Framsóknarflokkurinn..vingull og opinn í báða enda.

 

Í dag fjallaði umhverfisnefnd um breytingu á flokkunarkerfi við heimahús. Tillaga að þessari breytingu kom frá framkvæmdaráði og með þeirri tillögu er flokkunarkerfi við heimahús nánast rústað. Akureyringar munu enn sem fyrr þurfa að fara með endurvinnanlegan heimilsúrgang á flokkunarstöðvar eða flokka bara alls ekki neitt. Þó mun sennilega verða haldið í skil á lífrænu sorpi sem á að vera í aukatunnu ofan í þeirri stóru.

Á síðasta kjörtímabili vann umhverfisnefnd að þessum lausnum sem einn maður. Nú hleypst Framsóknarflokkurinn frá þeirri vinnu og eigin stefnumörkun og styður L-listann í skemmdarverkum sínum. Sorglegt og mér sýnist að Petrea Sigurðardóttir sem var fulltrúi Framsóknar á síðasta kjörtímabili verið gerð ómerk vinnu sinnar, enda mætti hún ekki þó hún sé aðalmaður í nefndinni, sá eini frá síðasta kjörtímabili.

Framsóknarflokkurinn er lítill pappír að hlaupa svona frá eigin stefnumörkun og styðja L-listann í því eyðileggingarstarfi sem hér má sjá.

Ljóst er að L-listinn og Framsóknarflokkurinn ganga hér erinda fyrirtækisins sem fékk verkið og hefur þrýst mjög á að fá þessu breytt enda hafa þeir hag og gróða af því að selja bæjarbúum tunnu fyrir endurvinnanlegt. Þannig tunnu hef ég haft og greitt 15.000 á ári fyrir en mun nú hætta því. Ég hef ekki áhuga á að skipta við fyrirtæki sem metur eigin hag meiri en bæjarbúa.

 Grein mín í Vikudegi er hér að neðan.

L listi fólksins tryggir Akureyri skussasæti í flokkunarmálum.
 Á síðasta kjörtímabili var unnið mikið starf í flokkunarmálum úrgangs og loksins eftir áratugabaráttu stóð til að Akureyri kæmist í hóp fyrirmyndarsveitafélaga í flokkunar og úrgangsmálum.
Reist var verksmiða til vinnslu á lífrænum úrgangi, ákveðið að hætta að urða sorp á Glerárdal og síðast en ekki síst var stefnt að því að koma á fullkomnu flokkunarkerfi fyrir einstaklinga við heimahús.
Allt þetta gekk eftir og var gengið frá þessu máli í vor sem leið. Þá var ákveðið að við heimahús yrðu í reynd 3 tunnur fyrir heimaflokkun úrgangs. Ein tunna fyrir endurvinnalegt, dagblöð, plast, pappír, fernur, málm og fleira. Ein tunna fyrir óendurvinnalegt til urðunar og síðan lítið ílát ofan í annrri þeirra sem í skyldi vera lífrænt til vinnslu í verksmiðju Moltu á Þveráreyrum. Þetta fyrirkomulag tryggir hámarksflokkun og lágmarksurðun og er í takt við samþykktir okkar í úrvinnslumálum og nútímaleg hugsun.
En viti menn. Nú ætlar L- listi fólksins að láta það verða sitt fyrsta verk að eyðileggja þetta flokkunarkerfi. Þeir hafa ákveðið að beina því til bæjarráðs að hætta við að hafa tunnu fyrir endurvinnalegan úrgang við heimahús en í stað þess að senda fólk á grendarstöðvar eins og hefur verið í fram að þessu. Það einfaldlega rústar grundvallarhugsun sem liggur að baki flokkunar úrgangs við heimahús. L - listi fólksins hefur fært Akureyri aftur um áratugi og hefur með þessu tryggt Akureyri sæti meðal skussana í umhverfis og úrvinnslumálum. Ég er hreinlega sorgmæddur að horfa upp á slíkt skilnings og metnaðarleysi og lýsi ábyrgð á hendur þessa stjórnmálaafls sem ekki virðist hafa lágmarksþekkingu og skilning á þessu málaflokki.
Ég vona sannarlega að bæjarráð hafi vit fyrir framkvæmdaráði og hafni þessum tilmælum sem í reynd eru markleysa þar sem stefnumörkun og vistun úrgangsmála er í umhverfisnefnd. Ég tel það lágmarksskyldu stjórnmálaafls að vita hvar í stjórnsýslunni á að taka ákvörðun. Framkvæmdaráð hefur ekkert með stefnumörkun í úrgangsmálum að gera. Ég hef þann metnað fyrir hönd Akureyrar og Akureyringa að hér sé staða flokkunar og úrgangsmála fyrsta flokks og Akureyri verði í fararbroddi sveitarfélaga í þessum málum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég sagði upp samningi mínum við fyrirtækið þann 11. ágúst og tunnan var tekin í dag. Ég er komin aftur á byrjunarreit eins og bæjaryfirvöld vilja

Páll Jóhannesson, 19.8.2010 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 818095

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband