24.8.2010 | 16:55
Af úrgangsmálum og þröngsýni L-lista.
Ég hlustaði á viðtal við formann framkvæmdaráðs Odd Helga Halldórsson. Heldur þótti mér klént það sem hann lét frá sér fara um úrgangsmálin og flokkun við heimahús. Órökstuddar fullyrðingar sem eru stjórnmálamanni ekki sæmandi. Ódýrara og betra sagði hann, vitandi að umhverfisnefnd og starfsmenn bæjarins hafa lagt mikla vinnu í það mánuðum saman að greina þessi mál og hafa haft sér til ráðgjafar verkfræðisstofu sem sérhæfir sig í þessum málum. En Oddur veit víst betur að eigin sögn.
http://www.n4.is/tube/file/view/1164/ Linkur á Odd á N4.
Oddur vegur að mér í þessu viðtali og segir mig búa til minn eiginn sannleika. Lítill kall að ráðast að fjarstöddum en ég reikna með því að hann þori að mæta mér í kappræðum um úrgangs og umhverfismál sem hann hefur lítið tjáð sig um þau 12 ár sem hann hefur verið í bæjarstjórn. Minnisvarðar L-lista eru hvorki háir né margir eftir öll þau ár og það síst í umhverfismálum.
Allir sem hafa smá innsýn í þennan málaflokk vita að flokkun á endurvinnanlegum úrgangi er framtíðarmál. Allir sem hafa smá innsýn vita líka að til að tryggja hámarksárangur þarf þessi flokkun að fara fram sem næst heimilunum og íbúar hafi sem minnstan kostnað og litla fyrirhöfn við að losna við úrganginn. Að fara með áfangastaðinn á gámasvæði dregur stórkostlega úr árangri og magnið sem fer til urðunar og flutnings verður miklu meira en ef flokkað er heima og ekki þarf að aka eða ganga með úrgang langar leiðir.
Sparnaðurinn sem Oddur sá er sparnaður hins þröngsýna. Sá víðsýni og sá sem kynnir sér mál til fullnustu veit að það kostar að urða hvert kíló og það kostar að flytja hvert kíló á urðunarstað. Það sér Oddur ekki og lætur glepjast af áróðri fyrirtækisins sem ætlar að taka þetta verk að sér. Formaður framkvæmdráðs lætur glepjast af einhliða áróðri þess fyrirtækis sem ekki vill eða treystir sér til að vinna verkið eins og fyrir var lagt í útboði. Þar gengur hann erinda fyrirtækis en lætur hag og hagmuni borgaranna til hliðar. Það eru bein svik við kjósendur L-listans sem héldu að þeir væru að kjósa stjórnmálaafl sem fyrst og fremst hugsaði um hag þeirra. Slíkt er öðru nær.
Ég skora því á formann framkvæmdaráð til að hitta mig á opinberum vettvangi og ræða þessi mál auk annarra umhverfismála sem ég tel að hafi verið í gríðarlega góðum gír hér í bæ síðustu árin og margt sem bendir til að það verði ekki undir leiðsögn L-lista og Odds Helga. ( Geir fær ekki að vera oddviti )
Sem fyrsta dæmi má nefna að fráfarandi umhverfisnefnd lagði til að umhverfisátak yrði í sumar en framkvæmdaráð undir stjórn Odds Helga sá enga ástæðu til að takast á við þetta verkefni og stakk því undir stól. Þessum málaflokki hefur því ekki verið jafn illa sinnt síðustu ár eins og í sumar.
2. Umhverfisátak - 2010
2010050093
Umræður um hvort hefja eigi sérstakt umhverfisátak á árinu 2010.
Umhverfisnefnd leggur til við nýtt framkvæmdaráð að sérstakt umhverfisátak verði frá 1. júlí til 31. ágúst nk. Átakinu verði beint að fyrirtækjum annars vegar og einstaklingum hins vegar. Leitað verði eftir sérstöku samstarfi við heilbrigðisfulltrúa og hverfisnefndir.
Þessu sinnti L-lsti ekki og stakk undir stól.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.