Stefnubreyting LÍÚ. Kjaftshögg fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Götur Akureyrar sumardaginn fyrsta-8289

 

LÍÚ, Landssamband íslenskra útvegsmanna, vill ekki að aðildarumsókn íslands að ESB verði dregin til baka, heldur ná eins góðum samningi og kostur er. Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, sagði í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag að LÍÚ hafi tekið þátt í sjávarútvegshópi vegna umsóknarinnar og telji nauðsynlegt að aðildarviðræðurnar gangi alla leið.

Hann sagði að markmiðið væri að gera eins góðan samning fyrir Íslands hönd og mögulegt væri. Lykilatirði væri að ná fram ítrustu kröfum. (RÚV-Vefur)

 Þessi frétt birtist í RÚV í kvöld og hefur verið í umræðunni síðan í dag. Þetta eru stórtíðindi og nokkuð ljóst að viðsnúningur LÍÚ er áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem hefur samþykkt á landsfundi að hætta skuli við aðildarumsókn.

Það vekur einnig athygli að mbl.is og AMX.is hafa ekki séð ástæðu til að greina þjóðinni frá þessum stórtíðindum sem þessi frétt óneitanlega er.

Það er ánægjulegt að sjá að æ fleiri vilja að þetta ferli verði klárað og þjóðin fái að lokum tækifæri til að greiða atkvæði um alvörusamning sem byggir á staðreyndum og faglegri vinnu.

Þjóðin þarf ekki á að halda að hlusta á ófaglegar og ólýðræðislegar yfirlýsingar stjórnmálamanna í stjórnarandstöðu svo ekki sé nú talað um stjórnarþingmenn og ráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þetta er hið besta mál

Jón Snæbjörnsson, 4.8.2010 kl. 22:40

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

LÍÚ hefur ekki breitt um stefnu.!

Eyjólfur G Svavarsson, 5.8.2010 kl. 15:37

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

LÍÚ hefur breytt um stefnu að því leyti að nú vill sambandið að við látum á það reyna hvort við fáum ásættanlegan samning.  Þetta hafa þeir aldrei getað sellt sig við áður. 

Jón Halldór Guðmundsson, 5.8.2010 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 818137

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband