Baktjaldamakk og feluleikur L-lista.

 

 Sorglegt að sjá hvernig L-listi fólksins hefur meirhlutatímabil sitt með baktjaldamakki og feluleik. Ráðgjafar kallaðir til og síðan eiga bæjarbúar ekki að fá að vita hverjir það eru sem eru með puttana í ráðningu bæjarstjóra allra bæjarbúa.

 

Oddur segir að þetta fólk hafi verið á vegum L-lista og ég geri þá ráð fyrir að sú vinna sem Capacent lagði í þetta verkefni sé greitt af L-listanum en ekki Akureyrarbæ ( Svar óskast )

 

Persónulega finnst mér þetta verklag til skammar og það er hreinlega ámælisvert að L-listinn líti á það sem sjálfsagðan hlut að leyna bæjarbúa og kjósendur þessu. Þetta er ekki sú opna stjórnsýsla sem þeir boðuðu og mér er til efs að nokkuð stjórnmálaafl á Akureyri hafi sýnt viðlíka ósvífni í áratugi.

 

Um þetta er frétt í Vikudegi.

 

Af Vikudagur.is

Oddur Helgi Halldórsson svarðai strax spurningu Edwards varðandi ráðgjafanefndina og lét færa það svar til bókar. Þar segir:

 “Geta skal að svokölluð óháð nefnd vann þessi verk fyrir L-listann, lista fólksins, en ekki fyrir Akureyrarbæ. Eins og opinberlega hefur komið fram á sá hópur fólks sem við fengum til að gefa okkur umsögn um umsækjendur um bæjarstjórastarfið, að endurspegla þverskurð bæjarbúa. Var því valið fólk, sem átti að vera: -fulltrúi  háskólasamfélagsins, -fulltrúi  frá menningu og ferðaiðnaði, -fulltrúi atvinnurekenda, -fulltrúi verkafólks og

-fulltrúi starfsfólks Akureyrarbæjar

Á  fundi sem ég hélt með þeim ásamt fulltrúa Capacent 1. júní sl. hét ég þeim nafnleynd, nema þau ákvæðu sjálf annað. Það loforð hef ég ekki hugsað mér að svíkja og munum við því ekki verða við þeirri beiðni VG að upplýsa hvaða fólk var í hópnum.”

 

http://vikudagur.is/?m=news&f=viewItem&id=6407


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja Oddur.  Nú ætla ég í framhaldi af þessu að leggja tvær smáspurningar  fyrir þig, hver telur þú líklegustu skýringuna á tapi meirihlutans sem starfaði, 2006 - 2010 ? Líklegasta þá háðulegustu útreið sem nokkur meirihluti hefur fengið hér allt frá stofnun bæjarins.     Fyrir hvern starfaði sá meirihluti ?

Ágúst J. (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 13:52

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Kannski af því sumir voru svo trúgjarnir að halda að Oddur og L-listinn væru eitthvað öðruvísi... en reyndin er sannarlega önnur á þessum stutta tíma sem liðinn er. Klaufagangur og baktjaldamakk hefur einkennt þessa tvo mánuði.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.8.2010 kl. 14:39

3 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Ég veit ekki hvaða ástæður ráða því að bókun VG er ekki birt í Vikudegi, en hér er hún:

Í stefnuskrá L-lista stendur: við höfum ekkert að fela og við viljum koma öllu upp á borðið sem gerist hjá Akureyrarbæ.
Það hlýtur því að vera eðlileg krafa að almennir bæjarbúar verði upplýstir um hvernig staðið var að vali svonefndra valinkunnra Akureyringa sem skipuðu óháða nefnd á vegum L-listans og átti stóran þátt í ráðningu bæjarstjóra á Akureyri. Vinstri hreyfingin grænt framboð leggur hér með fram formlega beiðni þess efnis að bæjarbúar verði upplýstir um hvert nefndarfólkið var og hvaða faglegu forsendur voru fyrir vali þeirra.

Sóley Björk Stefánsdóttir, 17.8.2010 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband