Röng stjórnsýsla L - listans.

Tekin var ákvörðun á fundi framkvæmdaráðs að breyta vinnubrögðum í sorpmálum frá áður gerðum samþykktum.

2.    Sorpmál - útboð 2010
2010020076
Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar gerði grein fyrir stöðu mála varðandi útboð vegna sorphirðu og fór yfir val á leið A og B.
Framkvæmdaráð ákveður að breyta fyrri ákvörðun úr leið A í leið B og vísar þeirri ákvörðun til bæjarráðs.

Þetta er að mínu viti röng stjórsýsla því framkvæmdaráð fer ekki með stjórn sorpmála heldur ber að framfylgja samþykktum umhverfisnefndar sem fer með yfirstjórn þess málaflokks.

Ef breyta á þessari framkvæmd til verri vegar frá ákvörðun sem tekin var fyrir kosningar af vel yfirlögðu ráði er það slæmt og sýnir að metnaður L-listans er minni en fráfarandi meirihluta.

En mergur þessa mál er... þetta er röng stjórnsýsla og framkvæmdaráð fer ekki með stjórnun þessa málaflokks og því er þessi bókun markleysa.

Umhverfisnefnd gerir tillögur til bæjarstjórnar um stefnumörkun á sviði umhverfismála í bæjarlandinu og um reglur um meðferð mála á starfssviði sínu, sem er:

  • náttúruvernd, skv. lögum um náttúruvernd nr. 44/1999 með síðari breytingum,
  • gróðurvernd, skv. lögum um landgræðslu nr. 17/1965 með síðari breytingum,
  • friðlýst svæði og náttúruminjar skv. lögum um náttúruvernd nr. 44/1999,
  • skógrækt, skv. lögum um skógrækt nr. 3/1955 með síðari breytingum,
  • sorphirða og sorpförgun, sbr. lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 og reglugerð um meðhöndlun úrgangs nr. 737/2003 og
  • umgengni og umhirða lóða í bæjarlandinu.

 Þetta er sú ákvörðun sem gildir og framkvæmdaráð hefur enga stöðu til að ógilda þessa ákvörðun umhverfisnefndar.

3.          Sorpmál - útboð 2010
2010020076
Helgi Már Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar og Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynntu niðurstöður útboðs í sorphirðu í Akureyrarkaupstað - söfnun og flutning úrgangs og tillögur að næstu skrefum í málinu.
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að samið verði við Gámaþjónustu Norðurlands ehf um leið A í sorphirðu á grundvelli tilboðs þeirra frá 13. apríl 2010



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Forystumenn í sveitarfélögum ( þessir sem náð hafa yfirráðum yfir skattsöfnun í s.k. kosningum ) hafa undanfarin 10 ár eða svo bara gert það sem þeim sýnist og hafa lítt eða ekkert virt lögin í landinu. Dómsmálin frá Akureyri um brot á jafnréttislögum eru legió, skuldasöfnun í nafni borgaranna, spilling og kunningjaráðningar eru aðalsmerki sveitarfélaganna sem eru fyrir löngu orðin svona dínósár og ætti auðvitað að leggja þau niður hið fyrsta. Þetta getur ekki hafa komið þér á óvart.

Sorglegt auðvitað á Akureyri að kjósendur skuli hafa ákveðið að viðurkenna þessa staðreynd með því að kjósa Marcos fjölskylduna eina í bæjarstjórn og það sýnir í raun hve ástandið hefur verið orðið slæmt þar.

Einar Guðjónsson, 9.8.2010 kl. 23:34

2 identicon

Sæll. Þú segir: "framkvæmdaráð fer ekki með stjórn sorpmála heldur ber að framfylgja samþykktum umhverfisnefndar sem fer með yfirstjórn þess málaflokks." Þetta getur að mínu viti ekki staðist. Nefndir á vegum bæjarins (sem í sitja yfirleitt fulltrúar flokkanna í bæjarstjórn en ekki endilega kjörnir bæjarfulltrúar) getur ekki haft yfirstjórn í neinum málum. Yfirstjórnin hlýtur alltaf að vera bæjarráðs eða bæjarstjórnar. Enda segir þú síðar: "Umhverfisnefnd gerir tillögur til bæjarstjórnar um stefnumörkun á sviði umhverfismála..." sem hlýtur að vera hin rétta skipan mála. Sé meirihluti fyrir því í bæjarstjórn að fara frekar leið B en leið A er því ekkert rangt við þá stjórnsýslu þó svo ekki sé farið eftir tillögu umhverfisráðs (þess gamla vel að merkja, ekki þess nýja). Menn geta náttúrulega verið ósammála þessari ákvörðun og líklega haft rétt fyrir sér með það en það er ómálefnalegt að tala um ranga stjórnsýslu í því sambandi.

Daníel (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 09:58

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Rétt stjórnsýsla er að umhverfisnefnd sem fer með þennan málaflokk geri tillögur til bæjarráðs en ekki framkvæmdaráð sem er eingöngu framkvæmdahluti og sér ekki um stefnumótun í þessum málaflokki og getur því ekki gert tillögu að stefnubreytingu.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.8.2010 kl. 10:54

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þetta er jafn fráleitt og td. framkvæmdaráð gerði tillögu að breytingu á rekstri grunnskóla eða leikskóla.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.8.2010 kl. 10:56

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Daníel.. flestar nefndir fullafgreiða mál sem falla innan þess ramma sem þeirra skipunarbréf nær til. Þó þurfa ýmis mál fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og þar er helst skipulagsmál og mál sem snerta fjárhag og fjárútlát.

Þetta ferli sem endaði með afgreiðslu skömmu fyrir kosningar hafi verið lengi í vinnslu og umhverfisnefnd mótaði þá stefnu og niðurstöðu samkvæmt stjórnsýsluskyldu þeirrar nefndar... málið fór síðan til bæjarráðs og var afgreitt þar samhljóða.

Af hverju framkvæmdaráð ætti síðan að koma og setja putta í þá niðurstöðu og beina stefnubreytingartillögu til bæjarráðs er fráleitt og furðulegt að þeir skuli ekki sjá delluna.   Þurfa ekki ekki annað en fletta verklaginu sem viðhaft var samkvæmt stjórnsýslureglum Akureyrar í málinu fyrir kosningar.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.8.2010 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818143

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband