Óþolandi tvískinnungur einstakra þingmanna VG.

 

Það var mynduð ríkisstjórn á Íslandi. Meðal mála sem sett voru í stjórnarsáttmála var að sækja um aðild að ESB og leggja síðan samningsdrög í þjóðaratkvæði í fyllingu tímans.

Síðan þessi ríkisstjórn var mynduð hafa síðan einstakir þingmenn VG flokksins haldið úti einhliða áróðri gegn stjórnarsáttmálanum og nú vilja þeir að einn af þeim málum sem innmúruð eru í stjórnarsáttmála verði dregið til baka og hætt við aðildarferlið.

Þarna er fremstur í flokki Ásmundur Daði, ungur maður sem hljómar eins og draugur úr fortíðinni. Það er svo sem ekkert við því að segja þó menn séu gamaldags og fornir í hugsun og orðum en að vilja svíkja saming sem er einn af hornsteinum þessarar stjórnar er ómerkilegt og óheiðarlegt. Auk þess hefur þessi þingmaður orðið uppvís að ósannindum og rangfærslum aftur og aftur og svífst einskis til að reyna að ná eyrum almennings.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboð, sagði í fréttum Útvarpsins, að flokksforustan hafi skýrt umboð til að takast áfram á við umsóknarferlið að Evrópusambandinu.

Ef svo er væri ráð að óheiðarlegir þingmenn VG taki upp betri vinnubrögð og ábyrgari málflutning. Mér sýnist á mörgu að VG sé enn og aftur margklofið stjórnmálaafl þar sem smákóngar vaða uppi og tala niður samstarfsflokkinn og þau mál sem greirnegld eru í stjórnarsáttmála.

Þorsteinn Pálsson skrifar.

"Engum vafa er undirorpið að sá tvískinnungur sem fram kemur í þeirri afstöðu að samþykkja aðildarumsókn en leggja um leið stein í götu efnislegra umræðna er ein ástæðan fyrir þverrandi trausti á Alþingi."

og...

"Hér þarf annar hvor stjórnarflokkanna að gefa eftir eða báðir að standa á sínu og hætta samstarfinu. Hvort tveggja væri til marks um heiðarlega afstöðu. Fyrir ríkjandi skæklatogi getur enginn borið virðingu."

Ég er algjörlega sammála fyrrum formanni Sjálfstæðisflokksins í þessu. Ef þarf endalaust að slást við stjórnarþingmenn sem geta ekki unnið með ríkisstjórninni og eftir stjórnarsáttmála og samþykktum Alþingis á að slíta þessu samstarfi.....þetta er óþolandi og ekki hægt að bjóða þjóðinni upp á slíkt mikið lengur.


mbl.is Fullt umboð til að halda áfram viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

V.S.S.

Hamarinn, 23.10.2010 kl. 20:14

2 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Þú hefur rétt fyrir þér að sumir þingmenn VG sýna af sér óþolandi tvískinnung.  En tvískinnungurinn kemur fyrst og fremst fram í því að sækja um aðild að ESB í andstöðu við meirihluta kjósenda flokksins og grasrótina í flokknum.  Það er ekki trúverðug pólitík hjá VG að þykjast vera á móti inngöngu í ESB en telja samt að besta leiðin til þess sé að fylgja því markmiði sé að sækja um aðild.

Hreinn Sigurðsson, 23.10.2010 kl. 20:19

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hreinn, aðildarumsókn er ekki í andstöðu við meirihluta kjósenda. Að halda slíku fram er rangfærsla af verstu sort.

Jón Frímann Jónsson, 23.10.2010 kl. 21:11

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Burtu með þessa vanhæfu stjórn strax!

Sigurður Haraldsson, 23.10.2010 kl. 22:10

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Hreinn. Það er rétt að margir eru ekkert hrifnir af þessu umsóknarbrölti af ESB.

Þessi töluvert mikla andstaða byggist á eftirfarandi forsendum:  1. Ef við förum inn verður sjávarútvegurinn undir stjórn ESB í Brussel. Þá fáum við ekkert að veiða meira af fiskinum okkar. 2. Þá getum við ekki verndað landbúnað og flestur bændur og þeir sem í dag vinna við úrvinnslu og þjónustu við landbúnað missa sína vinnu.

3.  Þriðja atriðið er sennilga að ef við förum inn missum við krónuna sem er besta efnahagsstjórntæki sem um getur.  4. Fjórða atriðið er svo að sjálfsögðu að þetta umsóknarferli er svo dýrt og kostar marga milljarða.

Nú er orðið ljóst að atriði nr. 4. er ekki vandamál, enda væri ósanngjarnt að kostnaðurinn við umsóknarferlið lendi alfarið á öðrum aðilanum.

Landbúnaðarmálin og sjávarútvegsmálunum verður einnig lent í samningsferlinu á þann hátt sem við getum bærilega unað við, hef ég trú á.

En áður en það kemur í ljós er brýnt að draga umsóknina til baka, þannig að þjóðin þurfi ekki að halda áfram að fylgjast með rökum Heimsýnarmanna falla hverjum af öðrum.

Þess vegna liggur svona á, eða hvað finnst ykkur?  

Jón Halldór Guðmundsson, 25.10.2010 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband