6.8.2010 | 14:39
Lýðskrum ?
Segir Aðalsteinn á vef Framsýnar, að nær væri að Flugfélagið sýndi skynsemi og hæfi reglulegt áætlunarflug til Húsavíkur.
Skynsemi segir formaðurinn. !! Flugfélag Íslands er að hætta flugi til Vestmannaeyja vegna þess að ríkissstyrkurinn fellur niður vegna betri aðkomu að Eyjum með tilkomu Bakka. Það stefnir í að Flugfélag Íslands hætti að fljúga á Sauðárkrók vegna þess að ríkisstyrkurinn hverfur með tilkomu Héðinsfjarðarganga.
Flugfélag Ísland hættir að fljúga á þessa staði vegna þess að það flug væri rekið með tapi þegar ekki kemur til framlag úr ríkissjóði.
Flug til Húsavíkur væri örugglega rekið með bullandi tapi og það veit formaðurinn mæta vel. Ég reikna því með að hann ætli að beita sér fyrir því að flug á Aðaldalsflugvöll verði styrkt úr sjóðum verkalýðsfélagins "HANS" og þar með fá Húsvíkingar flugið " SITT " aftur.
Ef það er ekki það sem hann er að hugsa um að gera þá flokkast þessi uppákoma líklega undir lýðskrum nema hann hafi frétt að ríkið ætli að koma til leiks á Húsavík með að greiða með flugi til Húsavíkur og ráða starfsmenn á ný til að halda opnum Aðaldalsflugvelli á ársgrundvelli.
Gagnrýnir Flugfélag Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nú ótrúlegur málflutningur hjá jafnaðarmanninum við Eyjafjörð sem hefur verið áberandi í pólitíkinni á Akureyri. Skilaboðin eru skýr. Það fer ekki á milli mála að andúð hans á Húsvíkingum er mikil. Hann fullyrðir að áætlunarflug til Húsavíkur verði rekið með bullandi tapi hefjist það á ný. Hann hlýtur að hafa reiknað það út enda gefa jafnaðarmenn sig út fyrir að vera ábyrgari en menn með aðrar stjórnmálaskoðanir. Þá telur hann eðlilegt að Framsýn taki að sér að styrkja flugið úr sjóðum félagsins. Annað sé lýðskrum. Hvenær hefur það verið hlutverk stéttarfélaga að kosta samgöngumál?Ég skora á jafnaðarmanninn að leggja fram útreikninga fyrir þessum fullyrðingum svo hann geri sig ekki að athlægi, enda varla tilgangurinn. Það er nefnilega komin tími til þess að menn eins og hann beri ábyrgð á því sem þeir láta út úr sér. Varla telst það óeðlileg krafa að Þingeyingar hafi áhuga fyrir því að reglulegt áætlunarflug hefjist aftur til Húsavíkur, enda ferðaþjónustan mjög öflug á svæðinu og þörfin mikil. Flugið var í miklum blóma þegar það var lagt af á sínum tíma en þá var ferðaþjónustan brotabrot af því sem hún er í dag. Það er hins vegar slæmt ef jafnaðarmaðurinn getur ekki sofið fyrir því að hugsanlega þyrftu að koma til ríkisstyrkir svo þessi sýn geti orðið að veruleika, það er að áætlunarflug hefjist aftur til Húsavíkur og Þingeyingar þurfi ekki endilega að fljúga í gegnum Akureyrarflugvöll. Reyndar eru ríkisstyrkir til samgöngumála víða um land í dag, það er í flugi og samgöngum á landi og sjó. Allir sem fylgjast með, eins og jafnaðarmaðurinn við Eyjafjörð, vita að ríkisjóður hefur dælt fjármagni á Eyjafjarfjarðarsvæðið s.s. í Fjórðungssjúkrahúsið, Menningarhúsið og í Háskólann á Akureyri svo ekki sé talað RÍKISSTYRKTU áætlunarferðirnar á sjó og landi frá Eyjafjarðarsvæðinu. Ríkið hefur bæði komið með bein framlög og eins orðið að taka á miklum halla ákveðinna stofnana. Hugsanlega nær jöfnuðurinn hjá jafnaðarmanninum ekki út fyrir Eyjafjörðinn. Ég er hins vegar félagshyggjumaður og greiði mína skatta og gjöld með gleði enda stuðli þeir að jöfnuði allra landsmanna, ekki bara við Eyjafjörð heldur líka í Þingeyjarsýslum og reyndar um land allt. Það er nefnilega þannig að það er styrkur fyrir Húsavík og Þingeyinga að hafa öfluga byggð við Eyjafjörð. Að sama skapi gilda sömu lögmál í hina áttina. Því miður sjá ekki allir út fyrir túngarðinn heima hjá sér.
Aðalsteinn Á. Baldursson (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 14:04
Húsvíkingurinn sjónumhryggi túlkar tilfinningar mínar frjálslega. Húsvíkingar og Húsavík eru í miklu uppáhaldi hjá mér en ég áskil mér rétt til að hafa skoðun á innhaldslausum upphrópunum einstaklinga
Jón Ingi Cæsarsson, 10.8.2010 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.