Niðurrifskjaftæði Þórs Saari.

 

Þessi þingmaður setur sig ekki úr færi að ráðast með persónulegum hætti að samþingsmönnum sínum. Fræg er fjölin sem hann færði Jóhönnu og sá kjaftavaðall sem fylgdi þeirri uppákomu.

Ég gef lítið fyrir álit Þórs Saari sem mætir alltaf til leiks ef hann getur gefið högg undir beltisstað hvernig sem á því stendur.

Ég ætla ekki að hafa skoðun á málflutingi Gylfa hvort hann sagði satt eða ekki eða var miskilinn. Það á eftir að koma í ljós því mér sýnist á umræðunni að fæstir skilji almennilega um hvað málið snýst í smáatriðum..


mbl.is Gylfi algjörlega ótrúverðugur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þetta heitir lýðskrum sem hann beitir óspart.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.8.2010 kl. 12:46

2 identicon

Samfylking skilur þetta mál amk ekki. Svo mikið er víst. Gylfi Magnússon sagði þingi og þjóð ósatt í þingstól. Það eru til myndir af því, hvorki þú né samfylking geta klórað yfir að Gylfi var tvísaga í þessu máli. Rétt eins og hann var tvísaga þegar hann tjáði sig um væntanlega niðurstöðu hæstarétta, og sagði einn daginn að bankarnir gætu tekið skellinn, hvernig svo sem hæstiréttur myndi dæma, en kom svo daginn eftir og sagði eitthvað allt annað.

Reyndar er þetta engin nýlunda hjá ráðherrum. Fyrir um ári síðan gerði Steingrímur J. sig sekan um ítrekuð ósannindi varðandi Icesave. Sumt af því viljandi, annað held ég að hann hafi sagt, einfaldlega vegna þess að hann skyldi ekki hvað bjó að baki.

Mál Más Sigurðssonar og Jóhönnu, hið svo kallaða Másgate mál er enn eitt málið þar sem ráðherra segir ósatt, þykist ekkert vita, og segir beinlínis ósatt.

það er enda verið að refsa ríkisstjórninni grimmilega. Fylgi ríkisstjórnarinnar er komið undir fylgi Sjálfstæðsflokksins. Hverjm hefði dottið það í hug fyrir ári síðan, þegar fylgi ríkisstjórnarinnar var tvöfalt fylgi stjórnarinnar í dag, að sjálfstæðisflokkurinn yrði orðinn stærri á einu ári? Líklega ekki margir.

Með þessari ákvörðun að halda Gylfa inni, þá fer fylgið í næstu viku niður í það sem ISG kallaði með glotti "léttvínsfylgi" eða "pilsner  fylgi"  og átti þá  við fylgi framsóknar. Líklega fer fylgi VG í það sama og áfengisstyrkur ódýrs kassavíns úr ÁTVR. Fylgi Samfylkingar fer hins vegar ekki mikið hærra en áfengismagn bjórsins sem seldur er í ÁTVR (og áfengismagnið í þessum vörum er alltaf að lækka vegna skattheimtu ríkisstjórnarinnar). Ekki er ósennilegt að fylgið verði komið niður undir 20% þegar skattatillögur stjórnarinnar verða gefnar út, og Gylfi Magg. verður látinn lafa í stólnum áfram.

joi (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 14:20

3 identicon

Mörður Árnason skrifar áhugaverðan pistil um málið.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband