Bensínlaus bæjarstjórnarmeirihluti.

Það er synd að segja að nýr bæjarstjórnarmeirihluti á Akureyri gári yfirborðið. Þögnin ein ríkir og maður hefði nú kannski trúað því að L-listinn hefði þann metnað og dug að vera sýnilegur, þó ekki væri nema á fyrstu metrunum.

En það er öðru nær... flestir eru löngu búnir að gleyma hverjir það eru sem sitja í meirihluta hér í bæ. Þó má sjá eina og eina klaufalega yfirlýsingu frá formanni bæjarráðs eins og t.d. þá sem líta mátti á forsíðu Vikudags í síðustu viku sem hjóðaði svo.

"Við munum fara að vilja fólksins" sem hann nefndi í tegslum við undirskrifarsöfnun vegna deiliskipulags við Hafnarstræti-Drottingarbraut.

Við bíðum spennt hvaða fólks því í því máli er annarsvegar einhverjir 1.300 sem skrifað hafa á undirskrifarlista á móti breytingu á deiliskipulagi ( enginn veit hversu margir þeir eru sem eiga lögheimili hér) eða hinsvegar þeir 12.000 sem ekki hafa skrifað á þennan lista og eru samkvæmt skipulagslögum samþykkir. Gaman að sjá hvort formaður bæjarráðs heyrir bara í þeim sem hæst hafa eða öllum...

Annað mál.... Í lok kjörtímabilsins síðasta gerði umhverfisnefnd tillögu svipaða þeim sem hafa verið gerðar hafa verið undanfarin ár um sérstakt umhverfisátak. Mikill árangur hefur náðst í sérstökum umhverfisverkefnum undanfarin ár og því við hæfi að reyna að tryggja að það góða verk félli ekki niður þó nýr bæjarstjórnarmeirihluti tæki við. Bókunin hljóðaði svo.

 2.          Umhverfisátak - 2010
2010050093
Umræður um hvort hefja eigi sérstakt umhverfisátak á árinu 2010.
Umhverfisnefnd leggur til við nýtt framkvæmdaráð að sérstakt umhverfisátak verði frá 1. júlí til 31. ágúst nk. Átakinu verði beint að fyrirtækjum annars vegar og einstaklingum hins vegar. Leitað verði eftir sérstöku samstarfi við heilbrigðisfulltrúa og hverfisnefndir.

Nýtt í þessari tillögu var að þar kemur fram tillaga um að virkja hverfisnefndir með beinum hætti við þessi verk.

En hvernig fór ?

Nýtt framkvæmdaráð og nýr bæjarstjórnarmeirihluti hefur algjörlega látið undir höfðuð leggjast að fara að þessari tillögu og ekkert hefur verið gert í þessum málaflokki með þeim hætti sem lagt var til í tillögu umhverfisnefndar. Það er afar dapurlegt að sjá bensínlausan L-lista á byrjunarreit, nú ársfjórðungi eftir kosningar. Ég óttast mjög um afdrif þessa málaflokks og tómlæti L-lista og forráðamanna hans fer ekki á milli mála.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818109

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband