Besti ( Bjálfa ) flokkurinn toppar sjálfan sig.

 

Í bókun þeirra Einars Arnar Benediktssonar og Elsu Hrafnhildar Yeoman á fundi borgarráðs í gær segir m.a. að um bann við reykingum á vínveitingastöðum ríki almenn ánægja. „Liggur því við að næsta rökrétta skref verði að banna áfengi inni á þessum stöðum, þar sem áfengisneysla hefur margar og alvarlegar afleiðingar í för með sér," segir í bókuninni. 

Ég hélt satt að segja að þessi frétt væri misskilningur og líklegast röng.

Mér finnst full ástæða fyrir Reykvíkinga að hafa áhyggjur af stjórnun borgarinnar. Vandi sveitarfélaga er svo djúpur og alvarlegur að það þarf öfluga og ábyrga borgar og bæjarfulltrúa við stjórnun sveitarfélaga.

Ásýnd Besta flokksins er fíflagangur, bleik jakkaföt, borgarstjóri í kjól og tattú.

Enn spyr ég...hversu lengi ætlar Samfylkingin að bakka upp þennan fíflagang.


mbl.is Vanhugsað hjá flokksfélögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Samfylkingin á eftir að bakka þetta upp lengi, Jón Gnarr er ekki að standa sig sem borgarstjóri en hann er að standa sig mjög vel við að dreyfa athygli frá því sem verið er að gera og því sem ekki er verið að gera í borgarstjórninni, eina sem er fjallað um er dagbókinn hjá honum þar sem hann er að kvarta yfir hinu og þessu sem tengist ekkert þeim málum sem eru í borgarstjórninni.

Hver man ekki eftir því þegar hann var að kvarta yfir hausverk og að vera reyklaus í 10 daga eða eitthvað því um líkt, þetta var það eina sem fjölmiðlar fjölluðu um, á meðan hækkaði gjaldskrá OR um 40% og á það var varla minnst!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 14.10.2010 kl. 16:38

2 identicon

Já þetta er alveg hárrétt hjá þér Jón það er margt að varast.  Bestiflokkurinn situr enn í boði Samfylkingarinnar !  Er ekki Dagur að kveldi kominn ?

Ágúst J. (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 16:39

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þessi ákvörðun Samfylkingarinnar að fara í meirihluta með Besta flokknum er jafnvel enn heimskari en þegar Samfylkingin fór í samstarf með VG á þingi. Þetta tvennt er að rústa flokknum, því miður flokkast þetta undir sjálfmorð, ljótt en satt.

Páll Jóhannesson, 14.10.2010 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818107

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband