Sjálfstæðisflokkurinn mun tryggja einokun í greininni.

„Tilgangur þessa frumvarps ráðherrans er augljóslega að koma í veg fyrir samkeppni með því að bregða fæti fyrir ný fyrirtæki í greininni. Hér er á ferðinni gróf aðför að atvinnufrelsi í landinu. Landbúnaðarráðherra kemur fram í þessu máli sem varðhundur þröngra ríkisvarinna sérhagsmuna, sem hygla búskussum á kostnað dugmikilla bænda.

Þeir frjálshyggjumenn hafa áhyggjur eins og fleiri. En ætli þeir hafi rætt við sína menn í landbúnarnefnd.. þá tvo sjálfstæðismenn sem skrifuðu undir þetta með bros á vör og lýsa því yfir að þeir standi við þær yfirlýsingar.

Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti afdráttarlaust á flokksþingi að afnema bæri einokun í landbúnaði en þingmenn hans keyra síðan þvert á þá stefnu og styðja framsóknarfrumvarp Jón Bjarnasonar landbúnaðarráðherra.


mbl.is Frjálshyggjufélagið leggst gegn búvörufrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Satt og rétt, og ekki gott þegar þingmenn brjóta svona á samþykktum landsfunda sinna, t.d. eins og þessir þingmenn Sjálfstæðismanna í mjólkurmálinu, og nánast allir þingmenn VG í ESB-málinu. En stjórnarskráin er nú samt frekar afdráttarlaus hérna:

48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.

Geir Ágústsson, 11.8.2010 kl. 11:28

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta er að mörgu leyti mjög gott frumvarp sem Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra er hér komin fram með þó svo að eflaust verða gerðar einhverjar smávægilegar breytingar á því - EN ég styð að sjálfsögðu samkeppni á markaði en það verður að taka tillit til annarra þátta og það er rétt að menn ræði þetta vel eins og Sjálfstæðisflokkurinn mun gera og komist að góðri niðurstöðu.
EKKI átti ég von á að Samfylkingin færi á móti Jóni í þessu máli -

Óðinn Þórisson, 11.8.2010 kl. 12:16

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Er hér komið eitt málið enn, sem annar ríkisstjórnarflokkurinn leggur fram, en hinn styður ekki?  Ætlar Samfylkingin, sem er í ríkisstjórn, að klína ábyrgð á málinu á stjórnarandstöðuflokkana?

Ef þetta er raunin, af hverju segir ríkisstjórnin þá ekki bara af sér og kemur ábyrgðinni á landsstjórninni í hendur þeirra, sem treysta sér til að taka fulla ábyrgð á gerðum sínum?

Axel Jóhann Axelsson, 11.8.2010 kl. 12:51

4 identicon

Fráleitt að xD ætli að taka undir þessa vitleysu. Spurning hvort Samfylkingin taki undir þetta frumvarp ráðherra. Nú leiðri xS þessa ríkisstjórn og ber jafn mikla ábyrgð á þessu og vg.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 13:00

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef þetta mál er flutt af ráðherra þá er þetta á ábyrgð allrar ríkisstjórnarinnar. þar með er þetta á ábyrgð Samfylkingarinnar.

Fannar frá Rifi, 11.8.2010 kl. 15:46

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Nei Fannar.. fulltrúar Samfylkingar samþykktu þetta ekki en Sjálfstæðismennirnir og Framsóknar..tryggðu meirihlutaálit frá landbúnaðarnefnd.,,, þetta er ekki stjórnarfrumvarp

Jón Ingi Cæsarsson, 11.8.2010 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband