þingsetningu nýs löggjafarþings, slakar traustsmælingar meðal almennings og neikvætt viðhorf fyrirtækjastjórnenda til efnahagsbata nú tveimur árum eftir efnahagshrunið hljóta að teljast skýr skilaboð um að nýja aðferðarfræði þurfi við úrlausn viðfangsefna Alþingis."

Undir þetta verður líka að taka. Ríkisstjórnarflokkarnir eru ósamstíga og öflugustu stjórnarandstæðingarnir eru innan raða VG og halda iðju sinni áfram, þrátt fyrir að þeir hljóti að sjá hverskonar firra það er að taka að sér að stjórna landinu en halda síðan áfram moldvörpustarfssemi sinni... sumir ráðherrar og margir þingmenn.

Það væri hægt að lista hér upp alþingismenn sem hafa verið öðrum fremri í ömurlegri óábyrgni en ég held að þess þurfi ekki...allir sjá þá hörmung sem við hefur blasað  við Austurvöll.

Ég veit satt að segja ekki hvort alþingismenn skila skilaboð eins og Viðskiptaráð er nú að beina til þeirra, í það minnsta sést þessi ekki stað þegar moðsuðan og kjaftagangurinn í ræðustól þingsins heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Sennilega er sumum þarna inni ekki viðbjargandi.


mbl.is Pólitískur skotgrafarhernaður á kostnað heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég held að það sé þingmeirihluti fyrir leiðum út úr kreppunni.  Sá meirihluti er hins vegar ekki stjórnarmeirihlutinn.  Alla vega samkvæmt fréttum þá er Iðnaðarráðuneytið með ýmislegt á prjónunum, sem eflaust er þingmeirihluti fyrir. Hins vegar halda ráðherrar Vg. uppi töfum við útfærslu margra þeirra mála.

Í flestum ef ekki öllum tilfellum, þá hafa hinir eiginlegu stjórnarandstöðuflokkar reynt að leggja ríkisstjórninni lið í þau skipti sem að hefur verið í vinnu vegna skuldavanda heimilana, þó svo að sú vinna hafi að mestu verið á forsendum stjórnvalda og samkvæmt hugmyndum þeirra.

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.10.2010 kl. 14:07

2 identicon

Það er nú smá áróðursþefur af þessari frétt hjá mogganum. Því að þótt þetta standi allt í skýrslunni, þá er ýmislegt jákvætt sagt um yfirvöld líka.

Hlutinn um skuggaþing er ansi áhugaverður og gæti verið flott viðbót við núverandi kerfi.

H. Valsson (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 14:14

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Greinilegur er „pirringur“ og núningur milli Samfylkingarinnar og VG. Það er að mörgu leyti skiljanlegt. En þarf þetta ástand að vera viðvarandi?

Nú er t.d. töluverð andstaða gegn EB og líklegt er að þeir sem hafa hagsmuni af óbreyttu ástandi, kvótagreifar og ýmsir aðrir, vilji auka á tortryggnina. Við munum eftir áróðurstrixi Framsóknarmanna um „íslenska ákvæðið“ og gengu betlikerlingarnar á þeim bæ út frá því að með því væri verið að spila á þjóðerniskennd Íslendinga. Þetta „íslenska ákvæði“ var í raun vælupólitík um að fá aukinn mengunarkvóta á alþjóðlegu umhverfisráðstenfunni í Kyoto sem betlikerlingunum var síðan unnt að höndla með gagnvart álbræðslunum.

Margt prýðisgott  má tengja við EB. Allt þetta laga- og reglugerðaverk er byggt á traustri reynslu en margsinnis hefur komið í ljós að íslensk lög eru æríð götótt. Þannig gat nefndin sem átti að rannsaka um lögmæti löggernings um Magma málið ekki komist að annarri niðurstöðu að íslensk lög væru misvísvitiandi. Það væri því hægt að fullyrða hvort sem væri að gefningurinn væri löglegur sem kolólöglegur. Því miður var fréttaflutningur ekki í samræmi við niðurstöðu nefndarinnar. Hverjir skyldu hafa haft hag af því?

Voru það ekki braskaranir sem stýra landinu meira og minna en án þess að Samfylkingarfólk og VG fólk getur haft áhrif??

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.10.2010 kl. 22:25

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í textanum hér að ofan er ritað „misvísvitiandi“. Þar á auðvitað að vera „misvísandi“. Þannig komst nefndin að ekki þeirri niðurstöðu sem að var stefnt.

Leiðréttist hér með.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.10.2010 kl. 22:29

5 identicon

Guðjón, ef að íslensk lög eru götótt, er þá ekki alveg eins hægt að laga þau eins og að sækja þau frá EB (ertu að tala um ESB)?

Svona fyrir utan það að við erum með stóran hluta af reglugerðum ESB í gangi á Íslandi.

H. Valsson (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 04:55

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sjálfsagt væri það hægt en nútímasamfélagið er orðið ansi flókið og því oft erfitt að samræma mörg sjónarmið kannski frá ýmsum tímum. Regluverk EB tekur að einhverju leyti betur á þessu.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.10.2010 kl. 14:24

7 identicon

Þannig að það er hægt :) Þá er bara að bretta upp ermarnar og vera íslendingar og gera það sem gera þarf til að hreinsa til í eigin landi.

Það mætti jú alltaf nota regluverk EB sem innblástur ef þetta er betra þar. Og annarra landa líka og búa til bestu lög í heiminum, annað væri ekki nógu metnaðargjarnt.

H. Valsson (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818114

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband