19.8.2010 | 20:09
Framsóknarflokkurinn..vingull og opinn í báða enda.
Í dag fjallaði umhverfisnefnd um breytingu á flokkunarkerfi við heimahús. Tillaga að þessari breytingu kom frá framkvæmdaráði og með þeirri tillögu er flokkunarkerfi við heimahús nánast rústað. Akureyringar munu enn sem fyrr þurfa að fara með endurvinnanlegan heimilsúrgang á flokkunarstöðvar eða flokka bara alls ekki neitt. Þó mun sennilega verða haldið í skil á lífrænu sorpi sem á að vera í aukatunnu ofan í þeirri stóru.
Á síðasta kjörtímabili vann umhverfisnefnd að þessum lausnum sem einn maður. Nú hleypst Framsóknarflokkurinn frá þeirri vinnu og eigin stefnumörkun og styður L-listann í skemmdarverkum sínum. Sorglegt og mér sýnist að Petrea Sigurðardóttir sem var fulltrúi Framsóknar á síðasta kjörtímabili verið gerð ómerk vinnu sinnar, enda mætti hún ekki þó hún sé aðalmaður í nefndinni, sá eini frá síðasta kjörtímabili.
Framsóknarflokkurinn er lítill pappír að hlaupa svona frá eigin stefnumörkun og styðja L-listann í því eyðileggingarstarfi sem hér má sjá.
Ljóst er að L-listinn og Framsóknarflokkurinn ganga hér erinda fyrirtækisins sem fékk verkið og hefur þrýst mjög á að fá þessu breytt enda hafa þeir hag og gróða af því að selja bæjarbúum tunnu fyrir endurvinnanlegt. Þannig tunnu hef ég haft og greitt 15.000 á ári fyrir en mun nú hætta því. Ég hef ekki áhuga á að skipta við fyrirtæki sem metur eigin hag meiri en bæjarbúa.
Grein mín í Vikudegi er hér að neðan.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sagði upp samningi mínum við fyrirtækið þann 11. ágúst og tunnan var tekin í dag. Ég er komin aftur á byrjunarreit eins og bæjaryfirvöld vilja
Páll Jóhannesson, 19.8.2010 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.