10.8.2010 | 08:59
Ótrúlegt metnaðarleysi L-lista í úrgangsmálum.
Fráfarandi meirihluti vann lengi og ötulega að úrgangsmálum á Akureyri. Stefnt var að því að flokkun úrgangs væri við heimahús og íbúar gætu flokkað allt heima við húsdyr og ferðir á grendarstöðvar væru óþarfar. Þar með var tryggð hámarksflokkun og urðun yrði sem næst mögulegu lágmarki.
En nú hefur L-listinn opinberað skilnings og metnaðarleysi sitt í þessum málaflokki þannig að í stað tveggja tunna með viðbótaríláti fyrir lífrænt verður ein tunna heima við hús en íbúar þurfa að fara sjálfir með pappír og annað á grendarstöðvar. Allir sem þekkja til í þessum málaflokki vita að slíkt dregur til mikilla muna úr allri flokkun og stórir hópar munu eftir sem áður halda áfram að henda pappír, fernum og öðru slíku endurvinnalegu í tunnuna sem fer í urðun.
L-listanum hefur því tekist að eyðileggja margra ára undirbúningsvinnu og setur Akureyri í neðsta sæti í flokkunarmálum á Íslandi. Þetta er sorglegt að sjá og ég bjóst satt að segja ekki við að sjá stjórnmálaafl hafa jafn lítinn skilning og metnað fyrir umhverfið og Akureyri.
Auk þessa er síðan kolrangt staðið að málnu í stjórnsýslunni og L-listinn brýtur gróflega stjórnsýslu Akureyrar með því að láta framkvæmdaráð bóka um þennan málaflokk og bæjarráð getur á engan hátt tekið mark á þeirri bókun þar sem stjórn úrgangsmála er í umhverfisnefnd. Ég reikna varla með að listinn reyni að halda þessu broti til streytu.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hætta menn þá með grænu tunnuna sem við höfum verið að borga fyrir sérstaklega og Gámaþjónustan hefur tæmt?
Lára Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 09:34
Veit það ekki en mig grunar að L-listinn gangi þarna erinda fyrirtækisins sem fékk verkefnið..þeir sömu og hafa boðið þessa tunnu fyrir 12.000 ár ári en átti að falla inn í heildarverkefnið og vera án viðbótarkostnaðar fyrir bæjarbúa. Það verður fróðlegt að sjá hvort þeim verði gefið veiðileyfi á áframhaldandi innheimtu utan hins opinbera kerfis.
Jón Ingi Cæsarsson, 10.8.2010 kl. 09:45
Það sem er líka álitaefni ... er útboðið sem gert var með ákveðnum forsendum ekki ógilt og þarf að endurtaka það með réttum upplýsingum og starfsramma.
Jón Ingi Cæsarsson, 10.8.2010 kl. 09:55
Þetta er vægast sagt dapurlegt. Nú er ég búinn að flokka sport þ.e. með græna tunnu sem ég borga mánaðarlega fyrir að hún sé tæmd gjaldið nú tæplega 1300 krónur. Skussarnir henda öllu í eina tunnu engin flokkun. Mun um næstu mánaðarmót hætta með grænu tunnuna - keyra sjálfur með pappa, dagblöð og plastið hér eftir á gámasvæðið.
Páll Jóhannesson, 11.8.2010 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.