18.8.2010 | 09:30
Ríkisstjórnin hefur náð tökum á efnahagsvandanum.
Hvað sem stjórnarandstaðan segir og hamast, árangur ríkisstjórarinnar er ótvíræður. Verðbólga lækkar, gengið styrkist mikið og hjól atvinnulífsins eru að mjakast af stað þótt betur mætti ganga að koma af stað stærri verkefnum. En það mun ganga eftir næstu mánuði.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 1 prósentu. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 5,5% og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 6,75%. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga, svo nefndir stýrivextir, lækka í 7,0% og daglánavextir í 8,5%.
Maður getur ekki annað en glott út í annað að sjá kátlegar tilraunir stjórnarandstæðinga við að halda því fram að ekkert hafi gerst og ekkert sé að gerast. Mjög margir sérfræðingar hafa haldið því fram og rökstutt, að efnahagur þjóðarinnar sé að rísa og botninum sé náð.
Vonandi fara stjórnarandstæðingar og ofurbloggarar á vegum stjórnarandstöðunnar að skrifa málefnalegri pistla um ástand mála hér á landi og fari að horfast í þá staðreynd að hér er landið að rísa með vaxandi hraða.
Það er ábyrgðarlaust að halda öðru fram og flestir eru farnir að sjá að úlfur-úlfur bloggara og stjórnarandstöðunnar er ekkert annað en óábyrgur flokkshagsmunaáróður.
Vextir lækka um 1% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er auðvelt að stjórna lokuðu hagkerfi. Það verður áhugavert að sjá hvað gerist þegar hagkerfið verður opnað að nýju og EES samningurinn aftur virtur af íslenskum stjórnvöldum.
Þar á ég auðvitað við gjaldeyrishöftin.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 09:38
Gerviárangur, því miður. :(
karl (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 09:48
Jón það er gott ef þú heldur að hin tæra vinstri stjórn sé búin að ná tökum á efnahagsvandanum - EKKI láta þér það koma þér á óvart ef ég er EKKI sammála þér -
hringlandaháttur/getuleysi/ákvarðanafælni - það er ríkisstjón sf og vg
Hvað varð um stöðugleikasáttmálann ? jú hann fór í klósettið - í boði ríkisstjórnarnnar -
Óðinn Þórisson, 18.8.2010 kl. 09:56
Óðinn.. hef ekki stórar áhyggjur af þinni skoðun. Tek meira mark á þeim sérfræðingum sem um málið hafa fjallað að undanförnu.
Og svo má ekki gleyma því að þessi árangur er að nást þrátt fyrir að stjórnarandstaðan lagði alla þá steina í götu árangurs..í nafni flokkshagsmuna, skítt með þjóðarhag.
Ekki má svo gleyma hluta stjórnarliða sem hafa gengið um þetta stjórnarsamstarf á skítugum skónum.
Jón Ingi Cæsarsson, 18.8.2010 kl. 10:07
nei hvað er að sjá. Flokkshestur nr.1 heldur uppi vörnum fyrir ríkistjórn sem er við það að setja landið í gjaldþrot. Ef það væri búið að ná tökum á efnahagsvandanum þá væru vextir hér á landi þeir sömu og í löndunum í kringum okkur. afhverju eru þeir það ekki? svarið er einfalt. þá getur ríkið ekki lengur fjármagnað hallarekstur með útgáfu skuldabréfa. þá myndu fjárfestar og fjármagnseigendur lána og fjárfesta í atvinnurekstri en ekki skuldabréfum eins og í dag. þannig að þú ert enn og aftur á villigötum Jón Ingi.
Fannar frá Rifi, 18.8.2010 kl. 10:11
Gerfiárangur, hmm, allar tölur, viðskiptajöfnuður, vextir, verðbólga, atvinnuleysi eru að stefna í jákvæða átt.
Auðvitað finna margir fyrir samdrættinum enda væri það ótrúlegt annað eftir algjört hrun ofvaxins fjármálakerfis. Það er ekki hinu að leyna að við værum lengra kominn ef ekki væri fyrir þetta kattafár í VG.
Pétur (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 10:17
Pétur: Alveg sammála þér þarna.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 10:19
Sá bati sem er að sjást í þjóðfélaginu er þrátt fyrir ríkisstjórnina. Með Svandísi Svavars og VG ruglið er engin von um bata í fyrirtækjarekstri og atvinnuleysið verður fest í sessi til langs tíma.
Hvumpinn, 18.8.2010 kl. 11:02
Ríkisstjórnin hefur ekki náð tökum á efnahagsvandanum fyrr en maður sér þess merki á innheimtuseðlum verðtryggðra lána vs. markaðsvirði fasteigna. Þegar höfuðstóllinn verður farinn frá yfir 120% aftur niður í það sem gæti talist eðlilegt eða 80-90% af veðrými, þá fyrst getum farið að tala um efnahagsbata og ekki degi fyrr!
Guðmundur Ásgeirsson, 18.8.2010 kl. 11:08
Reglulega gaman að lesa athugsemdir stjórnarandstæðinga. Þeir eru eins og illa haldinn alkí í afneitun.. en við því var að búast
Jón Ingi Cæsarsson, 18.8.2010 kl. 11:15
Fannar.. þessi ríkisstjórn setti þetta land ekki á hliðina..hún er að taka til eftir skemmdarvargana. Það sjá allir ... nema kannski þú. ??
Jón Ingi Cæsarsson, 18.8.2010 kl. 11:17
Guðmundur: Fasteign á að vera langtímafjárfesting. Margir fasteignirnar sínar á of háu verði og bankarnir hjálpuðu til við það með ánægju. Það mun taka langan tíma áður en að fasteignir munu hækka í verði.
Mestu máli skiptir að eigendur fasteignanna geti greitt af lánunum. Ríkið verður að sjá til að þetta gerist ekki aftur.
Ég greiði af óhagstæðu láni sem á sér enga eign á móti.. Það eru ekki aðeins fasteignaeigendur sem gera það en þeir hafa þó þak yfir höfuðið.
Ríkið á þar enga sök og sérstaklega ekki þessi ríkisstjórn.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 11:17
Þú tekur aldeilis þessar fínu myndir Jón.
Magnús Sigurðsson, 18.8.2010 kl. 11:46
Jón Ingi, ég er ekki í neinni afneitun og þó ég sé í "stjórnarandstöðu" núna þá var ég það líka fyrir síðustu kosningar. Reyndar greiddi ég öðrum þeirra flokka sem nú eru í stjórn atkvæði mitt þá, gagnvert í þeirri trú að þeir myndu standa öðruvísi að málum og innleiða skynsemi í staðinn fyrir ruglið sem setti allt á hliðina.
Meiri vonbrigðum hef ég sjaldan orðið fyrir þegar stjórnmál eru annars vegar.
"...er að taka til eftir skemmdarvargana" Rangt! Það var kannski ekki núverandi stjórn sem setti landið á hliðina, en skemmdarvargar leika samt ennþá lausum hala og lítið bólar á meintri tiltekt.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.8.2010 kl. 12:28
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/08/18/atvinnuauglysingum_fjolgar/
Jón Ingi Cæsarsson, 18.8.2010 kl. 12:36
Jón Ingi. Sem Akureyringur til annars Akureyrings bið ég þig endilega að gefa gott fordæmi og gera greinarmun á prósentu og prósentustigi. Ef 10% vextir lækka um 1% verða þeir 9,99%. Hinsvegar ef 10% vextir lækka um eitt prósentustig þá verða vextirnir 9%.
Það virðist vera landlægt hjá okkur að gera ekki greinamun á þessu og eru blöð og fréttastofur ekki til fyrirmyndar þar, enda er það sérstaklega áberandi hjá mörgum blaðamanninum að kunna ekki móðurmálið.
Tómas H Sveinsson, 18.8.2010 kl. 17:10
Þessi hluti bloggsins er beint úr mbl.is....
Jón Ingi Cæsarsson, 18.8.2010 kl. 17:24
Var að skoða fréttatilkynningu Seðlabankans og þar er einnig farið rangt með þetta. Vextir á viðskiptareikningi inlansstofnana er sagður hafa lækkað um 1% í 5,5%, en skv því sem ég sé best voru þessir vextir 6,5%. Lækkunin hefur því verið um 15%. eða sem svara 1 prosentustigi.
Það er Seðlabankanum til skammar að kunna ekki prosentureikning, en það skýrir etv. ýmislegrt sem það hefur komuið.
Tómas H Sveinsson, 18.8.2010 kl. 17:41
Hvað sem stjórnarandstaðan segir og hamast, árangur ríkisstjórarinnar er ótvíræður. Verðbólga lækkar, gengið styrkist mikið og hjól atvinnulífsins eru að mjakast af stað þótt betur mætti ganga að koma af stað stærri verkefnum. En það mun ganga eftir næstu mánuði.
Held að lítið af þessum "árangri" sem þú talar um sé vegna ríkisstjórnarinnar, þar sem hún hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að laga atvinnulífið hér, aftur á móti þá hafa atvinnurekendur gefist upp á að bíða eftir hverju sem þeir voru að bíða frá ríkisstjórninni og ákveðið að taka sig á sjálfir í sínum málum.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 18.8.2010 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.