Flokkshestar vilja taka lýðræðið af landsmönnum.

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir erfitt að túlka minnisblað ráðuneytisstjóra um stöðuna í undirbúningi fyrir ESB-aðildarviðræður um landbúnað á annan hátt en að aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu sé hafið.

Jón Bjarnason er andlýðæðislegur og flokkshestur af guðs náð. Hann vill stöðva aðildarviðræður að ESB,  og koma þar með í veg fyrir að þjóðin segi sitt og það verði fólkið í landinu sem ákveður hvort við förum þarna inn eða ekki.

Risaeðlur fortíðar vilja að flokkshestar og stjórnmálaflokkar fótumtroði þennan rétt þjóðarinnar að fá að segja sitt í þjóðaratkvæði.

Við viljum opið og lýðræðislegt þjóðfélag en ekki þetta gamla, sem fótumtróð allt sem hét sjálfstæð hugsun einstaklingsins.

Jón Bjarnason og fleiri auk öfgamanna í hópi bloggara vilja að þjóðinni verði sendur fingurinn og málin afgreidd og ákveðin í fámennum hópi flokkshesta stjórnmálaflokkanna. Ég hélt að það væri það sem menn voru að blása af í búaáhaldabyltingunni. Tvískinnungur þessara manna er hrópandi.

Að svona menn skuli ekki skammast sín.


mbl.is Kominn tími til að segja stopp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Við viljum opið og lýðræðislegt þjóðfélag en ekki þetta gamla, sem fótumtróð allt sem hét sjálfstæð hugsun einstaklingsins". Jón Ingi, er þér ekki sjálfrátt? Var það ekki nákvæmlega svona sem þingsályktunartillögunni vegna umsóknar Íslands um aðild að ESB var troðið í gegnum Alþingi? Þingmenn VG barðir til hlýðni! Hvað er eiginlega lýðræðislegt við það? Ef einhver ætti að skammast sín, ert það þú sjálfur fyrir að skrifa svona bannsett rugl.

Baldur (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 09:24

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Baldur... meirihluti alþingis samþykkti.. þjóðin er tekur ákvörðun..er þetta flókið ?...andaðu tuttugu sinnum... þér er ekki rótt.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.8.2010 kl. 10:27

3 identicon

Sæll Jón Ingi.

Það væri mjög lýðræðislegt að Alþingi endurmæti þessa stöðu sem nú er kominn upp í þessum ESB aðildar/aðlögunarviðræðum.

Lýðræðislegast væri að Alþingi vísaði þessu máli til þjóðarinnar. Það er að þjóðin ákvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort að halda eigi þessu ESB ferli áfram eða hætta því.

Þeir sem telja sig ekki hafa fengið að vita nóg um hvað ESB er og hvað innganga þar inn myndi þýða fyrir Ísland, þeir myndu auðvitað kjósa með því að þessu ferli verði haldið áfram, líka þeir sem vilja inní ESB sama hvað eins og er um suma.

Við hinnsvegar sem teljum okkur nú þegar vita alveg nóg hvernig ESB systemið virkar og hvað það myndi þýða fyrir land okkar og þjóð ef við göngum þarna inn munum auðvitað vilja slíta þessum viðræðum og aðlögunarferli strax.

Ég óttast ekki þær lýðræðislegu niðustöður, því þjóðin mun ótvírætt og eftirminnilega hafna ESB- helsinu.

Við hvað eruð þeið ESB innlimunarsinnar hræddir afhverju má þjóðin ekki fá að segja sitt álit núna í þesu stóra átaka máli.

Ég veit alveg við hvað þið eruð hræddir:

1. Þið eruð logandi hræddir við opið og milliliðalaust lýðræðið, alveg eins og fyrirmyndir ykkar ESB elítan hefur alltaf verið.

2. Þið óttist sannleikann eftir allar blekkingarnar og lygarnar sem þið hafið haldið fram um dýrðir og lystisemdir ESB, þar sem sjálft ESB apparatið hefur verið duglegast við að afhjúpa lygar ykkar og blekkingar sem þjóðinni eru nú orðnar ljósar.

3. Þið óttist þjóð ykkar meira en nokkuð annað, eftir allan óhroðann og blekkingarnar sem þið hafið borið á borð fyrir hana og hvernig þið hafið ítrekað blekkt hana og farið á bak við hana og vilja hennar, til þess eins að véla þjóðina inní þetta fyrirheitna yfirráðabandalag ykkar ESB.   

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 11:49

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Gunnlaugur og Baldur heyr heyr! Jón er mafían búin að ná tökum á þér?

Sigurður Haraldsson, 24.8.2010 kl. 12:47

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jón Bjarnason og fleiri auk öfgamanna í hópi bloggara vilja að þjóðinni verði sendur fingurinn og málin afgreidd og ákveðin í fámennum hópi flokkshesta stjórnmálaflokkanna. Ég hélt að það væri það sem menn voru að blása af í búaáhaldabyltingunni. Tvískinnungur þessara manna er hrópandi

( Þeir eru mættir eins og sjá má og ekki óvænt  )

Jón Ingi Cæsarsson, 24.8.2010 kl. 13:25

6 identicon

Jón Ingi.

Þú veist betur þjóðinni var sendur fingurinn þegar flokkshestar Samfylkingarinnar komu því í gegn í hrossakaupum og valdatafli að flokksforysta VG sveik eitt sitt stærsta stefnumál og samþykkti naumlega og gegn mótmælum sumra að sækja um aðild að ESB í júlí í fyrra.

Þá var hafnað öllum sanngjörnum tillögum um að málinu yrði þá þegar vísað í lýðræðislegrar þjóðaratkvæðagreiðslu, þ.e. hvort kjósendur vildu veita stjórvöldum umboð til þess að sækja um ESB aðild eða ekki.

Ef þú hefur lesið það sem að ég segi hérna að ofan þá er ég ekki hrifinn af þeirri leið að ESB umsóknin verði nú afturkölluð af Alþingi einu saman, þó svo að eflaust sé nú þingmeirihluti fyrir því.

Heldur vil ég að valinn sé leið lýðræðisins og að málinu sé vísað til þjóðarinnar í allsherjar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er á að leyfa stjórnvöldum að halda þessum samninga og aðlögunarviðræðum við ESB áfram eða á að hætta þeim og draga umsóknina til baka ?

Ég veit að þá myndi þjóðin hafna ESB- helsinu !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 15:10

7 identicon

Þegar menn gefa sér rangar forsendur, líkt og Gunnlaugur, leiða þær óhjákvæmilega til rangra niðurstaðna.

Sem betur fer er ekkert að óttast. Um málið verður kosið þegar um eitthvað er að kjósa. En til þess þarf að semja fyrst.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 18:51

8 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Herra/frú gogg, rangar forsendur geta komið til vegna lýga, eins og um aðild, hernað, sjáfarútveg.

en svo vil ég minna Herra/frú gogg á 1 seft:)

Brynjar Þór Guðmundsson, 24.8.2010 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 812350

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband