Búið að rassskella kallinn.!

 

Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, hefur sent frá sér athugasemd þar sem fram kemur að ummæli hans um Evrópusambandið hafi verið slitin úr samhengi í fréttum RÚV fyrr í vikunni.

Það fór ekkert á milli mála hvað Adolf var að segja. Þátturinn var sendur út í heild þannig að ekkert var í þessu sem ekki kom fram og hlustendur heyrðu ágætlega.

Nú er búið að taka kallinn á teppið og tuska hann til og ljóst er að hér mætir hirtur formaður LÍÚ og reynir að draga í land með það sem hann sagði ... og örugglega hugsaði sjálfur.

Kannski hefur verið dreginn fram fræg reglustika og henni slengt í hausinn og fylgt eftir með bláhanskaklæddri hendi.


mbl.is Formaður LÍÚ: Ummæli slitin úr samhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er augljóst hverjum sem hlustar á viðtalið í heild við Adólf að orð hans og skoðanir eru slitnar gjörsamlega úr sambandi til þess að geta sagt fréttir og panta niðurstöðu sem eru ESB liðinu að skapi og þóknanlegar.

Þetta kallast á mannamáli léleg, óheiðarleg og hlutdræg fréttamennska.

Þessa hlutdrægu og óheiðarlegu fréttamennsku gagnvart ESB hefur RÚV og margir, ekki alveg allir fréttamenn stofnunarinnar stundað algerlega átölulaust um árabil.

Þú getur skoðað þetta eins og annað með þínum Samfylkingar gleraugum Jón Ingi, en lygin og óheiðarleikinn hjá RÚV í þessu máli verður ekkert skárri fyrir það.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 14:23

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gleraugun mín eru bara gleraugu venjulegs Íslendings sem vill fá að greiða um það atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort samningur við ESB sé hagstæður landi og þjóð.. og enn sem komið er liggur ekkert fyrir sem segir mér hvort ég segi já eða nei við slíku tilboði.

Ég kannast ekki við að gegna neinu hlutverki á vegum Samfylkingarinnar í þessu máli..

Jón Ingi Cæsarsson, 6.8.2010 kl. 14:58

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Sorglegt, þegar menn reyna að þræta fyrir það sem sagt er skýrum orðum í beinni útsendingu.

Adolf sgaði að úr því að ekki væri búið að draga umsóknina til baka, væri eins gott að sækja það fast að fá góðan samning og halda í viðræðum fram okkar ýtrustu kröfum í sambandi við fiskveiðimálin.

Ég vil, eins og Adolf, að Ísland gangi í ESB, ef við fáum viðunandi samning hvað varðar ýmis málefni.

Við erum með sérstöðu í sambandi við sjávarútveg og landbúnað og erfitt land hvað samgöngur og dreifbýli varðar. Landbúnaður þrífst ekki hér á samkeppnisforsendum í öllum greinum.

Allir vita að Adolf er einvörðungu að hugsa um hagsmuni útvegsmanna, en ekki allas almennings, þannig að það er ekki eðlilegt að hann hafi alveg sömu áherslur og fólkið í landinu. 

Jón Halldór Guðmundsson, 6.8.2010 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband